sunnudagur, apríl 16, 2006

lífið um þessar mundir

fríið er búið að vera gott so far og ég er bara að njóta þess að gera ekki neitt....er reyndar búin að fara á þrjú böll á viku þannig að það er búið að vera mikið að gera;o) er líka búin að lesa og ráfa um á netinu og horfa á sætar myndir á dvd...allt þetta sem gerir lífið skemmtilegt!!

í gær var hörkuball hér í sjávarplássinu...það var stuð alveg þangað til söngvarinn var rotaður;o) hann reyndar hresstist eftir smá umhyggju frá starfsfólkinu og þá hélt ballið áfram....einhver áframhaldandi æsingur var í sumum þarna en sem betur fer áttu flest slagsmálin sér stað fyrir utan staðinn þannig að við hin gátum skemmt okkur innandyra.

í dag fékk ég umsögn um verkefni og hún var MJÖG góð og mér bent á að endurskrifa verkefnið og senda það í tímarit tungumálakennara....er ekki viss um að ég geri það en hrósið er samt gott!!

ég er eins og alltaf búin að snúa sólarhringnum við þannig að ég vaki langt fram eftir nóttu og sef fram yfir hádegi...ekki sniðugt en svona er ég!!!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

HÆ skvís og takk fyrir frábært ball...

16 apríl, 2006 10:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

takk fyrir innlitið í dag. Alltaf gaman að sjá þig og núna man ég að ég ætlaði að notfæra mér nordinn í þér. jamm það er svona með teflon-heilann ekki loðir við!!!!!

16 apríl, 2006 23:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég ætlaði líka að nýta mér þvottaaðstöðuna hjá þér en gleymdi þvottinum heima og mundi ekki eftir honum fyrr en ég kom heim aftur....teflon!!!

17 apríl, 2006 04:21  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim