föstudagur, apríl 07, 2006

Påskeferie.....

Enn ein vinnuvikan búin.....eftir 30 mín eða þar um bil er ég komin í páskafrí....ágætt að fá smá frí sem verður óspart nýtt til að sofa út.....annars þarf ég að gera tvö verkefni fyrir HA og fara yfir fullt af verkefnum í FSN þannig að það verður nóg að gera....

Ég byrjaði daginn í dag á því að fara í ræktina....hef aldrei farið í ræktina fyrir hádegi áður hvað þá fyrir vinnu....ágætt svona að svitna eins og svín (svitna svín ekki annars??) og skella sér svo í sturtu og svo í vinnuna....það besta við þetta allt er að ræktin er í vinnunni þannig að það er stutt að fara....

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa hérna meira í bili en kannski ég fái einhverjar góðar hugmyndir eftir að ég byrja í páskafríi................

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Velkonin í samskonar frí og ég, ég er að spá í hvort kalla megi páskafrí þeirra sem þurfa að vinna "hinsegin frí" samanber "hinsegin fræði" í háskólanámi. En ég er búin að panta tíma hjá lækni fyrir þig, ég meina ræktin fyrir vinnu, er ekki allt í lagi þarna í sjávarlyktinni!!!!!!!!!!!!!
(auðvitað er þetta bara heilber öfundsýki hjá mér sem nenni helst engu!!)

07 apríl, 2006 11:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég öfunda ykkur, páskafrí er eitthvað sem maður fær ekki í minni vinnu. Og ef það eru vaktafrí eru þau óspart nýtt til að fá einhverjar pestar. Spáðu í þessu, 3 vírusar, eyrnabólga/rör, hvef, flensan,endalaus hiti, stíflaðar ennis- og kinnbeinsholur og mislingabróðir. hvað er hægt að byðja um meira á því litla sem er liðið af árinu. Væri örugglega hraustari ef sjáfarloft væri í kringum hann. Heyrumst og sjáumst vonandi í fríinu.

07 apríl, 2006 13:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já sjávarloftiðð er dásamlegt og hér eru sko ekki biðlistar á leikskóla....litli kúturinn...vonandi fer honum að batna!!!

07 apríl, 2006 13:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim