þriðjudagur, ágúst 08, 2006

mánudagspistill

enn ein helgin er liðin og fyrsta vikan í ágúst búin...ég er ekki alveg viss um það hvert sumarið hefur farið....sumarfríið mitt er farið að styttast og ég er eiginlega farin að hlakka til að byrja í vinnunni á fullu...


ég ætlaði að vera heima hjá mér þessa helgi en á föstudagskvöld ákvað ég að skella mér til reykjavíkur svona til tilbreytingar...var orðin geðveik á því að hanga heima hjá mér eftir veikindi seinustu viku....

þegar ég kom til reykjavíkur á laugardeginum fór ég á gamlan vinnustað til að athuga hvort e-ð af "gamla" liðinu væri þar enn....alltaf athyglisvert að hitta gamla vinnufélaga...

ég rölti um bæinn og rakst á gamla kunningja(reykjavík er frekar lítill bær) síðan fór ég í bókabúð(fíkn) og í tónlistarbúð(líka fíkn) og keypti bæði bækur og geisladiska....

þegar ég var búin að fá mér að borða fór ég í bíó...það var mjög gaman...á leiðinni heim fór ég í smá útsýnisferð um breiðholt/árbæ (helvítis brýr sem er búið að troða alls staðar)


á sunnudeginum fór ég á annan gamlan vinnustað og fékk mér hádegismat....

....ætlaði svo aðeins að versla í kringlunni en rakst í staðinn á gamlan vinnufélaga...

átti "deit" við Zeljku í vinnunni hjá henni eftir hádegi....þetta var pottþétt hápunktur dagsins...langt síðan við hittumst og ég var búin að gleyma hversu hressandi hún er:o).......það er svo mikilvægt að þekkja fólk sem segir það sem því finnst....við rifjuðum upp gamla tíma af Oak og hlógum mikið....

á leiðinni heim kom ég við í svignaskarði og fékk kvöldmat...mömmumatur er alltaf góður....


þetta var helgin í hnotskurn

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim