sunnudagur, apríl 09, 2006

helgarádeilan

þá er helgin að verða búin og það gleður mitt litla sæta hjata að þurfa ekki að vakna í vinnuna á morgun...hef samt ekki hátt um það þar sem konan fer ekki í páskafrí fyrr en á miðvikudaginn...greyið litla alltaf vinnandi...... ég er nú samt að hugsa um að skella mér til reykjavíkur á morgun í dagsferð bara til að hafa eitthvað að gera;o)

annars gengur lífið ágætlega hér í sjávarplássinu þrátt fyrir að hér sé rigning í dag!! mér finnst rigningin góð því hún þýðir að það sé ekki frost á meðan!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

við þóra erum búnar að taka lífinu rólega seinustu vikur og ákváðum að verðlauna okkur fyrir það í gærkvöldi.....
.......veit ekki alveg hvort þetta voru nógu vel heppnuð verðlaun því kvöldið var í hæsta máta furðulegt.....enn og aftur skil ég af hverju mér finnst gott að búa í stórborgum og vera nafnlaus í fjöldanum...það er þægilegt að geta farið allra sinna ferða án þess að augu allta elti þig og spái í því hvað sé nú verið að fara að gera....það er ótrúlega þreytandi að lenda í því að sitja með fólki sem þekkist að fornu fari og talar ekki um neitt nema forna frægð og útilokar mann þar með úr samræðunum þar sem maður er ekki inbread.....ég er kannski bara svona athyglissjúk og skrítin en þegar ég hitti fólk þá reyni ég að finna umræðuefni sem allir skilja (jafnvel þó það sé bara veðrið) en svona eru víst ekki allir....skítt með það við þóra skemmtum okkur vel með fallegum sögum um stálið og bómullina og sorglegum sögum um menn sem enduðu líf sitt undir fótum kengúru.....
.....eftir smá heimsókn í heimahús fórum við á ball á kaffi og hlustuðum á hljómsveitina seinasta séns spila og syngja og sungum með og skemmtum okkur ágætlega þrátt fyrir allt...

í dag erum við búnar að sitja heima hjá þóru og slúðra....sitja úti á kaffi og slúðra.....sitja heima hjá mér og slúðra....svo erum við nú líka búnar að borða og slúðra...

knús og kossar til ykkar allra sem eigið það skilið

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim