miðvikudagur, ágúst 30, 2006

reality check

maður byggist kannski við að einhver sem eyðir nánast öllum vakandi stundum með annan fótinn í netheimi hafi tíma til að blogga aðeins oftar...en nei það er ekki rétt

kennslan er komin á fullt....nfsn er komið af stað...

námið fer af stað á föstudag...er sem sagt að fara norður á fimmtudag eftir vinnu og verð þar um helgina

ég er að kenna mikið fram í október og þá kenni ég aðeins minna - er að kenna 26 klst á viku (16 klst er 100% vinna) en í byrjun október losna ég við 2 klst á viku og ég verð að viðurkenna að það kætir mig....sérstaklega af því að þetta er fyrsti tími á þriðjudögum og föstudögum þannig að ég fæ að lúra ögn lengur þá daga seinni hluta annar.

...búin að vera ástrík hjúkka í nokkra daga þar sem þóran mín er búin að veiða enn eina pestina...hjúkkuhæfileikar mínir felast reyndar bara í því að færa henni ab-drykki og súkkulaði og svo að láta hana hlægja aðeins...virðist samt virka því henni líður mun betur...

veit ekki hvað ég á að skrifa meira þannig við heyrumst seinna

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

örfréttir í löngu máli;o)

það er orðið nokkuð langt síðan ég skrifaði e-ð hér seinast...ég kenni því um að ég hef verið afskaplega upptekin við vinnu en sjálfsagt er alveg eins hægt að kenna leti um...

annars er ég búin að brillera í vinnu seinustu daga og hef sofið afskaplega lítið...as in 7 tímar á rúmum 2 sólarhringum....það er samt alltaf gaman að byrja í vinnunni

akkúrat núna er ég stödd í þingeyjarsýslu þar sem ég er með heilan kennarahóp í englafræðslu...eða e-ð svoleiðis

í dag talaði ég nánast non stop frá 9-16....spurning um að ég þurfi ekkert að tala um helgina eftir seinni hluta námskeiðs á morgun!!!!

um helgina ætla ég að hjálpa þórunni við matseld og auðvitað vinna því að blessuð vinnan minnkar ekkert þó maður taki að sér auka verkefni

laugardagur, ágúst 19, 2006

grænt og appelsínugult

fór í snilldarafmæli í gær og skemmti mér mjög vel þangað til að ég dreif mig heim um miðnætti gersamlega búin á því...eins og það var gaman að vera ég í gær þá hefur það ekki verið eins skemmtilegt það sem af er degi!!!!!! heilsan er samt öll að skríða saman núna og ég er kát með það

gisti sambýlinu í nr 10 í hafnarfirðinum en var fleygt þaðan út áðan og flutti mig hérna yfir á gistiheimilið í nr 14...

er að hugsa um að halda áfram að horfa á frænkuna iðnaðarmannast og eiginkonu okkar beggja vaska upp - lífið er ljúft!!!

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

high on life...

það er mikið að gerast um þessar mundir...ég er að fara á fund með þórunni minni á morgun kl 14 í reykjavík og annað kvöld er ég að fara í 30 ára afmæli...í næstu viku gæti verið að ég eldi ofan í einhverja útlendinga í nokkra daga áður en ég skelli mér norður á land....ég fer líka norður í vikunni þar á eftir...ég elska að vera busy!!!!!!!

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

home sweet home

það er gott að koma heim aftur....ljúft að sofa í eigin rúmi....enginn sturlaður köttur að veiða mann....

ég er algerlega ómöguleg húsmóðir þessa daganna...ég hef ekki enn tekið upp úr töskunni...ekki þvegið þvott...ekki gengið frá í eldhúsinu...ekki hent ruslpósti síðan í júní...ekki lagað til vikum saman....slysaðist til að ryksuga um daginn en gerði það örugglega illa...ískápurinn minn er átakanlega tómur eftir að ég henti klumpaðri mjólk, illa lyktandi trópí og svörtu hvítkáli áðan....

ég er algerlega orkulaus í dag....svaf fram eftir degi...sat og las í nokkrar klst...kíkti aðeins í vinnuna....sat í sólinni í smá tíma....svaf yfir sjónvarpinu frá hálf átta til ellefu....

hér er semsagt allt í rúst og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja til að koma þessu í lag...held samt að um leið og smá rútína komist á líf mitt þá muni þetta lagast....ég á 1 dag eftir af sumarfríinu mínu.....kennarafundur á fimmtudag....þarf nú samt að mæta fyrir hádegi á morgun og koma einhverju í verk...ætla í bíltúr með þórunni minni eftir hádegi....plata hana kannski til að stoppa í bónus í borgó og reyni að bæta stöðuna í ísskápnum....

ætli það sé ekki best að reyna að sofa e-ð svo ég hafi orku í að brosa á morgun....

sunnudagur, ágúst 13, 2006

bónorð, færeyskir ættingjar og ýmislegt annað skemmtilegt..

helgin sem er að vera liðin er búin að vera mjög skemmtileg...

ég kom í bæinn um kl 17 og það fyrsta sem ég gerði var að hitta þóruna og knúsa hana aðeins, síðan skelltum við okkur heim til fjólunnar og reittum meðal annars hárið hennar;o)

við þóra fylgdum fjólu í partý og skemmtum okkur og öllum viðstöddum með fræðandi sögum um heimsmálin....eða eitthvað svoleiðis
eftir að áfengið í partýinu var búið skelltum við okkur í bæinn og héldum áfram að skemmta okkur þar....mislengi þó (eigum í léttum ágreiningi um það hver skildi hvern eftir og hver yfirgaf gleðina fyrst)...enduðum samt allar í heljarinnar gleði í hafnarfirðinum snemma morguns ásamt nokkrum útvöldum og sváfum svo öll í einni kös í risasmáu íbúðinni hennar fjólu...

á laugardag vöknuðum við kát og andlega hress og eftir staðgóðan morgunmat skelltum við okkur niður í bæ til að horfa á hýra göngu...skemmtilegt........fórum svo á victor að borða....aðeins minna skemmtilegt....þreyta eftir lítinn svefn og ríkulegar veigar nóttina áður var örlítið farin að segja til sín og við sætu stelpurnar skelltum okkur í hafnarfjörðin með það að markmiði að slappa af restina af deginum...

ég ákvað þó að sleppa afslöppunninni fyrir skemmtilega kvöldstund með bróður mínum og unnustum bræðra minna og var þar þangað til eiginkona mín kom alveg brjál að reka mig heim að sofa;o)

í dag lenti ég í óvæntu ættarmóti með færeyskum ættingjum þórunnar og svo fórum við á rúntinn í dágóða stund áður en við fórum heim og horfðum á fjóluna elda snilldar kvöldverð fyrir okkur....

í fyrramálið þarf ég að vakna ýkt snemma og bruna upp í hálfsveitina og fylgja sæta frænda mínum í leikskólann því foreldrar hans nenna því ekki;o)


sem sagt mjög skemmtileg helgi að baki þar sem ég meðal annars hlaut bónorð sem ég tók með einu skilyrði:o)

laugardagur, ágúst 12, 2006

hallúú

í gær var ofboðslega gott að knúsa eiginkonuna enda hef ég ekki séð hana síðan fyrir verslunarmannahelgi...líka búin að knúsa Fjóluna og fullt af öðru fólki...

það sem af er helginni hefur gengið nokkuð vel....er búin að vera til fyrirmyndar að öllu leiti og hef auðvitað hagað mér afskaplega pent!!!!!

set inn nánari lýsingar seinna...kannski á morgun þegar ég ætti að vera að klára fyrirlesturinn fyrir mánudaginn

haldið áfram að skemmta ykkur vel eins og ég!!!!

föstudagur, ágúst 11, 2006

planið fyrir helgina

ég er að fara í smá heimsókn til hafnarfjarðar um helgina...ætla að heimsækja fallegu frænku mína og sætu eiginkonu okkar!!!!

verð í höfuðborginni fram yfir helgi þar sem ég er að fara á ráðstefnu á mánudaginn, hérna er dagskráin - ég er einmitt atriði á henni....mikið fyrir að vera dagskrárliður;o)

reikna með miklu fjöri í stelpnahöllinni um helgina...kannski við förum aðeins út að skoða sæta stráka?!!!!!


allaveganna þá vona ég að þið skemmtið ykkur því það ætla ég að gera!!!

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

hmmmm

ég hlakka svo til að byrja í vinnunni að ég get varla beðið...



í dag afrekaði ég svo sem ekkert stórkostlegt en ég kvittaði fyrir nettengingu hjá fjarverandi tónmenntakennara og setti gullfiskinn hennar í frysti....


ég er búin að lesa mikið seinustu daga og hélt því svo sannarlega áfram í dag...bókafíkillinn slapp líka aðeins út og keypti 2 nýjar bækur...



ég hlakka svo til að byrja í vinnunni að ég get varla beðið...

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

mánudagspistill

enn ein helgin er liðin og fyrsta vikan í ágúst búin...ég er ekki alveg viss um það hvert sumarið hefur farið....sumarfríið mitt er farið að styttast og ég er eiginlega farin að hlakka til að byrja í vinnunni á fullu...


ég ætlaði að vera heima hjá mér þessa helgi en á föstudagskvöld ákvað ég að skella mér til reykjavíkur svona til tilbreytingar...var orðin geðveik á því að hanga heima hjá mér eftir veikindi seinustu viku....

þegar ég kom til reykjavíkur á laugardeginum fór ég á gamlan vinnustað til að athuga hvort e-ð af "gamla" liðinu væri þar enn....alltaf athyglisvert að hitta gamla vinnufélaga...

ég rölti um bæinn og rakst á gamla kunningja(reykjavík er frekar lítill bær) síðan fór ég í bókabúð(fíkn) og í tónlistarbúð(líka fíkn) og keypti bæði bækur og geisladiska....

þegar ég var búin að fá mér að borða fór ég í bíó...það var mjög gaman...á leiðinni heim fór ég í smá útsýnisferð um breiðholt/árbæ (helvítis brýr sem er búið að troða alls staðar)


á sunnudeginum fór ég á annan gamlan vinnustað og fékk mér hádegismat....

....ætlaði svo aðeins að versla í kringlunni en rakst í staðinn á gamlan vinnufélaga...

átti "deit" við Zeljku í vinnunni hjá henni eftir hádegi....þetta var pottþétt hápunktur dagsins...langt síðan við hittumst og ég var búin að gleyma hversu hressandi hún er:o).......það er svo mikilvægt að þekkja fólk sem segir það sem því finnst....við rifjuðum upp gamla tíma af Oak og hlógum mikið....

á leiðinni heim kom ég við í svignaskarði og fékk kvöldmat...mömmumatur er alltaf góður....


þetta var helgin í hnotskurn

sunnudagur, ágúst 06, 2006

On the road again...;o)

ég skellti mér í smá ferð til Reykjavíkur að skoða mannlífið aðeins...fór í bíó og hitt fullt af skemmtilegu fólki....alltaf gaman að ganga um miðbæinn í góðu veðri

er að hugsa um að skella mér heim þar sem vinnan bíður og heimtar smá athygli...þarf að klára fyrirlestur fyrir miðvikudag...

...svo fer nú þetta sumarfrí mitt að styttast aðeins og það þýðir að ég verð að fara að huga að kennsluáætlunum...en ekki í dag

föstudagur, ágúst 04, 2006

sumarið er tíminn til að sakna

í byrjun ágúst á íslandi sakna ég þess alltaf að búa ekki í danmörku....það er e-ð við ljósið/myrkrið á kvöldin sem minnir mig á sumarkvöld í danmörku og þau eru yndisleg...

...að sitja úti með vinum og spjalla langt fram á nótt er alltaf gaman en hér á íslandi er alltaf bjart á sumrin...mér finnst huggulegt að hafa smá rökkur á kvöldin...það er miklu skemmtilegra að kveikja eld í útiarni ef það er rökkur til að njóta birtunnar og hitans frá eldinum...

...ég er með heimþrá...mig langar til danmerkur...ég hugsa að ég kíki aðeins til köben í október....



...næsta vor útskrifast ég frá ha og í útskriftargjöf ætla ég að gefa sjálfri mér langa ferð til danmerkur og þýskalands....ég er ekki búin að ákveða hvar ég byrja og þetta verður frekar óskipulögð ferð...ætla að hitta dagmar og mette annars er ekkert ákveðið...



...svaf yfir sjónvarpinu í allt kvöld þannig að núna er ég alls ekkert þreytt....

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

crazyyyyyy

var að tala við unglinginn minn og komst að því að henni finnst ég vera orðin geðveik...ég var að segja henni frá sumum af þeim hlutum sem ég hef verið að dunda mér við hérna í veikindum mínum svona til að fá tímann til að líða....

*ég hef horft á þýska tvshop (svo mikið að ég gæti sennilega orðið kynnir hjá þeim)
*ég hef farið inn á tvshop.com og borið saman hvað eru best seldu vörurnar eftir löndum
*ég skipulagði mína eigin jarðaför (manni líður ekki vel á öðrum sólarhring með 40°hita og geta ekki sofið eða borðað)
*ég er búin að horfa á dýfingar af 1 meters bretti og stúdera hvernig maður á að stökkva og lenda upp á stigagjöfina
*ég er búin að fylgjast með golfmóti
*ég er búin að fylgjast með hestaíþróttamóti
*ég er búin að ákveða allar máltíðir ársins (ég er orðin SVO DJÖFULLI SVÖNG)

þetta eru nokkur dæmi um það sem ég hef tekið mér fyrir hendur seinustu daga....hvað finnst ykkur???

Í dag hef ég "borðað"
*ca hálfan líter af vatni
*ca 3 dl af pepsi max
*1 bolla af heitu kakói
*ca 4 sopa af appelsíni

á morgun vonast ég til að geta borðað eitthvað sem þarf tyggja smá...stafasúpu eða e-ð svoleiðis




hei vitið þið að 1. ágúst var ár síðan ég borðaði nammi seinast!!!!!!!!!!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

fréttir úr sjávarþorpinu

líðanin í dag er mun betri en í gær..þe hitinn hefur lækkað mikið....hálsinn er enn mikið bólginn og sjálfskipað hungurverkfall heldur áfram!!!!

í nótt svaf ég mikið meira en seinustu nætur samanlagt og það var yndislegt!!!

í dag gafst ég upp á því að vera innan dyra og ákvað aðeins að spóka mig í sjávarþorpinu...fólki finnst almennt fyndið að ég sé hálfraddlaus:-(

nú er farið að styttast í verslunarmannahelgina og ég er aðeins farin að hugsa um hvað gera eigi...ég er ekki viss en sennilegast þykir mér að ég taki húsmóðirgírinn á þetta og taki heimili mitt í gegn...veitir ekki af því að koma reglu á ruslið hér!!!

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

fárveik en búin að finna upp nýja megrun!!!

já ég er alveg fárveik með mikinn hita og hrikalega hálsbólgu....ég hef nánast ekkert getað borðað síðan á sunnudaginn....það gengur illa að drekka en ég tek það á þrjóskunni þar sem ég veit að ég verð að drekka e-ð...

sem betur fer var þóran mín aðeins hressari en í gær þannig að hún kom hingað með dvd og við erum búnar að sitja og vorkenna hvor annari og vera virkilega ógeðsdrottningar, hrækjandi og snýtandi...skjálfandi úr kulda og hita til skiptis

...ég er reyndar frekar slæmur félagsskapur því ég hef sofið frekar lítið síðan á sunnudag og dett þess vegna reglulega út í smá stund....gæti örugglega sofnað standandi ef ég bara gæti andað almennilega!!!

er að hugsa um að hætta að væla í bili og reyna að blunda aðeins....tíminn líður hraðar þegar maður sefur (samt ekki þegar maður sefur bara 10 mínútur) og einhvern tíman hlýtur mér að batna þessi bölvaða pest!!!!

ps) fór til læknis í dag og fékk pensilín fyrir sýkta hálsinn minn....sem betur fer gat læknirinn fundið einhverjar töflur sem eru í venjulegri stærð þannig að ég hef sjens á því að taka þær