11 febrúar
Loksins er horror vikunni lokið!!!!! Í gær var ég að vinna í ca 17 tíma og ég er eiginlega eftir mig í dag. Grundarfjörður sýndi sínar bestu hliðar veðurlega séð í gær......brjálað rok og rigning!!!! en allt reddaðist samt sem áður og það var rosa flottur matur á árshátíðinni...sem ég borðaði á hlaupum...og svo endaði ég kvöldið á að vera á balli með í Svörtum fötum...stóð reyndar í hurðinni í ca 2 tíma og leitaði í töskum og þrætti við unglinga og svo fór ég heim því ég var gersamlega búin á því, Þóra Magga var með mér á þessum hlaupum og ég held hún hafi verið alveg jafn uppgefin og ég.
Ég sýndi ykkur aðeins í ljóðabókina mína um daginn og ætla að sýna ykkur smá í viðbót í dag....
Þú ert að hverfa
hverfa frá mér
Þú notar flöskuna sem skjól
þú skríður ofan í hana
og lætur fara vel um þig
Þú talar ekki lengur við mig
en þú átt í hrókasamræðum við hana
Hún er stór hluti af lífi þínu
stærri en ég
Þú sérð mig aðeins óljóst
í gegnum flöskubotninn
á meðan þú tæmir flöskuna
áður en þú færð þér nýja
Getur þú ekki skilið
ég elska ekki flöskuna
ég elska þig
án hennar
en það er erfitt að tjá sig
í gegnum glerhjúpinn
sem umlykur þig
Þú ert ekki sá sami
með henni ertu allt annar
Ég sýndi ykkur aðeins í ljóðabókina mína um daginn og ætla að sýna ykkur smá í viðbót í dag....
Þú ert að hverfa
hverfa frá mér
Þú notar flöskuna sem skjól
þú skríður ofan í hana
og lætur fara vel um þig
Þú talar ekki lengur við mig
en þú átt í hrókasamræðum við hana
Hún er stór hluti af lífi þínu
stærri en ég
Þú sérð mig aðeins óljóst
í gegnum flöskubotninn
á meðan þú tæmir flöskuna
áður en þú færð þér nýja
Getur þú ekki skilið
ég elska ekki flöskuna
ég elska þig
án hennar
en það er erfitt að tjá sig
í gegnum glerhjúpinn
sem umlykur þig
Þú ert ekki sá sami
með henni ertu allt annar
3 Ummæli:
TAKK!!!!!!!!! Þú ert og hefur alltaf verið stórkostleg.
Hvernig væri að koma þessum ljóðum í bók (",)
Áritað eintak takk
Hæ hvað syngur? Eitt svaka fyndið, Einar Már var að pína pabba sinn og sá eldri þóttist vera gráta. Þá sagði Einar við hann að hann mætti ekki gráta því þá fengi mamma illt í eyrun:-) ekkert smá vel upp alinn...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim