bull og vitleysa og sætar gellur
Svona vorum við nú ljómandi fínar á árshátíð NFSN fyrir viku síðan.
Hér heima hjá mér er ég búin að vera að vinna og núna er ég svo glaðvakandi að ég verð sennilega að berja höfðinu við vegg til að sofna!!
Stundum væri ég svo til í að þurfa ekki að sofa!!! Ég held það væri gaman að vera alltaf vakandi.
Á morgun er vinna frameftir og á föstudaginn byrjar prófavikan og föstudaginn á eftir.....þá er 3. Mars!!!!!
Látið mig vita ef þið náið einhverju samhengi í þetta blog því jafnvel þó ég sé að skrifa þetta akkúrat núna þá veit ég ekkert hvað ég er að bulla.
Ég ætti að skella mér út að labba og hressa mig aðeins en hér á Grundarfirði er leiðindaveður eins og oft áður þannig að ég held mig bara innandyra í bili - það er líka sennilega hættulegt að vera ein á ferli á nóttunni;) Knús og kossar til ykkar allra!
1 Ummæli:
Að sjálfsögðu með æfða fegurðardrottningarbrosið :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim