þriðjudagur, ágúst 01, 2006

fárveik en búin að finna upp nýja megrun!!!

já ég er alveg fárveik með mikinn hita og hrikalega hálsbólgu....ég hef nánast ekkert getað borðað síðan á sunnudaginn....það gengur illa að drekka en ég tek það á þrjóskunni þar sem ég veit að ég verð að drekka e-ð...

sem betur fer var þóran mín aðeins hressari en í gær þannig að hún kom hingað með dvd og við erum búnar að sitja og vorkenna hvor annari og vera virkilega ógeðsdrottningar, hrækjandi og snýtandi...skjálfandi úr kulda og hita til skiptis

...ég er reyndar frekar slæmur félagsskapur því ég hef sofið frekar lítið síðan á sunnudag og dett þess vegna reglulega út í smá stund....gæti örugglega sofnað standandi ef ég bara gæti andað almennilega!!!

er að hugsa um að hætta að væla í bili og reyna að blunda aðeins....tíminn líður hraðar þegar maður sefur (samt ekki þegar maður sefur bara 10 mínútur) og einhvern tíman hlýtur mér að batna þessi bölvaða pest!!!!

ps) fór til læknis í dag og fékk pensilín fyrir sýkta hálsinn minn....sem betur fer gat læknirinn fundið einhverjar töflur sem eru í venjulegri stærð þannig að ég hef sjens á því að taka þær

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Við vorum ógeðslegar en samt sjúklega sætar......eins og alltaf

02 ágúst, 2006 17:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vona að þér fari nú að batna mín kæra frænka, það má sko alltaf væla þegar mar er veikur - já og vera ekki smart.

Ég held að ég hafi náð smá af þessu frá ykkur, er búin að vera skelfilega þreytt seinustu daga og pirruð yfir því að sofa of mikið.

02 ágúst, 2006 18:44  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim