fimmtudagur, júní 22, 2006

Update...

ég fann gamlar dagbækur/minnisbækur í kassa í kvöld og ég er búin að liggja í kasti yfir þeim...mikið af þessu er skrifað þegar ég var í Danmörku og ég er GERSAMLEGA óskrifandi á íslensku þegar ég hugsa á dönsku dagsdaglega...

.....ef það er einhver þarna úti sem á bréf frá mér - nennið þið að brenna þau án þess að lesa þau því ég get sko ekki orðið einvaldur vitandi af svona illa skrifuðum bréfum þarna úti......ef þið brennið þau ekki núna þá mun ég láta skera úr ykkur tunguna þegar ég er orðin einvaldur!!!!!!

...ég er hætt að fara í sund í bili...því miður...ég á í smá vandamáli með augað mitt...AFTUR...og ég þori ekki að hætta á að fá sýkingu aftur og þó sundlaugar séu fullar af klór þá er mikil hætta á augnsýkingum ef maður er veikur fyrir þeim....augnlæknirinn minn er í fríi þangað til á föstudag þannig að ég bíð "þolinmóð" þangað til:o)

....asnaðist til að segja já við meiri vinnu í vetur....ég er komin í þá stöðu að vera komin í MIKLA vinnu....hefur einhver heyrt þetta áður????? Ég hef nokkrar áhyggjur af því að ég eigi eftir að mæta í vinnuna í ágúst og koma aftur heim í desember....

...í dag samþykkti ég að taka að mér fósturbarn í ca 2 vikur mánaðarmótin sept/okt.....það gæti orðið spennandi ef af því verður.....hún hefur ekki búið hjá mér síðan 2000 þegar hún lagði íbúðina mína á Seyðisfirði í rúst reglulega

...var ég búin að minnast á að unglingurinn minn er farinn til Sverige og verður þangað til í byrjun júlí...eða eitthvað...ég held hún ætli að vera í 3 vikur....vá hvað ég er slæmt foreldri að hafa svona hluti ekki á hreinu....þess vegna á unglingurinn fleiri foreldra - til að hugsa um svona mál;o)


jæja ætli það sé ekki kominn tími á að hætta þessu rugli og halda áfram að lesa um líf mitt í "gamla daga" ;o)

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú verður að hafa kvöldlestur úr dagbókunum......vonandi eru þær ekki eins há dramatískar og mínar ;)

22 júní, 2006 11:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég á slatta af bréfum. Kannski þú viljir fá þau í afmælis og jólagjafir eitthvað fram eftir öldinni? Nú þetta með hvað unglingurinn verður lengi í Sverge er líka í hálfgerðri móðu hjá mér. Ég veit ég á að sækja hana um þrjú einhvern dag eftir mánaðarmót. Sennilega verð ég að fara upp á flugstöð með útilegudót þann fyrsta og bíða svo í rólegheitum í tjaldinu, eru ekki 31 dagur í júli?

22 júní, 2006 15:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

heyy stud hja mer

buin ad henda ollu dótinu minu?? heheh buin ad kaupa fult af dóti :D

22 júní, 2006 21:51  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim