mánudagur, júní 19, 2006

hmm dagur að kveldi kominn....

Í dag var ég frekar dugleg....

....ég vaskaði upp og eldaði/borðaði allar máltíðir dagsins heima hjá mér....þetta er mikil framför og hefur sennilega ekki gerst síðan um miðjan maí...jeps það viðurkennist að sumarfrí hefur ekki góð áhrifa á húsmóðurina innra með mér!!!

....ég fór líka í smá heimsókn til Tomma Tómasar því móðir hans hefur enn og aftur yfirgefið hann....ég er samt fegin að hún Þóra mín á bara þennan kisa því ekki myndi ég vilja passa börnin hennar þegar hún færi e-ð.....hún myndi nú líka sennilegast finna einhvern ábyrgari en mig til að gæta barna:o)


Doppa vinkona mín er búin að vera áberandi í fjölmiðlum í dag að kynna mastersverkefnið sitt sem fjallar um jafnrétti og það hvernig hugmyndafræði kvenfrelsisbaráttunnar hefur þróast frá 1970 - Doppa er uppáhaldsfemínistinn minn!!! svo er hún líka virkilega töff stelpa sem hefur skemmtilegar skoðanir.

Talandi um kvenfrelsi og réttindabaráttu...í dag er jú kvenréttindadagurinn...91 ár er síðan fyrstu konurnar hér fengu kosningarétt....að þessu tilefni fór fréttamaður frá nfs í kringluna og spurði fólk að því hvaða merkingu dagurinn hefði í huga fólks....eftir að hafa horft á þetta vil ég bara segja eitt:

skammist ykkar unga fólk sem haldið að ekkert skipti máli en rassgatið á ykkur sjálfum!!!!! og sérstaklega ungar konur - hvers vegna haldið þið að þið hafið það svona gott??? Það er vegna þess að formæður okkar nenntu að berjast fyrir réttindum sér til handa....reynið amk að sýna baráttu þeirra smá virðingu!!!! þið vilduð kannski bara vera heima og ala upp börn, fá vasapening frá eiginmönnum ykkar og hafa ekkert að segja um það sem gerist í samfélaginu??? - urr ég verð reið þegar ég hugsa um þetta


jæja best að fara að horfa á csi

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ég verð líka pirruð þegar ungar konur virða ekki þennan dag....enn pirraðari þegar menntakonur gera lítið úr jafnréttislögunum!!!

19 júní, 2006 23:07  
Blogger Doppa sagði...

takk fyrir hrósið... ekki amalegt að vera uppáhaldsfeministinn!! En já, ég er að reyna að koma jafnréttisboðskap áfram út í samfélagið... ekki veitir af, fólk á öllum aldri hefur ekki hugmynd um hvað 19. júní stendur fyrir.

Kv Doppa

20 júní, 2006 10:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

vei!!!! loksins heyrist eitthvað af viti frá ungri konu. Mætti halda að ég hefði komið að uppeldi þínu!!!! Ég tek hattinn minn (eða húfuna svo ég ljúgi engu) fyrir henni vinkonu þinni og öðrum ungum baráttukonum!!!

20 júní, 2006 20:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vo hvad eg er sammala ter... eg svooo margar vinkonur sem vilja ekki kalla sig konur (WHY!) og tola ekki feminista... og eg verd svoooooo pirrud!

Kræst sko

20 júní, 2006 20:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála Sammála SAMMÁLA... Ætla sko að vera RAUÐSOKKA framm í rauðann dauðann og kenna mínum stelpuskottum að vera stolltar af því að vera kvennsur... Þær munu sko þokkalega geta svarað fréttamönnum frá NFS eða öðrum stöðvum Hvað gerðist 19 júní ;) Hafðu það svo gott í fríinu Rauðsokka ;)

20 júní, 2006 20:56  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim