sunnudagur, febrúar 26, 2006

sunnudagshugleiðing

það tók ekki langan tíma fyrir meirihluta Hugarróar að brjóta öll boð og bönn sem sett voru fyrir þessa helgi sem er að líða!!!! En mikið skemmtum við okkur nú vel........
Það var sem sagt smá skrall á skvísunum á föstudaginn en allt fór nú sakleysislega fram og þó við höfum nú sungið smá þá var ekkert dansað á húsgögnum í þetta skipti!!!

Við skelltum okkur í höfuðstaðinn á laugardag og ég kenndi þeim hinum hvernig maður sveiflar korti og hvar maður kaupir sultu!!!!
Hitti Fjólu frænku líka og hlakka til að hitta hana aftur og þá kannski í aðeins lengri tíma!

Í dag var svo ferðinni heitið í bónusgrísinn í hólminum því hér var ekkert nema bergmál í ísskápnum!!!

Í dag fékk ég líka "nýjan" hornsófa í stofuna hjá mér þannig að nú get ég:
a) verið með meira en einn sitjandi gest í stofunni hjá mér í einu
b) sofið í sófanum yfir fréttunum....hálsinn verður ánægður því hann hefur stundum verið slappur eftir að sofa í stólnum!!

Held það sé erfitt að toppa svona helgi sem hefur innihaldið:
1)gott veður
2)rómantík og daður
3)fallegan félagsskap
4)ómælda skemmtun
5)miklar framtíðarpælingar

ps) langt síðan ég hef hlegið eins mikið og þessa helgi....ég mæli með því!!!!!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert krúttlegasti unglingur sem ég get nokkurntíman eignast.

27 febrúar, 2006 10:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já hittingurinn verður að vara lengur næst, eins og þú sást elska ég að hitta Mögguna mína - yndisleg kona!!

27 febrúar, 2006 23:36  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim