föstudagur, júní 16, 2006

föstudagspistill

Það er kominn föstudagur og komnir nokkrir dagar frá seinasta bloggi - þetta helgast af því að ég er ákaflega upptekin af því að vera í sumarfríi og gera alls ekki neitt :-D

Það er búið að vera meira og minna rigning síðan ég skrifaði seinast nema svona rétt seint á kvöldin svo maður glepjist að heiman bíllaus og þurfi svo að ganga heim í rigningunni.....urrr

Ég fór til Reykjavíkur á miðvikudaginn og í Borgarnes á fimmtudaginn....í Reykjavík borðaði ég á Nings....í Borgarnesi eyddi ég rúmum klukkutíma í að skipuleggja starf næsta vetrar og keypti mér geisladiska og annað mjög nauðsynlegt dót

Ég er búin að fara í sund 4 af 5 morgnum í þessari viku því ég komst ekki fram úr kl. 8 á fimmtudaginn eftir frekar langan dag daginn áður(var vakandi í ca. 20 klst. á miðvikudaginn)

Þetta föstudagskvöld er búið að vera ósköp ljúft, ég var mjög menningarleg og horfði á Grímuna og komst að því mér til mikillar skelfingar að ég sá bara eina leiksýningu á seinasta leikári - heiti að gera betur á því næsta

Á morgun er þjóðhátíðardagurinn og ég er ekki einu sinni spennt....er ekki búin að ákveða hvort ég ætli í skrúðgöngu eða að horfa á skemmtiatriði og fjallkonuna....kannski ég noti bara daginn í það að eiga rólega stund með sjálfri mér og lesa skemmtilega bók...

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir heimsóknina á 17.júní. Tók ég ekki vel á móti þér og var ég ekki gestrisin og margorð?
Nú er unglingurinn okkar lentur í Stokkhólmi og þá er bara næsta vél hjá henni.

19 júní, 2006 11:40  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim