föstudagur, febrúar 03, 2006

Elsku Einar minn.

Viltu hætta að láta vonda fólkið í umferðinni keyra á þig, ég þoli ekki mikið meira stress við að bíða eftir fréttum af hvort þú hafir slasast.
Ég er SVO fegin að þú slasaðist ekki heldur alvarlega núna en finnst þér ekki að nú sé nóg komið?
Ég sit hérna og skelf og veit ekki hvað ég á að gera af mér, finnst að ég þurfi að gera eitthvað..... sem betur fer er mamma búin að hringja og láta mig vita að þú sért gangandi og í lagi þrátt fyrir lemstra sem fylgja svona árekstri.
Ég er svo þakklát fyrir að þú notir ALLTAF bílbelti því ég er viss um að þú værir ekki hér lengur annars.
Svo vil ég mælast til þess að þú fáir þér skriðdreka næst svo þú sért nú öruggur!!!!!!!

Þín systir Valgerður

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

elsku Valgerður, ég sit hér heima hjá mér eftir ferðalag kvöldsins, með hrikalegan hnút í maganum og mér er bæði heitt og kalt. Bíð eftir að heyra í löggunni okkar sem ætlar að nota búninginn sinn til að komast inn á slysó og hitta litla bróður sinn og fá nánari upplýsingar um brak og bresti. Það er fullkomlega ljóst eftir þetta kvöld að börnin mín eiga góða engla sem passa þau þegar á þarf að halda.xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

04 febrúar, 2006 00:10  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim