mánudagur, febrúar 06, 2006

Sunnudagspóstur

Einar er kominn heim af sjúkrahúsinu, hann þurfti ekki að fara í aðgerð....hann á bara að taka því rólega í amk 6 vikur. Það er búið að vera erfitt að vera svona á hliðarlínunni og geta ekkert gert nema hugsa fallega til viðkomandi!!!!

Í gærkvöldi var þorrablót hér og ég skemmti mér mjög vel - kannski of vel???? ég þarf nauðsynlega að komast á námskeið í því að segja EKKI allt sem ég hugsa!!!! Ég dansaði í fleiri klukkutíma og kom ekki heim fyrr en í morgunsárið.

Ég ætti að vera farin að sofa en ég var að klára smá vinnu sem dróst dálítið á langinn...núna er best að fara að vaska upp og svo soooofaaaaaaaaaaa

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Rosalega segiru pent frá þorrablótinu....hmmm. Smá leiðrétting þú dansaðir ekki í fleiri klukkutíma....þú hlaupst um í marga klukkutíma.
Takk fyrir frábært þorrablótskvöld

06 febrúar, 2006 10:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim