föstudagur, júní 30, 2006

Ofnæmisprinsessa á sterum

ég hef þjáðst mikið af ofnæmi seinustu vikur....hef eiginlega ekkert gert í því vegna þess að ég er haldin frestunaráráttu og ég ímynda mér alltaf að þetta verði betra á morgun....í gær var ég svo slæm að ég pantaði loksins læknatíma....nú er ég komin heim nokkrum þúsundköllum fátækari en á þetta líka fína úðadót sem er uppfullt af sterum og ilmar eins og blómin sem ég er með ofnæmi fyrir...vonandi hætti ég að hnerra og þarf ekki að snýta mér á 30 sekúnda fresti...

ég var búin að ákveða að slá óræktina í garðinum í dag....auðvitað ákváðu veðurguðirnir að hjálpa mér að slá því á frest með því að láta rigna í dag....ég er að hugsa um að baka brauð núna og athuga svo slátturveðrið á eftir....það er orðið bráðnauðsynlegt að hemja grasið þarna úti því annars villist ég næst þegar ég fer að hengja upp þvott....

í gær dreif ég mig úr borg óttans og skellti mér hérna í sjávarloftið sem ku vera svo heilnæmt....hitti konuna mína í hádegismat og svo ákvað hún að drífa sig í borgina þar sem hún þykist hafa e-ð merkilegt að gera;o).....ég passa köttinn og treð hann fullan af mat svo hún geti haldið áfram að leggja hann í einelti vegna holdafarsins....

áður en ég yfirgaf grafarholtið í gær varð ég að klæða prinsinn því mæður eru ekki alltaf það besta:o)....mér tókst að koma barninu í föt þrátt fyrir óþekkan hægri fót....áður en ég skellti mér í sveitina kom ég við í skífunni og keypti miða á tónleika með Nick Cave!!!:oD

miðvikudagur, júní 28, 2006

miðvikudagspistillinn

...núna sit ég á hressó og ráfa um netið....í kvöld ætla ég að vera ábyrg og gæta barns og bús fyrir löggurnar...á morgun ætla ég að kaupa miða á tónleika og svo skella mér heim í sveitarómantíkina...

...í gær byrjaði ég á því að fara í smáralindina og fata mig upp....gaman gaman...svo fór ég og heimsótti sætan frænda og mömmu hans sem er líka sæt...það var gaman að sjá þennan litla kút sem vildi samt ekkert með mig hafa og setti bara upp skeifu á mig:-/

...aðeins seinna hitti ég jónu og við kíktum út að borða...alltaf gaman að spjalla við jónu...það var gott veður í reykjavíkinni og þá er alltaf gott að vera þar!!

...í dag er veðrið í reykjavíkinni gott og ég er að reyna að hemja mig í að fara og eyða meiri peningum....veit um góða skóbúð sem ég heyri kalla á mig....vantar samt ekki skó...hver veit hvernig þetta endar....

þriðjudagur, júní 27, 2006

mánudagur til mæðu....ó nei

er enn í reykjavíkinni og líður stórvel....veðurpönntun mín virðist að vísu eitthvað hafa týnst en ég er fullviss um að morgundagurinn verði skemmtilegri veðurfarslega séð!!!!!

í gær gætti ég barna þar til forráðamenn skreyddust fram úr upp úr hádegi og þá skellti ég mér í afmælisgjafa versling með guðrúnu...vorum aðeins sendar á milli staða en að lokum í allt annarri búð fann hún það sem hún vildi....það sem maður á að læra af þessu er að hlusta aldrei á afgreiðslufólk því það hefur greinilega ekki hugmynd!!!!

eftir smá private verslunarferð og smá netráp skellti ég mér í barnahjörðina aftur og þar sem það var afmælisveisla í gangi fékk ég líka dýrindis veitingar......fell alltaf fyrir góðum mat þannig að ég samþykkti að vera barnagætari (fallegt orð!!!!) aftur aðfaranótt fimmtudags

í dag fór ég aðeins að versla...mikið verður veskið mitt fegið að komast í sjávarplássið aftur á fimmtudaginn...svo fór ég og hitti guðrúnu aftur í smá phase10 einvíki, því lauk með jafntefli...spil sem eru ekki kláruð teljast ekki með;o) eða hvað????

kom svo hingað í hálfsveitina og fékk grillafganga og sat svo í nokkra klst og skrifaði fyrsta kaflann í ævisögu minni....

á morgun ætla ég að heimsækja lítinn frænda til að athuga hvort hann er ekki örugglega sætur og skemmtilegur og svo ætla ég að hitta jónu gömlu og slúðra aðeins með henni:oD

farið þið vel með ykkur, kkk (kveðjur með knúsi og kossi) MOI

laugardagur, júní 24, 2006

laugardagur í borg óttans

er núna stödd í reykjavíkinn....sveitafélagslega séð en landfræðilega er ég eiginlega í uppsveitum borgarfjarðar;o) er semsagt í grafarholtinu í heimsókn hjá löggufjölskyldunni...akkúrat núna eru foreldrarnir í vinnu þannig að ég gæti bús og barna.....3 börn og mér er treyst fyrir þeim??? reynda eru börnin öll steinsofandi þannig að það er svo sem ekki erfitt að vera ég akkúrat núna!:oD

ég er ótrúlega stolt af mér að ég rataði hingað alveg sjálf en það var líka plásturinn sem vantaði á sært egóið eftir að hafa villst aðeins í hringbrautar/miklubrautar breytingum:o(

ég hefði reyndar ekki ratað hingað nema því að ég lenti í partýi hér í sömu götu þegar við vorum í húsmæðraorlofinu þannig að ég var búin að sjá leiðina:o)

hitti þóruna mína í dag eftir langt hlé og auðvitað blöðruðum við út í eitt enda málglaðar stúlkur með mikið að segja!!! við röltum aðeins um eftir hádegismatinn og ég náði að kaupa útskriftargjöf fyrir doppuna mína sem var að útskrifast í dag

ég skellti mér svo hingað út á land til að hitta skæruliðann hann frænda minn og systur hans svo forráðamaðurinn gæti farið aðeins að heiman, þegar ég var búin að leika mary poppins í smá tíma (tók að vísu ekki meðalalagið en var súper dúper jákvæð) skellti ég mér í útskriftargleði hjá doppunni og það var gaman - mig langar í skóla...ég er í skóla en mig langar meira í skóla!!!!


hér í reykjavíkinni sem og á landsbyggðinni er búið að vera dásamlegt veður og ég er búin að panta áframhaldandi svona....sjáum til hvort pöntunin verði rétt afgreidd

verð í reykjavíkinni í nokkra daga þannig að ef einhver hefur þörf fyrir að hitta mig þá er bara að slá á þráðinn og sérstaklega ef þessi einhver langar í Phase10

knús og kossar og kátar kveðjur

föstudagur, júní 23, 2006

dagurinn í dag

vaknaði eldsnemma í morgun og skellti mér í borgarfjörðinn þar sem ég hjálpaði til við að yfirfara bústaði svo þeir væru nú örugglega tilbúnir undir nýja holskeflu sumarleyfisgesta!! - ykkur að segja þá geta sumarleyfisgestir verið subbur!!!!

það tekur á að vinna svona eftir sumarfrí í marga daga;o) er að hugsa um að fara að kúra til að safna orku:o)

á morgun er ég á leiðinni í ómenninguna í borg óttans og ég hlakka mikið til!!!

heyrumst við tækifæri....knús og kossar

fimmtudagur, júní 22, 2006

Update...

ég fann gamlar dagbækur/minnisbækur í kassa í kvöld og ég er búin að liggja í kasti yfir þeim...mikið af þessu er skrifað þegar ég var í Danmörku og ég er GERSAMLEGA óskrifandi á íslensku þegar ég hugsa á dönsku dagsdaglega...

.....ef það er einhver þarna úti sem á bréf frá mér - nennið þið að brenna þau án þess að lesa þau því ég get sko ekki orðið einvaldur vitandi af svona illa skrifuðum bréfum þarna úti......ef þið brennið þau ekki núna þá mun ég láta skera úr ykkur tunguna þegar ég er orðin einvaldur!!!!!!

...ég er hætt að fara í sund í bili...því miður...ég á í smá vandamáli með augað mitt...AFTUR...og ég þori ekki að hætta á að fá sýkingu aftur og þó sundlaugar séu fullar af klór þá er mikil hætta á augnsýkingum ef maður er veikur fyrir þeim....augnlæknirinn minn er í fríi þangað til á föstudag þannig að ég bíð "þolinmóð" þangað til:o)

....asnaðist til að segja já við meiri vinnu í vetur....ég er komin í þá stöðu að vera komin í MIKLA vinnu....hefur einhver heyrt þetta áður????? Ég hef nokkrar áhyggjur af því að ég eigi eftir að mæta í vinnuna í ágúst og koma aftur heim í desember....

...í dag samþykkti ég að taka að mér fósturbarn í ca 2 vikur mánaðarmótin sept/okt.....það gæti orðið spennandi ef af því verður.....hún hefur ekki búið hjá mér síðan 2000 þegar hún lagði íbúðina mína á Seyðisfirði í rúst reglulega

...var ég búin að minnast á að unglingurinn minn er farinn til Sverige og verður þangað til í byrjun júlí...eða eitthvað...ég held hún ætli að vera í 3 vikur....vá hvað ég er slæmt foreldri að hafa svona hluti ekki á hreinu....þess vegna á unglingurinn fleiri foreldra - til að hugsa um svona mál;o)


jæja ætli það sé ekki kominn tími á að hætta þessu rugli og halda áfram að lesa um líf mitt í "gamla daga" ;o)

mánudagur, júní 19, 2006

hmm dagur að kveldi kominn....

Í dag var ég frekar dugleg....

....ég vaskaði upp og eldaði/borðaði allar máltíðir dagsins heima hjá mér....þetta er mikil framför og hefur sennilega ekki gerst síðan um miðjan maí...jeps það viðurkennist að sumarfrí hefur ekki góð áhrifa á húsmóðurina innra með mér!!!

....ég fór líka í smá heimsókn til Tomma Tómasar því móðir hans hefur enn og aftur yfirgefið hann....ég er samt fegin að hún Þóra mín á bara þennan kisa því ekki myndi ég vilja passa börnin hennar þegar hún færi e-ð.....hún myndi nú líka sennilegast finna einhvern ábyrgari en mig til að gæta barna:o)


Doppa vinkona mín er búin að vera áberandi í fjölmiðlum í dag að kynna mastersverkefnið sitt sem fjallar um jafnrétti og það hvernig hugmyndafræði kvenfrelsisbaráttunnar hefur þróast frá 1970 - Doppa er uppáhaldsfemínistinn minn!!! svo er hún líka virkilega töff stelpa sem hefur skemmtilegar skoðanir.

Talandi um kvenfrelsi og réttindabaráttu...í dag er jú kvenréttindadagurinn...91 ár er síðan fyrstu konurnar hér fengu kosningarétt....að þessu tilefni fór fréttamaður frá nfs í kringluna og spurði fólk að því hvaða merkingu dagurinn hefði í huga fólks....eftir að hafa horft á þetta vil ég bara segja eitt:

skammist ykkar unga fólk sem haldið að ekkert skipti máli en rassgatið á ykkur sjálfum!!!!! og sérstaklega ungar konur - hvers vegna haldið þið að þið hafið það svona gott??? Það er vegna þess að formæður okkar nenntu að berjast fyrir réttindum sér til handa....reynið amk að sýna baráttu þeirra smá virðingu!!!! þið vilduð kannski bara vera heima og ala upp börn, fá vasapening frá eiginmönnum ykkar og hafa ekkert að segja um það sem gerist í samfélaginu??? - urr ég verð reið þegar ég hugsa um þetta


jæja best að fara að horfa á csi

Sól sól skín á mig

sólin sá sér fært að mæta hingað í sjávarplássið í morgun þannig að það var ljúft að fara í sund!!! Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér þegar það er ekki rok og rigning í sundlauginni....

Bætti inn smá mynd hér til hliðar í tilefni dagsins....

föstudagur, júní 16, 2006

föstudagspistill

Það er kominn föstudagur og komnir nokkrir dagar frá seinasta bloggi - þetta helgast af því að ég er ákaflega upptekin af því að vera í sumarfríi og gera alls ekki neitt :-D

Það er búið að vera meira og minna rigning síðan ég skrifaði seinast nema svona rétt seint á kvöldin svo maður glepjist að heiman bíllaus og þurfi svo að ganga heim í rigningunni.....urrr

Ég fór til Reykjavíkur á miðvikudaginn og í Borgarnes á fimmtudaginn....í Reykjavík borðaði ég á Nings....í Borgarnesi eyddi ég rúmum klukkutíma í að skipuleggja starf næsta vetrar og keypti mér geisladiska og annað mjög nauðsynlegt dót

Ég er búin að fara í sund 4 af 5 morgnum í þessari viku því ég komst ekki fram úr kl. 8 á fimmtudaginn eftir frekar langan dag daginn áður(var vakandi í ca. 20 klst. á miðvikudaginn)

Þetta föstudagskvöld er búið að vera ósköp ljúft, ég var mjög menningarleg og horfði á Grímuna og komst að því mér til mikillar skelfingar að ég sá bara eina leiksýningu á seinasta leikári - heiti að gera betur á því næsta

Á morgun er þjóðhátíðardagurinn og ég er ekki einu sinni spennt....er ekki búin að ákveða hvort ég ætli í skrúðgöngu eða að horfa á skemmtiatriði og fjallkonuna....kannski ég noti bara daginn í það að eiga rólega stund með sjálfri mér og lesa skemmtilega bók...

mánudagur, júní 12, 2006

dagens nyheder

Í dag er ég búin að vera nokkuð aktív...

....ég fór í sund í morgun og þegar ég var búin að synda 1 km þá skellti ég mér í búðina og verslaði morgunmat til að efna loforð sem ég gaf á föstudagsnóttina...

....eftir morgunmat las ég stórmerkilega danska prósabók sem var frekar furðuleg og ég get alls ekki sagt að hún sé góð þó hún sé ekki léleg....

.....eftir prósalestur horfði ég á einn þátt af lost - er búin að vera að horfa á fyrstu þættina og er skíthrædd...mér bregður endalaust og ég er þess vegna mjög hvekkt þessa daganna;o)...

.....síðan fór ég og hitti sirruna og spjallaði um heima og geima í langan tíma....

....þegar ég kom heim um kvöldmatarleytið fattaði af hverju ég væri svona svöng....ég var ekkert búin að borða nema morgunmat:o(....eldaði þess vegna grænmetissúpu og vaskaði upp á meðan hún mallaði....

....er svo bara búin að dunda mér við að taka til í lagalistanum í ipodnum og lesa hitt og þetta á netinu...var að reyna að horfa á sjónavarpið en missti aðeins þráðinn og verð bara að horfa á miðjukaflann í csi endurtekinn;o)

....þóran er í reykjavík þannig að ég fór í smá heimsókn til tomma tómasar og hann beit mig:o( ég kýs reyndar að túlka bit hans sem ástarhót því hann er alltaf að bíta mig og ég trúi ekki öðru en að honum þyki vænt um mig:-D

jæja best að athuga hvað ég get fundið af viti í sjónvarpinu

sunnudagur, júní 11, 2006

hmm...

þetta skrifaði ég í nótt og gat ekki postað en ákvað að láta það inn núna...ég hélt því statt og stöðugt fram að ég væri BLÁEDRÚ;o)

Hugleiðing...

...ástæða þess að maður á alltaf að drekka meira en vinirnir er sú að vinirnir eru hundleiðinlegir þegar þeir eru fyllri en þú;o)

Gerði sem sagt heiðarlega tilraun til þess að fara nokkuð edrú út að skemmta mér í kvöld og verð að viðurkenna að ég þoli ekki hópa af fullu fólki....ég þoli ekki heldur böll þar sem fólk er bara að spjalla og fólk sem er alltaf að stússast í lífi annarra er leiðinlegast af öllu....sérstaklega þegar það er drukkið!!!!

Annars á ég yndisvini og spjallaði mikið fyrir ball...reifst líka aðeins við eiginkonuna, ekkert alvarlegt samt heldur bara þetta venjulega....sko þegar ég og ástkær eiginkona mín förum á djammið kemur frekjan í okkur báðum alvarlega í ljós...hún skipar fyrir og ég ríf kjaft...verst er þegar við beitum þessum töktum á hvor aðra því ég er ansi hrædd um að fólk trúi því að við séum reiðar og fúlar:o) - sem við aldrei erum!!!

Í dag var sjómannadagsskemmtidagskrá (vá langt orð) hér í sjávarplássinu og ég held að allir hafi skemmt sér vel þrátt fyrir stöðugan rigningarúða sem breyttist í slattarigningu á tímabili...allt í lagi þó sjómennirnir hafi blotnað aðeins því þeir hefðu hvort eð er endað blautir eftir keppnirnar sem þeir fóru í en við hin hefðum alveg sætt okkur við minni rigningu...dagskráin endaði á fótboltaleik þar sem lið mannsins míns vann (maðurinn minn er sko best geymdur út á sjó en þess á milli fær hann að æfa fótbolta til að halda sér í formi!!)....í kvöld eldaði ég svo fisk í tilefni dagsins!!!

Á morgun er einhver dagskrá líka vegna sjómannadagsins en ég held að ég ætli að eyða deginum í sófanum undir teppi ein heima því eiginkonan fer með unglinginn okkar til reykjavíkur, þarf að vísu að passa tomma tómas aðeins en hann hlýtur nú að geta bjargað sér fram á kvöld!! Eiginkonan ætlar að vera í burtu fram á fimmtudag en ég er ekki alveg viss um unglinginn minn...hún kemur nú sennilega heim á þriðjudag til að vinna aðeins áður en hún stingur af til útlanda eftir rúma viku!!! -mér finnst allir vera að fara til útlanda nema ég(grátsnöktvæl)

Ég er samt alveg sátt og ætla að skella mér á flakk eftir rúma viku og stefni ekki á að koma heim í nokkrar vikur!!....ég veit samt ekki hvert ég ætla að fara eða hvað ég ætla að gera...ég þarf bara að losna aðeins úr sjávarplássfílingnum um tíma og vera pínulítið nafnlaus í smá stund

Kveð ykkur að sinni og hvet ykkur öll til að vera góð við hvert annað!!!

miðvikudagur, júní 07, 2006

þráhyggja????

ég hef fengið að heyra það nokkrum sinnum í dag að ég sé nörd (ok ekki bara í dag, hehe)...

....bara af því að ég hef áhuga á því að rannsaka hluti aðeins ofan í kjölinn og ég vil vita af hverju eitthvað er eins og það er....

....td finnst mér mjög gaman að vita hvað orð þýða....rindur, strjúgur og kembingsaugu eru dæmi um orð sem ég hef velt vöngum yfir...

....ég hef líka spáð í því að ef bær héti gröf myndu ábúendurnir segjast búa "á gröf" eða "í gröf"?.....

...getur einhver sagt mér hvað hljóð gæsa er kallað....hestar hneggja, hundar gelta og gæsir _???_

...getið þið sagt mér hvar beinið strjúgur er í nautgripum...getur einhver fundið myndir af því???


-hei gerið þið ykkur grein fyrir því að inni á síðu fasteignamats ríkissins er hægt að sjá verðmæti allra fasteigna í landinu....gagnlegar upplýsingar??? ójá!!! :-D


Hæ, ég heiti Valla og ég er nörd...ég nota orðabækur, gagnabanka og allskonar vefsíður til að stunda fíkn mína og ég hef engar áætlanir um að hætta!!!!!



ps) getur einhver sagt mér hver gjöf njarðar var, þið vitið þessi sem var gölluð...(búin að hugsa um þetta síðan Fjólan minntist á þetta fyrir þó nokkru síðan)

þriðjudagur, júní 06, 2006

helgin í hnotskurn...

núna er helgin alveg örugglega búin og kominn tími á smá blogg;o)

....annars eru langar helgar frekar gagnslausar þegar maður er í sumarfríi...ég er búin að taka því rólega nánast alla helgina fyrir utan smá skemmtiatriði sem við þóran vorum með hérna fyrir utan hjá mér á föstudagskvöldið....við vorum örugglega ansi skondnar að sjá og heyra en við skemmtum okkur samt mjög vel!!! hmmm kannski ásdísin mín hafi ekki skemmt sér eins vel?????

...á föstudaginn fór ég í sund kl 8 og synti 1 km, síðan fórum við í stykkishólm og fengum okkur morgunmat í bakaríinu þar...ég elska bakarí...væri alveg til í að hafa eitt svoleiðis hér...svo fór ég í bónus og keypti inn fyrir helgina (það viðurkennist alveg að ég mundi ekki alveg eftir öllu sem var á innkaupalistanum:o( en næstum!!).....eftir það fór ég í gönguferð í sólinni í stykkishólmi...þegar þóran var loksins búin í klippingu þá fórum við heim og ég eldaði um kvöldið og við skemmtum okkur vel við söng og sögusagnir fram á kvöld þangað til við skelltum okkur á ball...ballið var ekki svo gott þannig að ég fór nokkuð snemma heim(ballið var ekki einu sinni búið!!!)

...á laugardagsmorgun skrapp ég aðeins í borgarfjörðinn sífagra, til að hitta skæruliðann hann frænda minn og leyfa honum lemja mig aðeins:o).....síðan dreif ég mig til baka og fann mér e-ð aðeins meira fullorðins að gera!!

...á sunnudaginn var rigning...mikil rigning og svo að lokum aðeins meiri rigning!!!....í tilefni þess skellti ég mér í gönguferð og athugaði hvort rigningin væri eins blaut og hún leit út fyrir að vera...hún var það!!!...gott að það eru til vatnsofnar þar sem maður getur þurrkað fötin sín því annars væru þau sennilega enn blaut

....í gær, mánudag, gerði ég ekki mikið....man reyndar ekkert hvað ég gerði nema að ég kláraði Vetrarborgina eftir Arnald...góð bók!!

...í dag er ég búin að: fara í sund kl 8 og synda 1 km, laga til í favorite listanum í tölvunni hjá mér og athugaði hvort allir tendlar væru enn virkir(hef ekki lagt í það í langan tíma!), eldaði hádegismat fyrir mig og unglinginn, fór í bónus og keypti inn allt sem ég gleymdi að kaupa á föstudaginn, ég byrjaði á nýrri bók sem heitir "undir svikulli sól" (er ekki enn viss hvað mér finnst um hana) og svo fór ég í smá kíkk til þóru....dagurinn er ekki búinn enn svo það er aldrei að vita hverju maður tekur upp á eftir að þessum skrifum er lokið!!!

sunnudagur, júní 04, 2006

Í minningu þeirra...

Í morgun fékk ég sorglegt símtal sem vakti upp margar sorglegar minningar en um leið MARGAR fallegar og skemmtilegar minningar.

Lífið er oft á tíðum erfitt en á sama tíma er það svo dásamlegt!!

Ég er mikið búin að hugsa um horfna ástvini seinustu daga, ég er búin að missa svo marga í gegnum tíðina að stundum finnst mér að ég sé orðin ónæm fyrir sorginni en það er ekki svo.
Það er samt búið að vera ótrúlega ljúft að rifja upp allar minningarnar sem hafa skotið upp kollinum!

Að vissu leyti glataði ég sakleysi barnæskunnar í mars 1990 þegar afi Steini dó.
Vissulega hafði ýmislegt sorglegt gerst fram að þeim tíma en þarna uppgötvaði ég að fólk yfirgæfi mann!!!
Elsku afi Steini sem kom alltaf með fulla kassa af góðgæti þegar hann kom í heimsókn - ég get ekki séð pakka af Frón kremkexi nema hugsa til hans!!! Afi Steini hafði stóran faðm og nógan tíma til að tala við okkur krakkana. Mér fannst hann að vissu leyti spes í afa og ömmu flórunni því hann átti engan nema okkur að mínu mati. Hann var bara afi okkar!!!!
Hann kom stundum með fullan kassa af harðfisk sem við deildum með kisunum okkar því þetta var nú eiginlega bara afskurður og mylsna - við sátum við kassann með amk einni kisu og hámuðum í okkur fiskinn:o)

Næsta sorglega árstal er 1992 þegar elsku amma Gunnvör dó úr krabbameini.
Þegar ég fékk að vita að hún væri veik varð ég svo sorgmædd því ég var alveg viss um að hún myndi deyja.
Amma var sterk í veikindum sínum og hafði tíma til að knúsa krakkaorma sem voru of fullorðin til að leggjast á gólfið og gráta yfir örlögunum og hún talaði um lífið sitt og sagði marga skemmtilega hluti.
Ég var alltaf montin af henni ömmu minni því hún vann hjá útvarpinu - þegar ég var yngri fannst mér eins og hún stjórnaði því:o)
Ég man eftir að hafa heimsótt hana í vinnuna á Skúlagötu, ég var dáleidd af snúningshurðinni þar:o) Við fengum líka stundum litla miða sem við gátum farið með í mötuneytið og fengið morgunmat fyrir - sennilega fengum við líka eitthvað annað þar en ég man svo vel eftir linsoðnu eggjunum!!!
Amma Gunnvör var blíð og góð en samt ströng og lét mann ekki komast upp með neitt bull:o)

Afi Björn dó í byrjun árs 1993. Hann saknaði ömmu Gunnvarar mikið og var ekki hræddur um að segja okkur frá því!!
Hann var mjúkur maður sem grét þegar hann kvaddi mann og hann sagði okkur endalaust frá því hvað hann elskaði okkur mikið.
Ég er svo þakklát fyrir að hann hafi eytt seinustu jólunum sínum hjá okkur - það var dásamlegur tími og hann var glaður.
Hann var strangur afi og skammaði okkur ef honum fannst við eiga það skilið en hann var líka svo fljótur að hrósa okkur ef honum fannst þörf á því.

Árið 1995 var erfitt ár!!!

Í janúar 1995 dó afi Einar, Einar var ekki alvöru afi minn en mér fannst hann það samt!!
Hann var svo góður við okkur og hann var svo góður við ömmu - afi Einar var frekar hljóðlátur maður en hann var með frábæran húmor og hann var svo traustur.
Hann átti alltaf fallega bónaða bíla og hugsaði vel um þá - hann hristir örugglega hausinn yfir kæruleysi mínu í að þvo og bóna bílinn minn:o)

Í júlí sama ár dó amma Ásta, elsku amma Ásta sem var veik í svo mörg ár.
Hún varð veik á undan öllum hinum en samt lifði hún lengst.
Hún var dama fram í fingurgóma - varaliturinn var alltaf óaðfinnanlegur!!
Hún vann hörðum höndum og var alltaf stolt af vinnunni sinni þegar hún talaði við okkur. Hún mætti snemma í vinnuna á hverjum degi og ekki veit ég til þess að hún hafi nokkurn tíma fengið neitt greitt fyrir það en hún gerði það með gleði sem ég öfunda hana af þegar ég er þreytt á vinnunni minni!!
Hún var ákveðin kona sem sagði okkur að þegja ef við hefðum ekkert að segja og samt hvatti hún okkur til að segja henni allt sem við vildum.
Hún var alltaf að gera vel við okkur, hún laumaði peningi í vasann hjá manni og hvíslaði að best væri að afi vissi ekki af þessu því þetta væru hennar peningar. Hún fór í bíó með okkur og virtist alltaf skemmta sér vel, svo tókum við strætó heim því Einar átti að hvíla sig en ekki ná í okkur, stundum tókum við leigubíl en það var nú samt oftar þegar við vorum að fara í bíóið, amma Ásta keyrði ekki!!
Ég held stundum að henni hafi þótt það karlmannsverk að keyra þó hún hafi aldrei minnst á það en alltaf talaði hún um að pabbi keyrði miklu betur en mamma:o)
Það sem er sárast við að hugsa um ömmu Ástu er það að hún eyddi seinustu árunum sínum á dvalarheimili að miklu leyti út úr heiminum, hún fékk Alzheimer, sjúkdóminn sem eyddi meira og meira úr heila hennar með hverjum deginum.
Fyrst af öllu hurfu öll ævintýrin og sögurnar sem hún sagði okkur svo oft þegar við vorum lítil. Það var samt sorglegast af öllu þegar minningin um okkur hvarf úr huga hennar.
Þegar hún hætti að þekkja okkur brast eitthvað í hjartanu.
Það voru tímar þegar hún virtist þekkja mann en þar sem málið var nánast horfið úr minninu þá var erfitt að vita hvort hún þekkti mann í alvöru eða hvort það væri bara einhver óljós minning sem hún væri að brosa að.
Oft heimsótti ég hana og stundum í þeim heimsóknum strauk hún mér um hendur og kinnar og kallaði mig barnið sitt og þá vissi ég að hún var að hugsa um mömmu mína en þekkti hana ekki þó elsku mamma mín sæti hinu megin við hana.
Það er svo erfitt að kveðja ástvin í svona mörg ár og lengi vel gat ég ekki hugsað um hana því það var einfaldlega of sárt.

Ef það er einhver sem nennti að lesa í gegnum þetta allt þá vil ég bara segja - mundu að segja þeim sem þér þykir vænt um það í hvert skipti sem tækifærið gefst því þetta gæti verið seinasta tækifærið til þess!

Knús og kossar á ykkur öll og sérstaklega til þín Þóra Magga - mundu að ég er með breiðar axlir og hef alltaf tíma til að tala við þig!!