þriðjudagur, júní 27, 2006

mánudagur til mæðu....ó nei

er enn í reykjavíkinni og líður stórvel....veðurpönntun mín virðist að vísu eitthvað hafa týnst en ég er fullviss um að morgundagurinn verði skemmtilegri veðurfarslega séð!!!!!

í gær gætti ég barna þar til forráðamenn skreyddust fram úr upp úr hádegi og þá skellti ég mér í afmælisgjafa versling með guðrúnu...vorum aðeins sendar á milli staða en að lokum í allt annarri búð fann hún það sem hún vildi....það sem maður á að læra af þessu er að hlusta aldrei á afgreiðslufólk því það hefur greinilega ekki hugmynd!!!!

eftir smá private verslunarferð og smá netráp skellti ég mér í barnahjörðina aftur og þar sem það var afmælisveisla í gangi fékk ég líka dýrindis veitingar......fell alltaf fyrir góðum mat þannig að ég samþykkti að vera barnagætari (fallegt orð!!!!) aftur aðfaranótt fimmtudags

í dag fór ég aðeins að versla...mikið verður veskið mitt fegið að komast í sjávarplássið aftur á fimmtudaginn...svo fór ég og hitti guðrúnu aftur í smá phase10 einvíki, því lauk með jafntefli...spil sem eru ekki kláruð teljast ekki með;o) eða hvað????

kom svo hingað í hálfsveitina og fékk grillafganga og sat svo í nokkra klst og skrifaði fyrsta kaflann í ævisögu minni....

á morgun ætla ég að heimsækja lítinn frænda til að athuga hvort hann er ekki örugglega sætur og skemmtilegur og svo ætla ég að hitta jónu gömlu og slúðra aðeins með henni:oD

farið þið vel með ykkur, kkk (kveðjur með knúsi og kossi) MOI

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim