mánudagur, febrúar 20, 2006

Helgin, lífið og tilveran

já nú er enn ein helgin liðin og eins og aðrar helgar í febrúar þá skellti ég mér í glaum og gleði......Það var Sylvíu Nætur stuðningspartý heima hjá konunni minni og þvílíka gleðin.... við vorum búin að læra dansinn og textann og umfram allt viðhorfið þannig að við lékum prinsessur allt kvöldið, nóttina og vel fram á morgun.

Heilsan var frekar því fremur slök þegar ég skrönglaðist fram úr rúminu á sunnudag og í fötin til að hjálpa eiginkonunni að keyra í Borgó til að skila húsmóðurorlofistanum (er þetta ekki orð????) í fang tilvonandi eiginmanns og glaðra barna og svo fórum við aftur heim í litla kósý þorpið okkar.

Það var tekin stjórnarákvörðun í Hugarró um að allt djamm væri látið eiga sig næstu helgi og ætlum við því frekar að rúlla til Reykjavíkur í smá dagsferð og horfa á menninguna.

Annars er lífið á fullu hjá mér eins og fleirum og allt að gerast bæði í skóla og vinnu - ég er dálítið pressuð í þessu núna þar sem vinnan og skólinn virðast vilja að allt gerist á sama tíma þannig að ég er búin að stytta nætursvefninn í bili.

Ég lifi á því að vissar dagsetningar nálgist því ég hef ímyndað mér að vissar dagsetningar þýði minna álag en það hefur ekki gerst enn ég trúi samt og treysti að 3. mars sé DAGURINN og að eftir það verði bara lognmolla og rólegheit í kringum mig. Rekur allaveganna ekki minni til að hafa samþykkt nein auka verkefni eftir þann tíma!!!!!!!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Svona hluti gerir maður einfaldlega ekki......og mundu það:)

20 febrúar, 2006 20:15  
Blogger VallaÓsk sagði...

elskan þetta voru 10 mínútur og ég er ekki ábyrg fyrir gjörðum mínum!!!!!

20 febrúar, 2006 20:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe, já mæli með því að þið komið í menninguna og spillið mér, ég er orðin alltof hrein eftir þetta Þóru Möggu-Leysi.

20 febrúar, 2006 20:55  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim