miðvikudagur, mars 01, 2006

miðvikudagslíf

eiginkonan er eitthvað fúl yfir því að hér sé ennþá sunnudagshugleiðing í gangi þannig að það er best að breyta því.

Það er prófavika í skólanum núna og þar af leiðandi er engin kennsla - ljúft!!!!
Reyndar er alveg nóg að gera því á föstudaginn er UT sem verður í ár haldið hér í skólanum og ég verð með pínu pós þar!!!!! Reyndar ekkert skipulagt en þar sem ég er athyglissjúk þá náttúrulega stenst ég ekki mátið.

Ég er búin að vera ofboðslega þæg það sem af er vikunni og hef vaskað upp á hverju kvöldi, farið í gönguferðir og fór í ræktina í gær. Hef reyndar aðeins klikkað á því að fara snemma að sofa en maður getur nú ekki gert allt eða hvað??

ég er frekar sátt við að galdradagsetningin 3. mars sé alveg að renna upp en er samt búin að muna eftir auka verkefni sem varir til allaveganna 20. mars þannig að kannski 3. sé ekki rétt dagsetning:'(

Hér í sjávarplássinu mínu er búið að vera frábært veður síðan á fimmtudaginn og maður verður svo glaður þegar það er gott veður:D

Annars verður grímuball á laugardaginn og ég ætla að skella mér í búning og sýna mig og sjá aðra...það er samt vissara að siðapostuli Hugarróar komi með á ball því ég ber, eins og áður hefur komið fram, enga ábyrgð á gjörðum mínum!!!!!!

Jæja er að hugsa um að láta þetta nægja í bili, knús og kossar til allr

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Postulinn lætur kannski sjá sig, er að vinna að siðareglum félagsins. Og það liggur refsing við hverju broti ...

02 mars, 2006 10:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er orðin hrædd við siðapostulann. Gáfum við henni einhverntíman leyfi til þess að setja reglur á blað.....við þurfum engar reglur...enda ótúlega prúða og góðar stelpur.
Erum við að tala um líkamlegar refsingar?

02 mars, 2006 10:33  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim