laugardagur í borg óttans
er núna stödd í reykjavíkinn....sveitafélagslega séð en landfræðilega er ég eiginlega í uppsveitum borgarfjarðar;o) er semsagt í grafarholtinu í heimsókn hjá löggufjölskyldunni...akkúrat núna eru foreldrarnir í vinnu þannig að ég gæti bús og barna.....3 börn og mér er treyst fyrir þeim??? reynda eru börnin öll steinsofandi þannig að það er svo sem ekki erfitt að vera ég akkúrat núna!:oD
ég er ótrúlega stolt af mér að ég rataði hingað alveg sjálf en það var líka plásturinn sem vantaði á sært egóið eftir að hafa villst aðeins í hringbrautar/miklubrautar breytingum:o(
ég hefði reyndar ekki ratað hingað nema því að ég lenti í partýi hér í sömu götu þegar við vorum í húsmæðraorlofinu þannig að ég var búin að sjá leiðina:o)
hitti þóruna mína í dag eftir langt hlé og auðvitað blöðruðum við út í eitt enda málglaðar stúlkur með mikið að segja!!! við röltum aðeins um eftir hádegismatinn og ég náði að kaupa útskriftargjöf fyrir doppuna mína sem var að útskrifast í dag
ég skellti mér svo hingað út á land til að hitta skæruliðann hann frænda minn og systur hans svo forráðamaðurinn gæti farið aðeins að heiman, þegar ég var búin að leika mary poppins í smá tíma (tók að vísu ekki meðalalagið en var súper dúper jákvæð) skellti ég mér í útskriftargleði hjá doppunni og það var gaman - mig langar í skóla...ég er í skóla en mig langar meira í skóla!!!!
hér í reykjavíkinni sem og á landsbyggðinni er búið að vera dásamlegt veður og ég er búin að panta áframhaldandi svona....sjáum til hvort pöntunin verði rétt afgreidd
verð í reykjavíkinni í nokkra daga þannig að ef einhver hefur þörf fyrir að hitta mig þá er bara að slá á þráðinn og sérstaklega ef þessi einhver langar í Phase10
knús og kossar og kátar kveðjur
ég er ótrúlega stolt af mér að ég rataði hingað alveg sjálf en það var líka plásturinn sem vantaði á sært egóið eftir að hafa villst aðeins í hringbrautar/miklubrautar breytingum:o(
ég hefði reyndar ekki ratað hingað nema því að ég lenti í partýi hér í sömu götu þegar við vorum í húsmæðraorlofinu þannig að ég var búin að sjá leiðina:o)
hitti þóruna mína í dag eftir langt hlé og auðvitað blöðruðum við út í eitt enda málglaðar stúlkur með mikið að segja!!! við röltum aðeins um eftir hádegismatinn og ég náði að kaupa útskriftargjöf fyrir doppuna mína sem var að útskrifast í dag
ég skellti mér svo hingað út á land til að hitta skæruliðann hann frænda minn og systur hans svo forráðamaðurinn gæti farið aðeins að heiman, þegar ég var búin að leika mary poppins í smá tíma (tók að vísu ekki meðalalagið en var súper dúper jákvæð) skellti ég mér í útskriftargleði hjá doppunni og það var gaman - mig langar í skóla...ég er í skóla en mig langar meira í skóla!!!!
hér í reykjavíkinni sem og á landsbyggðinni er búið að vera dásamlegt veður og ég er búin að panta áframhaldandi svona....sjáum til hvort pöntunin verði rétt afgreidd
verð í reykjavíkinni í nokkra daga þannig að ef einhver hefur þörf fyrir að hitta mig þá er bara að slá á þráðinn og sérstaklega ef þessi einhver langar í Phase10
knús og kossar og kátar kveðjur
3 Ummæli:
Takk fyrir komuna í útskriftina, það var virkilega gaman að hitta þig aftur... vonandi verður meiri tími næst til að spjalla.
Kveðja Doppa
er lifid svona gott thegar eg er horfin?
Doppa: Það var gaman að sjá þig loksins aftur og smá spjall er betra en ekkert spjall!! Ef þú átt leið um norðanvert snæfellsnes þá kíkir þú nú við!! og svo er aldrei að vita nema við hittumst allt í einu hérna í reykjavíkinni:o)
Ásdís: nei nei en veðrið er búið að vera dásamlegt núna í nokkra daga!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim