sunnudagur, ágúst 13, 2006

bónorð, færeyskir ættingjar og ýmislegt annað skemmtilegt..

helgin sem er að vera liðin er búin að vera mjög skemmtileg...

ég kom í bæinn um kl 17 og það fyrsta sem ég gerði var að hitta þóruna og knúsa hana aðeins, síðan skelltum við okkur heim til fjólunnar og reittum meðal annars hárið hennar;o)

við þóra fylgdum fjólu í partý og skemmtum okkur og öllum viðstöddum með fræðandi sögum um heimsmálin....eða eitthvað svoleiðis
eftir að áfengið í partýinu var búið skelltum við okkur í bæinn og héldum áfram að skemmta okkur þar....mislengi þó (eigum í léttum ágreiningi um það hver skildi hvern eftir og hver yfirgaf gleðina fyrst)...enduðum samt allar í heljarinnar gleði í hafnarfirðinum snemma morguns ásamt nokkrum útvöldum og sváfum svo öll í einni kös í risasmáu íbúðinni hennar fjólu...

á laugardag vöknuðum við kát og andlega hress og eftir staðgóðan morgunmat skelltum við okkur niður í bæ til að horfa á hýra göngu...skemmtilegt........fórum svo á victor að borða....aðeins minna skemmtilegt....þreyta eftir lítinn svefn og ríkulegar veigar nóttina áður var örlítið farin að segja til sín og við sætu stelpurnar skelltum okkur í hafnarfjörðin með það að markmiði að slappa af restina af deginum...

ég ákvað þó að sleppa afslöppunninni fyrir skemmtilega kvöldstund með bróður mínum og unnustum bræðra minna og var þar þangað til eiginkona mín kom alveg brjál að reka mig heim að sofa;o)

í dag lenti ég í óvæntu ættarmóti með færeyskum ættingjum þórunnar og svo fórum við á rúntinn í dágóða stund áður en við fórum heim og horfðum á fjóluna elda snilldar kvöldverð fyrir okkur....

í fyrramálið þarf ég að vakna ýkt snemma og bruna upp í hálfsveitina og fylgja sæta frænda mínum í leikskólann því foreldrar hans nenna því ekki;o)


sem sagt mjög skemmtileg helgi að baki þar sem ég meðal annars hlaut bónorð sem ég tók með einu skilyrði:o)

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir snilldar helgi vinkona góð og ef ég hefði ekki yfirgefið þig á undan þá hefðir þú yfirgefið mig á undan. Ég fór þó beinustu leið heim.....!!!!!!!!!!!

13 ágúst, 2006 21:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hmmm þú veist að ég er utan af landi og rata ekki alveg í reykjavíkinni;o) komst þó heim á endanum!!!

13 ágúst, 2006 21:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna mín kæra, alltaf velkomnar þ.e.a.s ef þið notið bara 2 blöð.

P.s takk fyrir klósettpappírinn, minnið og matinn.

13 ágúst, 2006 23:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hallú, jæja gott að þið skellibjöllur hafið skemmt ykkur vel í borg óttans.

En vildi bara láta vita að siðapostulinn er alveg að fara láta verða af því að nettengjast miklu miklu meira en hefur verið í sumar. Þurfum að fara láta verða af því að hafa hitting...

14 ágúst, 2006 19:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

við skemmtum okkur sko vel og vandlega!!!!

Gott að siðapostulinn fer að minnka kylfusveiflurnar því ég er sko komin með langan lista sem ég þarf að játa fyrir henni....þýðir ekki að siðapostulinn sé ekki með allt slúðrið á hreinu!!!

14 ágúst, 2006 23:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim