sunnudagur, febrúar 26, 2006

sunnudagshugleiðing

það tók ekki langan tíma fyrir meirihluta Hugarróar að brjóta öll boð og bönn sem sett voru fyrir þessa helgi sem er að líða!!!! En mikið skemmtum við okkur nú vel........
Það var sem sagt smá skrall á skvísunum á föstudaginn en allt fór nú sakleysislega fram og þó við höfum nú sungið smá þá var ekkert dansað á húsgögnum í þetta skipti!!!

Við skelltum okkur í höfuðstaðinn á laugardag og ég kenndi þeim hinum hvernig maður sveiflar korti og hvar maður kaupir sultu!!!!
Hitti Fjólu frænku líka og hlakka til að hitta hana aftur og þá kannski í aðeins lengri tíma!

Í dag var svo ferðinni heitið í bónusgrísinn í hólminum því hér var ekkert nema bergmál í ísskápnum!!!

Í dag fékk ég líka "nýjan" hornsófa í stofuna hjá mér þannig að nú get ég:
a) verið með meira en einn sitjandi gest í stofunni hjá mér í einu
b) sofið í sófanum yfir fréttunum....hálsinn verður ánægður því hann hefur stundum verið slappur eftir að sofa í stólnum!!

Held það sé erfitt að toppa svona helgi sem hefur innihaldið:
1)gott veður
2)rómantík og daður
3)fallegan félagsskap
4)ómælda skemmtun
5)miklar framtíðarpælingar

ps) langt síðan ég hef hlegið eins mikið og þessa helgi....ég mæli með því!!!!!!!

föstudagur, febrúar 24, 2006

föstudagur



Seinustu tvo daga hefur verið frábært veður í litla sjávarplássinu mínu og þess vegna fylgir ein sæt mynd af firðinum fagra.

Í dag var fyrsti prófdagurinn og ég sat yfir 2 prófum - þarf ekki að sitja yfir fleiri sem betur fer því ég hef yfirdrifið nóg að gera við undirbúning fyrir UT sem er á föstudaginn næsta.

Á mánudag á ég að skila greiningu á kennslubók, á þriðjudag er samstarfsnefndarfundur, UT á föstudag og svo ætti ég að vera á Akureyri á laugardaginn en ég er að guggna á því því ég held að það verði einfaldlega of mikið að gera því ég þarf líka að fara yfir verkefni og gefa öllum nemendur einkunn.

Er búin að eyða þó nokkuð mörgum klukkutímum í dag í hláturskrampa og fíflalátum - svo miklum að drengur sem heyrði bullið í okkur Þóru var viss um að við værum ekki deginum eldri en 24 og við þökkuðum náttúrulega bara pent fyrir okkur.....

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

ladída



Mér fannst ekki veita af því að fá smá vorfíling og blóm hérna inn þar sem veðrið hefur hreinlega verið hundleiðinlegt hér í sjávarþorpinu, rok og rigning endalaust.

Þóra Magga heldur því fram að veðrið endurspegli slæmt samviskubit okkar en það er mögulegt þar sem þá væri sól og fuglasöngur úti!!!!!

Þessi vika líður ótrúlega hratt og bráðum er komin helgi!!! Mér skilst að unglingurinn ætli að yfirgefa mig í fyrramálið þannig að ég verð ein um helgina! Hef reyndar nóg af verkefnum og er að reyna að gleyma ekki að næsta skiladegi í HA sem er á mánudaginn.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

bull og vitleysa og sætar gellur


Svona vorum við nú ljómandi fínar á árshátíð NFSN fyrir viku síðan.

Hér heima hjá mér er ég búin að vera að vinna og núna er ég svo glaðvakandi að ég verð sennilega að berja höfðinu við vegg til að sofna!!

Stundum væri ég svo til í að þurfa ekki að sofa!!! Ég held það væri gaman að vera alltaf vakandi.

Á morgun er vinna frameftir og á föstudaginn byrjar prófavikan og föstudaginn á eftir.....þá er 3. Mars!!!!!

Látið mig vita ef þið náið einhverju samhengi í þetta blog því jafnvel þó ég sé að skrifa þetta akkúrat núna þá veit ég ekkert hvað ég er að bulla.

Ég ætti að skella mér út að labba og hressa mig aðeins en hér á Grundarfirði er leiðindaveður eins og oft áður þannig að ég held mig bara innandyra í bili - það er líka sennilega hættulegt að vera ein á ferli á nóttunni;) Knús og kossar til ykkar allra!

mánudagur, febrúar 20, 2006

Helgin, lífið og tilveran

já nú er enn ein helgin liðin og eins og aðrar helgar í febrúar þá skellti ég mér í glaum og gleði......Það var Sylvíu Nætur stuðningspartý heima hjá konunni minni og þvílíka gleðin.... við vorum búin að læra dansinn og textann og umfram allt viðhorfið þannig að við lékum prinsessur allt kvöldið, nóttina og vel fram á morgun.

Heilsan var frekar því fremur slök þegar ég skrönglaðist fram úr rúminu á sunnudag og í fötin til að hjálpa eiginkonunni að keyra í Borgó til að skila húsmóðurorlofistanum (er þetta ekki orð????) í fang tilvonandi eiginmanns og glaðra barna og svo fórum við aftur heim í litla kósý þorpið okkar.

Það var tekin stjórnarákvörðun í Hugarró um að allt djamm væri látið eiga sig næstu helgi og ætlum við því frekar að rúlla til Reykjavíkur í smá dagsferð og horfa á menninguna.

Annars er lífið á fullu hjá mér eins og fleirum og allt að gerast bæði í skóla og vinnu - ég er dálítið pressuð í þessu núna þar sem vinnan og skólinn virðast vilja að allt gerist á sama tíma þannig að ég er búin að stytta nætursvefninn í bili.

Ég lifi á því að vissar dagsetningar nálgist því ég hef ímyndað mér að vissar dagsetningar þýði minna álag en það hefur ekki gerst enn ég trúi samt og treysti að 3. mars sé DAGURINN og að eftir það verði bara lognmolla og rólegheit í kringum mig. Rekur allaveganna ekki minni til að hafa samþykkt nein auka verkefni eftir þann tíma!!!!!!!

föstudagur, febrúar 17, 2006

Kisupróf

Maine Coon
You are a Maine Coon! You are larger than life, a
gentle giant. You are independent, but very
affectionate with your friends and family.

What breed of cat are you?
brought to you by

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Krúttukarl

Það er nú alveg augljóst að þetta er frændi minn - algert krútt sem segir að mamma hans fái illt í eyrun ef það er grátið nálægt henni - hann er svo mikið rassgat þó hann sé alltaf að ráðast á mig;o) Posted by Picasa

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Pistill dagsins

já nú er ég sko þreytt.....

ég og Þóra Magga fórum í ræktina eftir vinnu og tókum þokkalega á því...allir vöðvar í líkama mínum titra og ég er gersamlega uppgefin!!!!!

Ég er alls ekki búin að sofa nóg seinustu þrjár vikurnar og ég hef lifað á því að sofa út um helgar en þar sem ég hef verið dugleg við stunda næturlífið seinustu tvær helgar og þar af leiðandi hef ég ekki sofið alveg nógu vel....

...ég veit að þetta er algerlega mér sjálfri að kenna en ég vorkenni mér samt hrikalega mikið að vera svona þreytt

Í gær fórum við Þóra Magga og keyptum rósir og færðum nokkrum einhleypingum hér í bæ til að gleðja nokkur hjörtu sem áttu ekki von á blómum í tilefni dagsins.

Þegar ég var þannig búin að gleðja aðra fór ég út á kaffi og settist þar að í nokkra klukkutíma til að vinna í verkefninu sem ég á að skila á mánudaginn.
Þetta er nokkuð skemmtilegt verkefni og skemmtilegast af öllu við það er að þegar ég er búin með það þá er NÁM1155 lokið og þá er ég búin með 10 einingar og þar með 1/3 af náminu!!!!

Jæja ég á eftir að vaska upp áður en ég fer að sofa þannig að ég ætla að hætta núna, knús knús

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Dúllukrúttin!!!


Þetta eru sko sætustu gellurnar á landsbyggðinni;o) mamma mín segir það skilurru!!! Posted by Picasa

mánudagur, febrúar 13, 2006

Valgerður sæta;o)


Hér sést best hvað ég var orðin þreytt á þemadögunum á í seinustu viku....gersamlega gagnsæ orðin...en samt alltaf sæt!!!!! Posted by Picasa

laugardagur, febrúar 11, 2006

11 febrúar

Loksins er horror vikunni lokið!!!!! Í gær var ég að vinna í ca 17 tíma og ég er eiginlega eftir mig í dag. Grundarfjörður sýndi sínar bestu hliðar veðurlega séð í gær......brjálað rok og rigning!!!! en allt reddaðist samt sem áður og það var rosa flottur matur á árshátíðinni...sem ég borðaði á hlaupum...og svo endaði ég kvöldið á að vera á balli með í Svörtum fötum...stóð reyndar í hurðinni í ca 2 tíma og leitaði í töskum og þrætti við unglinga og svo fór ég heim því ég var gersamlega búin á því, Þóra Magga var með mér á þessum hlaupum og ég held hún hafi verið alveg jafn uppgefin og ég.

Ég sýndi ykkur aðeins í ljóðabókina mína um daginn og ætla að sýna ykkur smá í viðbót í dag....

Þú ert að hverfa
hverfa frá mér
Þú notar flöskuna sem skjól
þú skríður ofan í hana
og lætur fara vel um þig
Þú talar ekki lengur við mig
en þú átt í hrókasamræðum við hana
Hún er stór hluti af lífi þínu
stærri en ég
Þú sérð mig aðeins óljóst
í gegnum flöskubotninn
á meðan þú tæmir flöskuna
áður en þú færð þér nýja
Getur þú ekki skilið
ég elska ekki flöskuna
ég elska þig
án hennar
en það er erfitt að tjá sig
í gegnum glerhjúpinn
sem umlykur þig
Þú ert ekki sá sami
með henni ertu allt annar

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

hmmmm

ég er spes.....ójá það er ég





eitthvað að lesa fyrir ykkur:


Hún liggur
alein í blóði sínu
Hún finnur blóðið renna
það rennur frá henni
Hún var barin
og skorin
Hún finnur seyðing í sárunum
þau svíða
Hún grætur biturt
veit ekki hvað hún á að gera
hvar er leiðin út
hver er leiðin í burtu
hvert getur hún farið
Óvissan svíður í sálina
á sama hátt og sárin svíða líkamann
en að vissu leiti er óvissan verri
því sárin eiga sér ástæðu
En hvaðan kemur óvissan
kemur hún utan úr myrkrinu
laumast hún aftan að manni
og heltekur mann
Getur maður barist á móti henni
getur maður sigrast á henni
Hún finnur kraftinn dvína
hún lamast smám saman
Blóðpollurinn við hlið hennar stækkar ört
og krafturinn dvínar meir og meir
Það er eins og krafturinn renni burt með blóðinu
Gráturinn hljóðnar
verður að djúpum ekka
Líf hennar svífur henni fyrir sjónum
á meðan hún sekkur niður í myrkrið
hið eilífa alltumvefjandi myrkur
það gleypir hana
ekkinn hljóðnar
Hægur skjálfti fer um líkama hennar
um leið og seinasti lífsdropinn rennur á brott
Lífinu er lokið
og eilífri óvissu líka
Líkami hennar stirðnar
hægt og hljóðlega

mánudagur, febrúar 06, 2006

Sunnudagspóstur

Einar er kominn heim af sjúkrahúsinu, hann þurfti ekki að fara í aðgerð....hann á bara að taka því rólega í amk 6 vikur. Það er búið að vera erfitt að vera svona á hliðarlínunni og geta ekkert gert nema hugsa fallega til viðkomandi!!!!

Í gærkvöldi var þorrablót hér og ég skemmti mér mjög vel - kannski of vel???? ég þarf nauðsynlega að komast á námskeið í því að segja EKKI allt sem ég hugsa!!!! Ég dansaði í fleiri klukkutíma og kom ekki heim fyrr en í morgunsárið.

Ég ætti að vera farin að sofa en ég var að klára smá vinnu sem dróst dálítið á langinn...núna er best að fara að vaska upp og svo soooofaaaaaaaaaaa

laugardagur, febrúar 04, 2006

Update

Einar var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur er núna á spítala með brotin rifbein og gat á lunga!!! Það á að sjá til á morgun laugardag hvort gera þurfi aðgerð á honum vegna þess.
Bíllinn er í rúst en valt sem betur fer ekki. Vonandi verður þetta gat ekki vandamál og Einar fer heim á morgun!!!!

Get to know me......

1. What time did you get up this morning?
Það var frekar erfitt að komast á fætur í morgun þannig að hún var um 9:00 þegar ég loksins velti mér framúr

2. Diamonds or pearls?
demantar

3 .What was the last film you saw at the cinema?
Vá það er ógeðslega langt síðan ég fór í bíó....ég sá Solkongen þegar ég var í Odense í apríl 2005

4. What is your favorite TV show?
Sex and the City, Friends, CSI, House, Missing, American Idol (ég er skotin í Simon....)

5. What did you have for breakfast?
Kornflex með mjólk, brauð með smjöri og sultu, trópí og lýsi

6. What is your middle name?
Ósk því það er það sem ég er/var/mun alltaf vera

7. What is your favorite cuisine?
Ég er meira fyrir einn og einn rétt en ekki svona heilan flokk

8. What foods do you dislike?
allt sem kemur úr súr og líka matur sem hefur verið grafinn í mjög langan tíma.....oj
Allt sem hefur komið nálægt súrsætri sósu...oj

9. What is your favorite chip?
borða yfirleitt ekki

10. What is your favorite CD at the moment?
James Blunt - Back to Bedlam, Nick Cave and the bad seed - Abattoir blues og The lyre of Orpheus (+allir hinir Nick Cave diskarnir mínir)

11. What kind of car do you drive?
Nissan micra frá seinustu öld;)

12. What is your favorite sandwich?
Vá ég er hrikalega hrifin af samlokum en hef lítið borðað svoleiðis í langan tíma - þær eru samt alltaf bestar pínu klesstar og borðaðar útivið td í hestaferð

13. What characteristics do you despise?
hroki, fáfræði, hleypidómar og þröngsýni

14. Favorite item of clothing?
Gallabuxur sem ég keypti í usa og svo ecco skórnir mínir - get ekki gert upp á milli grænu strigaskónna og rauðu sandalanna

15. If you could go anywhere in the world on vacation, where would you go?
Akkúrat núna langar mig mest til Þýskalands

16. What color is your bathroom?
Hvítt

17. Favorite brand of clothing?
Ég hef aldrei verið merkjafrík nema þá helst í skóm og þar eru ecco og puma í efstu sætunum

18. Where would you want to retire?
Ég ætla aldrei að setjast í helgan stein

19. Favorite time of day?
Kvöldin og nóttin

20. Where were you born?
Reykjavik

21. Favorite sport to watch?
Dýfingar og frjálsar og handbolti

22. Who do you least expect to send this back?
Þar sem ég ætla að svindla aðeins á þessu - enginn

23. Person you expect to send it back first?
Þar sem ég ætla að svindla aðeins á þessu - enginn

25. Coke or Pepsi?
Pepsi Max

26. Are you a morning person or night owl?
Ég er rosaleg morgunmanneskja er ég er búin að vera vakandi alla nóttina áður en annars er ég meira svona næturdýr

27. What size shoe do you wear?
40

28. Do you have pets?
Neibs

29. Any new and exciting news you'd like to share with everyone?
Man ekki eftir neinu

30. What did you want to be when you were little?
Rithöfundur

31. Favorite Candy Bar?
Vá ég veit það ekki - hef ekki borðað neitt nema sykurlaust nammi síðan 1/8/05

32. What is your best childhood memory?
Ég get ekki ákveðið mig - væri sennilega auðveldara að nefna verstu minninguna því þær eru mun færri.

33. What are the different jobs you have had in your life?
Landbúnaðarstörf(kann bæði að mjólka beljur og keyra traktor), passa börn, Au-pair í Danmörku, skúringar, afgreiðsla í sjoppu/bensínstöð, móttöku"dama" á hóteli, afgreiðsla á bar, grunnskólakennari, framhaldsskólakennari, man ekki meira í bili

föstudagur, febrúar 03, 2006

Elsku Einar minn.

Viltu hætta að láta vonda fólkið í umferðinni keyra á þig, ég þoli ekki mikið meira stress við að bíða eftir fréttum af hvort þú hafir slasast.
Ég er SVO fegin að þú slasaðist ekki heldur alvarlega núna en finnst þér ekki að nú sé nóg komið?
Ég sit hérna og skelf og veit ekki hvað ég á að gera af mér, finnst að ég þurfi að gera eitthvað..... sem betur fer er mamma búin að hringja og láta mig vita að þú sért gangandi og í lagi þrátt fyrir lemstra sem fylgja svona árekstri.
Ég er svo þakklát fyrir að þú notir ALLTAF bílbelti því ég er viss um að þú værir ekki hér lengur annars.
Svo vil ég mælast til þess að þú fáir þér skriðdreka næst svo þú sért nú öruggur!!!!!!!

Þín systir Valgerður

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

fimmtudagur

Ég ætlaði að skrifa eitthvað hrikalega mikilvægt og ég er búin að reyna að byrja á gáfumannapistli nokkrum sinnum en ekkert gengur....
Kannski þýðir það að heilinn er kominn í frí????

Ég fór í ræktina í dag...annað skiptið í þessari viku....ég verð sko þokkalega fit í maí ef ég held þessu áfram:o)

Ég gefst upp á gáfumannatali í bili og óska ykkur allra gleðilegs föstudags!!!