miðvikudagur, júní 07, 2006

þráhyggja????

ég hef fengið að heyra það nokkrum sinnum í dag að ég sé nörd (ok ekki bara í dag, hehe)...

....bara af því að ég hef áhuga á því að rannsaka hluti aðeins ofan í kjölinn og ég vil vita af hverju eitthvað er eins og það er....

....td finnst mér mjög gaman að vita hvað orð þýða....rindur, strjúgur og kembingsaugu eru dæmi um orð sem ég hef velt vöngum yfir...

....ég hef líka spáð í því að ef bær héti gröf myndu ábúendurnir segjast búa "á gröf" eða "í gröf"?.....

...getur einhver sagt mér hvað hljóð gæsa er kallað....hestar hneggja, hundar gelta og gæsir _???_

...getið þið sagt mér hvar beinið strjúgur er í nautgripum...getur einhver fundið myndir af því???


-hei gerið þið ykkur grein fyrir því að inni á síðu fasteignamats ríkissins er hægt að sjá verðmæti allra fasteigna í landinu....gagnlegar upplýsingar??? ójá!!! :-D


Hæ, ég heiti Valla og ég er nörd...ég nota orðabækur, gagnabanka og allskonar vefsíður til að stunda fíkn mína og ég hef engar áætlanir um að hætta!!!!!



ps) getur einhver sagt mér hver gjöf njarðar var, þið vitið þessi sem var gölluð...(búin að hugsa um þetta síðan Fjólan minntist á þetta fyrir þó nokkru síðan)

14 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

VALGERÐUR, ertu NÖRD ???

08 júní, 2006 11:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vildi að ég gæti svarað eitthvað af þessum asnalegum spurningum, en þar sem ég er útskrifuð úr klipp og lím skólanum...þá hef ég bara ekki þekkingu á svona gáfumannslegum hlutum...

Ennn er ekki hittingur málið ???

08 júní, 2006 11:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

08 júní, 2006 11:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Valgerður er mikið nörd í sér. Þessa dagana er það þó þráhyggjunördinn sem lætur gamminn geysa. Ég hef hótað að skera af henni hausinn ef hún hættir þessum asnaskap ekki.
Valgerður er líka kommentanasisti!!!!!!!

08 júní, 2006 21:20  
Blogger VallaÓsk sagði...

Ég á þessa síðu þannig að ég ræð yfir henni og ef mér líka ekki kommentin sem á hana koma þá eyði ég þeim - ég er kommentanasisti...hef það reyndar fyrir venju að eyða öllum kommentum sem eru nafnlaus!!!
x þekki ég þig - vil ég þekkja þig??
Annars þá er ég ekki haldin þráhyggju ég er bara áhugasöm um fullt af hlutum!!!

09 júní, 2006 12:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég þoli ekki comment sem eru nafnlaus en ég er reyndar svo klár að ég er með njósnara sem sér ip-tölurnar og svo læt ég nördana mína fletta þeim upp.....múhahaha, já algjör krimmi, meina fólk á bara að commenta með nafni....eða leyninafni sem ég þekki.

Gjöf Njarðar tengist á einhvern hátt úldnum fisk er ég viss um!!!

09 júní, 2006 23:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég vildi að ég ætti svona njósnara vini!!! Spurning með úldna fiskinn - ég þarf að skoða þetta betur.

10 júní, 2006 11:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já gleymdi að svara þér:

Þú býrð á bænum Gröf...
Gæsin kvakar...

Strjúgur eru bein sem eru soðin saman eða látin liggja í sýru - til dæmis til þess að búa til soð. Ég held að ekkert bein í nautum heiti strjúgur....ef svo er verð ég mjög hlessa!!

10 júní, 2006 16:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10 júní, 2006 16:24  
Blogger VallaÓsk sagði...

Fjóla!
Eftirfarandi útskýringu á orðinu strjúgur er að finna í orðabók(það eru reyndar nokkrar í viðbót): bein úr nautgripum eða þorskhausum, látin meyrna í súrri mjólk (sýru) þar til þau verða etin

Hef líka fengið þau svör að gæsir gargi, þvaðri og skvaldri.

kv, übernördið Valgerður

10 júní, 2006 19:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já svo þetta er rétt hjá mér = Strjúgur eru mismunandi bein úr nautgripum sem eru sett í sýru til áts (geymsluþol gamla tímans). Ekki eitthvað sérstakt bein sem heitir strjúgur, hehe....

Gæsir Kvaka PUNKTUR

10 júní, 2006 20:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Og já ég er líka NÖRD....

10 júní, 2006 20:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eiginkonur mínar eru hræðilegir nördar. Að ég láti sjá mig með ykkur.......að vísu eru þið fallegar ;)

10 júní, 2006 23:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já við erum mjög fallegar ungar dömur, MJÖG FALLEGAR!!!

11 júní, 2006 15:21  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim