föstudagur, febrúar 24, 2006

föstudagur



Seinustu tvo daga hefur verið frábært veður í litla sjávarplássinu mínu og þess vegna fylgir ein sæt mynd af firðinum fagra.

Í dag var fyrsti prófdagurinn og ég sat yfir 2 prófum - þarf ekki að sitja yfir fleiri sem betur fer því ég hef yfirdrifið nóg að gera við undirbúning fyrir UT sem er á föstudaginn næsta.

Á mánudag á ég að skila greiningu á kennslubók, á þriðjudag er samstarfsnefndarfundur, UT á föstudag og svo ætti ég að vera á Akureyri á laugardaginn en ég er að guggna á því því ég held að það verði einfaldlega of mikið að gera því ég þarf líka að fara yfir verkefni og gefa öllum nemendur einkunn.

Er búin að eyða þó nokkuð mörgum klukkutímum í dag í hláturskrampa og fíflalátum - svo miklum að drengur sem heyrði bullið í okkur Þóru var viss um að við værum ekki deginum eldri en 24 og við þökkuðum náttúrulega bara pent fyrir okkur.....

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er nú bara réttrúmlega alveg að verða á bilinu 21-24 ára.

24 febrúar, 2006 21:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim