þriðjudagur, júní 06, 2006

helgin í hnotskurn...

núna er helgin alveg örugglega búin og kominn tími á smá blogg;o)

....annars eru langar helgar frekar gagnslausar þegar maður er í sumarfríi...ég er búin að taka því rólega nánast alla helgina fyrir utan smá skemmtiatriði sem við þóran vorum með hérna fyrir utan hjá mér á föstudagskvöldið....við vorum örugglega ansi skondnar að sjá og heyra en við skemmtum okkur samt mjög vel!!! hmmm kannski ásdísin mín hafi ekki skemmt sér eins vel?????

...á föstudaginn fór ég í sund kl 8 og synti 1 km, síðan fórum við í stykkishólm og fengum okkur morgunmat í bakaríinu þar...ég elska bakarí...væri alveg til í að hafa eitt svoleiðis hér...svo fór ég í bónus og keypti inn fyrir helgina (það viðurkennist alveg að ég mundi ekki alveg eftir öllu sem var á innkaupalistanum:o( en næstum!!).....eftir það fór ég í gönguferð í sólinni í stykkishólmi...þegar þóran var loksins búin í klippingu þá fórum við heim og ég eldaði um kvöldið og við skemmtum okkur vel við söng og sögusagnir fram á kvöld þangað til við skelltum okkur á ball...ballið var ekki svo gott þannig að ég fór nokkuð snemma heim(ballið var ekki einu sinni búið!!!)

...á laugardagsmorgun skrapp ég aðeins í borgarfjörðinn sífagra, til að hitta skæruliðann hann frænda minn og leyfa honum lemja mig aðeins:o).....síðan dreif ég mig til baka og fann mér e-ð aðeins meira fullorðins að gera!!

...á sunnudaginn var rigning...mikil rigning og svo að lokum aðeins meiri rigning!!!....í tilefni þess skellti ég mér í gönguferð og athugaði hvort rigningin væri eins blaut og hún leit út fyrir að vera...hún var það!!!...gott að það eru til vatnsofnar þar sem maður getur þurrkað fötin sín því annars væru þau sennilega enn blaut

....í gær, mánudag, gerði ég ekki mikið....man reyndar ekkert hvað ég gerði nema að ég kláraði Vetrarborgina eftir Arnald...góð bók!!

...í dag er ég búin að: fara í sund kl 8 og synda 1 km, laga til í favorite listanum í tölvunni hjá mér og athugaði hvort allir tendlar væru enn virkir(hef ekki lagt í það í langan tíma!), eldaði hádegismat fyrir mig og unglinginn, fór í bónus og keypti inn allt sem ég gleymdi að kaupa á föstudaginn, ég byrjaði á nýrri bók sem heitir "undir svikulli sól" (er ekki enn viss hvað mér finnst um hana) og svo fór ég í smá kíkk til þóru....dagurinn er ekki búinn enn svo það er aldrei að vita hverju maður tekur upp á eftir að þessum skrifum er lokið!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Keyptiru líka það sem ég setti á innkaupalistann þinn......og mundiru eftir að hringja í viðgerðamanninn???????

06 júní, 2006 23:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Náði ekki í viðgerðamanninn sem þú mældir með svo ég talaði við "nafna" hans sem reyndi að laga mig í staðinn!!!! man ekki alveg hvað var á listanum en í guðanna bænum ekki skrifa það hér;o)

07 júní, 2006 00:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim