sunnudagur, apríl 30, 2006

heima á ný

ég er komin heim....það er gott

ég var rúmlega 8 tíma á leiðinni heim í dag....það var líka gott

ég er búin að ganga frá úr töskunum....það er súper gott - sérstaklega á morgun

þóran stundar saurlifnað í reykjavík þar sem hin konan hefur enga stjórn á henni....það er alls ekki gott



skrifa meira á morgun þegar ég verð búin að sofa aðeins og hef hugmyndaflugið í lagi....


ps) auðvitað stóð ég mig stór vel í dæmakennslunni í morgun....var við einhverju öðru að búast???

föstudagur, apríl 28, 2006

blahhh

ég skil ekki fólk.........ég þoli ekki að allir skuli ekki hugsa og haga sér eins og ég!!!!

annars er sól og blíða á Akureyri og ég ætla að fara í gönguferð á eftir - alein!!!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

she's alive...

ég hef ekki skrifað í nokkra daga.....það er ekki vegna þess að ég hafi ekkert að segja....ég veit bara ekki hvað ég á að segja;o)

ég er búin að hlusta á tónlist endalaust síðan seinast eins og við var að búast...

þóra hélt upp á afmælið sitt á laugardaginn og mér skilst að hún hafi verið svo athyglissjúk á tímabili við saklaust fólk að dagurinn verði ekki á dagatalinu næsta ár til að forðast endurtekningu....ég varð ekki vör við þessa athyglissýki því ég er rosa góð í að leiða stelpuna hjá mér þegar hún tekur frekjuköst;o) við verðum sko eins og tveir litlir krakkar stundum "náðu í þetta"........"nei náðu í þetta sjálf" osfrv...........við erum dúllur!!!!

sunnudagurinn fór svo í hlátur og hangs á kaffi þar sem maðurinn minn og þóra rifust og slógust um mig í nokkra klukkutíma...æi þau eru krútt bæði tvö en ég vildi stundum að þau myndu bara kveðast á um mig í stað þess að slást og rífast svona endalaust!!!!

á mánudaginn var fundur hjá hugarró og mættu allir meðlimirnir og töluðu um mikilvæg mál...enn hefur siðapostulinn ekki sett siðareglurnar á blað en það er allt í lagi þar sem hópurinn er upp til hópa siðsamur;o)

í dag fórum við konan svo í ræktina og svitnuðum vel....endurtökum það vonandi á morgun...

á fimmtudaginn er ég sennilega að fara norður....ég nenni ekki að vakna snemma á föstudag og keyra norður......þetta er seinasta skiptið á þessari önn sem ég fer þangað....er búin að ákveða að kíkja þangað í sumar líka því það er búið að vera endalaust snjór þar í vetur!!! gæti alveg hugsað mér að búa einhvern tíma á akureyri.........held þar sé allt til alls!!!

verð að fara að sofa því ég er svo hrikalega þreytt því eins og venjulega þá er ég búin að sofa allt of lítið seinustu daga...

knús og kossar og knús og kossar

laugardagur, apríl 22, 2006

að óhlýðnast beinni skipun...

haldið þið að stelpan sé ekki að stelast til að vera vakandi rúmlega 2 tímum eftir að hún lofaði Þóru mömmu að vera farin að sofa....þetta kemur bara til að góðu....ég er svo kát núna að ég svíf næstum á skýi...ég elska litlu bláu inspiron dúlluna mína og litla negrann minn!!!

ég hugsa að ég haldi áfram að vera kát allaveganna í nokkra daga...


á morgun (ehhem ég meina á eftir) ætlar Þóran mín að halda upp á afmælið sitt og býður klassastelpum (og strák) upp á mikla og góða skemmtun heima hjá sér!!! Hún er eitthvað að frekjast og heimtar að fá gjafirnar á morgun þó hún eigi ekki afmæli fyrr en á sunnudaginn....er þetta ekki helber frekja???

í dag var ég að vinna í 1 klst og svo var ég aðeins að skipuleggja mig...þegar því var lokið fórum við Þóra í smá bíltúr á blómsturvelli og keyptum okkur belti og kerti....svo fórum við til baka og kíktum á kaffi og hlógum og spjölluðum við gesti og gangandi....maðurinn minn er kominn heim aftur Þóru til mikillar ánægju....síðan fórum við heim til Þóru og hlógum og spjölluðum og hlógum aðeins meira áður en við fórum út á kaffi og fengum okkur grænt te fyrir svefninn....svo kom ég heim og ætlaði í alvörunni að fara að sofa en það tafðist aðeins...en ætli það sé ekki best að fara að lúra aðeins svo ég verði ekki úrill í afmælisgleðinni hjá ástkærri konu minni því ekki má ég verða henni til skammar fyrir framan hina konuna og vinina!!!

föstudagur, apríl 21, 2006

sumarið er tíminn...

...til að vera í fríi
...til að hanga með vinum sínum
...til að lesa bækur
...til að fá brjálæðislegar hugmyndir
...til að framkvæma
...til að elska
...til að vera elskaður
...til að vaka á nóttunni
...til að sofa á daginn
...til að ferðast
...til að hlægja
...til að borða góðan mat
...til að þykja vænt um vini sína
...til að gleðjast
...til að kynnast nýju fólki
...til að hitta gamla kunningja

ég elska sumarið og hlakka til að það fari að sýna sig meira....í dag var reyndar mjög gott veður alveg þangað til það var ekki lengur svo gott

...ég eldaði af miklum dugnaði lambasteik í kvöldmat og er ekki frá því að þetta hafi verið besta máltíð vikunnar...ég er einfaldlega snillingur í eldhúsinu

Gleðilegt sumar öll sömul og vonandi fenguð þið eins fallega sumargjöf og ég!!!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

haha þá vitið þið það

hahahahahahahahaha ég er bara unglingur!!!!

You Are 23 Years Old


Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

aha

vá hvað pirringur getur verið gott meðal gegn syfju.......

myndi bölva aðeins en það virðist fara fyrir brjóstið á fólki þegar jafn pen ung stúlka eins og ég nota svona ópen orð

lítið að frétta úr páskafríinu....eða sko allaveganna fátt gerst sem hæfir netbirtingu;o)

á morgun er líka frí og það er vel.....

sunnudagur, apríl 16, 2006

lífið um þessar mundir

fríið er búið að vera gott so far og ég er bara að njóta þess að gera ekki neitt....er reyndar búin að fara á þrjú böll á viku þannig að það er búið að vera mikið að gera;o) er líka búin að lesa og ráfa um á netinu og horfa á sætar myndir á dvd...allt þetta sem gerir lífið skemmtilegt!!

í gær var hörkuball hér í sjávarplássinu...það var stuð alveg þangað til söngvarinn var rotaður;o) hann reyndar hresstist eftir smá umhyggju frá starfsfólkinu og þá hélt ballið áfram....einhver áframhaldandi æsingur var í sumum þarna en sem betur fer áttu flest slagsmálin sér stað fyrir utan staðinn þannig að við hin gátum skemmt okkur innandyra.

í dag fékk ég umsögn um verkefni og hún var MJÖG góð og mér bent á að endurskrifa verkefnið og senda það í tímarit tungumálakennara....er ekki viss um að ég geri það en hrósið er samt gott!!

ég er eins og alltaf búin að snúa sólarhringnum við þannig að ég vaki langt fram eftir nóttu og sef fram yfir hádegi...ekki sniðugt en svona er ég!!!

föstudagur, apríl 14, 2006

smá ljóð

Ógurlegur hraði
allt æddi á móti honum
nálgaðist svo hratt
hann reyndi að snúa sér
lenda mjúklega
mistókst hræðilega
Ógurlegur sársauki
nísti líkama hans
mölbrotin bein
stungust gegnum húðina
blóðið seytlaði
úr sárunum
rautt mistur
það eina sem hann sá
gat ekki hreyft sig
var lamaður
af sársauka
hann grét beiskum tárum
þetta átti ekki að fara svona
átti að vera svo auðvelt
hin fullkomna lausn

miðvikudagur, apríl 12, 2006

dagurinn í dag

hér sit ég eins og góðu nördi sæmir með kveikt á tveimur tölvum og er að vinna mismunandi hluti í báðum....
....í dag tengdi ég nýja ráderinn minn sem ég fékk í gær og það gekk svona líka vel...núna get ég vpn-tengst vinnunni og þar með komist inn á öll gögn sem eru geymd á sörvernum í vinnunni....fyrir ykkur sem kunnið minna í nördísku en ég þá þýðir þetta að ég get beintengst skólanetinu og komist í gögn sem eru geymd á því neti aðeins fyrir notkun innan netsins(í skólanum)....af þessu eru mikil hagræðing fyrir mig því þá get ég setið hérna heima og gert allt sem ég þarf að gera í stað þess að þurfa að hlaupa yfir götuna....á reyndar eftir að sjá hvort ég get prentað út héðan!!!! úhh eitthvað að gera á morgun!!!!;o)

það að ég gat tengt netið sjálf bjargaði í raun sjálfstraustinu í dag því ég er búin að vera að berjast við erfiðan ipod síðan í gær...önnur tölvan segir að það sé eitthvað að hjá sér og biður mig um að keyra chkdsk (skanna tölvuna gegn villum á disk) en vill samt meina að það séu engar villur þegar ég keyri skannið á c-drifi....ég skil ekki....hin tölvan segir ekki neitt en finnur ekki ipodinn inni í itunes....ég er búin að gera gersamlega allt sem mér dettur í hug nema henda tölvunum í gólfið og stappa á þeim....ef einhver ykkar sem þetta les er tölvunörd þá yrði ég afskaplega glöð ef þið gætuð sagt mér hvað ég get gert....EKKI SPURJA MIG HVORT ÉG HAFI PRUFAÐ AÐ TAKA IPODINN ÚR SAMBANDI VIÐ TÖLVUNA OG SETJA Í SAMBAND AFTUR....ÉG ER EKKI STÚBIT ÞAÐ VAR SKO ÞAÐ FYRSTA SEM ÉG GERÐI...og vinsamlega ekki segja mér að spyrja þá hjá apple ráða því þeir vita ekki hálft!!!!

annars er ég nokkuð sátt við daginn...fór í ræktina með þórunni minni í dag og púlaði vel....fór á fund og er léttari í þessari viku en í seinustu viku....er svo búin að sitja úti á kaffi í allt kvöld og spjalla um heima og geyma við þóru og alla aðra sem þar voru

á morgun er svo stefnt á það að sofa út.....fara í ræktina kl 13......fara í bónus eftir ræktina....lax í kvöldmat...kósí kvöld....allir sem hafa áhuga endilega mæta:o)

fór sem sagt til reykjavíkur í gær og keypti fullt af dóti....þar á meðal appleruslið sem virkar ekki...annars þá fór ég nú helst til að láta gleraugnalækninn minn stilla sólgleraugun mín sem voru pínu vanstillt þegar ég fékk þau um daginn....ég eyddi dágóðum tíma í símabúð og fékk meðal annars símavini (þóru möggu og mömmu!!) og ódýrari nettengingu með meira niðurhali - gott mál!!!

jæja klukkan að verða margt og ég verð að nota smá tíma áður en ég fer að sofa til að læra fleiri orð í nördísku....ég stefni á að verða fullblown nörd með haustinu þannig að ég verð að læra tungumálið...lærði líka í gær hvað cmt var en helvítis ipodinn virkar samt ekki!!!!!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

verð bara að segja það.....

ANDSKOTANS HELVÍTIS HELVÍTI
ARGASTA HELVÍTIS DRULLA
DJÖFULSINS!!!!!!!!!!!!!!

farin að sofa gersamlega sjóðandi brjáluð og nenni sko ekki að vakna á morgun....

GAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGG

sunnudagur, apríl 09, 2006

helgarádeilan

þá er helgin að verða búin og það gleður mitt litla sæta hjata að þurfa ekki að vakna í vinnuna á morgun...hef samt ekki hátt um það þar sem konan fer ekki í páskafrí fyrr en á miðvikudaginn...greyið litla alltaf vinnandi...... ég er nú samt að hugsa um að skella mér til reykjavíkur á morgun í dagsferð bara til að hafa eitthvað að gera;o)

annars gengur lífið ágætlega hér í sjávarplássinu þrátt fyrir að hér sé rigning í dag!! mér finnst rigningin góð því hún þýðir að það sé ekki frost á meðan!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

við þóra erum búnar að taka lífinu rólega seinustu vikur og ákváðum að verðlauna okkur fyrir það í gærkvöldi.....
.......veit ekki alveg hvort þetta voru nógu vel heppnuð verðlaun því kvöldið var í hæsta máta furðulegt.....enn og aftur skil ég af hverju mér finnst gott að búa í stórborgum og vera nafnlaus í fjöldanum...það er þægilegt að geta farið allra sinna ferða án þess að augu allta elti þig og spái í því hvað sé nú verið að fara að gera....það er ótrúlega þreytandi að lenda í því að sitja með fólki sem þekkist að fornu fari og talar ekki um neitt nema forna frægð og útilokar mann þar með úr samræðunum þar sem maður er ekki inbread.....ég er kannski bara svona athyglissjúk og skrítin en þegar ég hitti fólk þá reyni ég að finna umræðuefni sem allir skilja (jafnvel þó það sé bara veðrið) en svona eru víst ekki allir....skítt með það við þóra skemmtum okkur vel með fallegum sögum um stálið og bómullina og sorglegum sögum um menn sem enduðu líf sitt undir fótum kengúru.....
.....eftir smá heimsókn í heimahús fórum við á ball á kaffi og hlustuðum á hljómsveitina seinasta séns spila og syngja og sungum með og skemmtum okkur ágætlega þrátt fyrir allt...

í dag erum við búnar að sitja heima hjá þóru og slúðra....sitja úti á kaffi og slúðra.....sitja heima hjá mér og slúðra....svo erum við nú líka búnar að borða og slúðra...

knús og kossar til ykkar allra sem eigið það skilið

föstudagur, apríl 07, 2006

dásamlegt að þurfa ekki að gera neitt

...heitur matur....jón oddur og jón bjarni í sjónvarpinu...gleraugu með móðuvernd...tölvan í gangi...þvotturinn orðinn hreinn....það er ekki mikið sem þarf til að gleðja mig....dásamlegt að vera komin í páskafrí

í kvöld er stefnan tekin á idol-úrslit og pizza og á morgun er ball...dásamlegt líf

konan mín kemur eftir smá stund að ná í mig þannig að það er best að fara að hengja upp þvott

Påskeferie.....

Enn ein vinnuvikan búin.....eftir 30 mín eða þar um bil er ég komin í páskafrí....ágætt að fá smá frí sem verður óspart nýtt til að sofa út.....annars þarf ég að gera tvö verkefni fyrir HA og fara yfir fullt af verkefnum í FSN þannig að það verður nóg að gera....

Ég byrjaði daginn í dag á því að fara í ræktina....hef aldrei farið í ræktina fyrir hádegi áður hvað þá fyrir vinnu....ágætt svona að svitna eins og svín (svitna svín ekki annars??) og skella sér svo í sturtu og svo í vinnuna....það besta við þetta allt er að ræktin er í vinnunni þannig að það er stutt að fara....

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa hérna meira í bili en kannski ég fái einhverjar góðar hugmyndir eftir að ég byrja í páskafríi................

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Þá vitið þið það

How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 100

You will die in a freak accident involving Ryan Seacrest

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis

mánudagur, apríl 03, 2006

ástin er undarleg

ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa......

....fín helgi að baki og seinasta vika fyrir páskafrí er hafin.....

á föstudeginum fór ég í stykkishólm og keypti í matinn....líka eina bók og eitthvað óvænt (þriðjudagur á morgun þóra) og líka eitt pils!!!!

að öðru leyti eyddi ég föstudeginum í að lesa í bókinni og hengja upp þvott.....

á laugardeginum skrapp ég á hellissand og keypti 2 boli og annars sat ég á kaffi og las í bókinni....

á sunnudeginum hékk ég á kaffi og kláraði bókina....fór svo heim og eldaði fyrir konuna mína sem var að koma úr hættuför frá reykjavík....þær ásdís keyrðu víst allan hvalfjörðinn og skoðuðu landið aðeins;o).....þannig að eins og góðri konu sæmir var ég tilbúin með matinn um leið og þær renndu í hlað....

þannig að ég er nokkuð sátt við helgina og hrikalega fegin að eiga svona rólega og góða helgi

í dag ætlaði svo hugarró að hittast en eitthvað beilaði siðapostulinn á því.....þannig að við þóra sátum þar í dálítinn tíma og spjölluðum við manninn minn...eða sko ég og hann gerðum grín af þóru eins og alltaf....alltaf nema þegar þau kalla mig ógeð með apahjarta og svínslungu...snöft snöft.....
.... ég elska þau bæði en hana aðeins meira.....plís ekki segja honum það;o)


jæja best að hætta þessu bulli og skella sér í að horfa á csi

sunnudagur, apríl 02, 2006

Nýjar myndir

Ég var að bæta inn fullt af nýjum myndum í Albúmið mitt sem er linkur á hérna til hliðar...kíkið endilega...hef ekki sett inn myndir síðan fyrir jól þannig að sumar myndirnar eru gamlar...Setti allar myndirnar í möppuna "Nýjar myndir"...færi þær í rétt albúm við tækifæri!