Í minningu þeirra...
Í morgun fékk ég sorglegt símtal sem vakti upp margar sorglegar minningar en um leið MARGAR fallegar og skemmtilegar minningar.
Lífið er oft á tíðum erfitt en á sama tíma er það svo dásamlegt!!
Ég er mikið búin að hugsa um horfna ástvini seinustu daga, ég er búin að missa svo marga í gegnum tíðina að stundum finnst mér að ég sé orðin ónæm fyrir sorginni en það er ekki svo.
Það er samt búið að vera ótrúlega ljúft að rifja upp allar minningarnar sem hafa skotið upp kollinum!
Að vissu leyti glataði ég sakleysi barnæskunnar í mars 1990 þegar afi Steini dó.
Vissulega hafði ýmislegt sorglegt gerst fram að þeim tíma en þarna uppgötvaði ég að fólk yfirgæfi mann!!!
Elsku afi Steini sem kom alltaf með fulla kassa af góðgæti þegar hann kom í heimsókn - ég get ekki séð pakka af Frón kremkexi nema hugsa til hans!!! Afi Steini hafði stóran faðm og nógan tíma til að tala við okkur krakkana. Mér fannst hann að vissu leyti spes í afa og ömmu flórunni því hann átti engan nema okkur að mínu mati. Hann var bara afi okkar!!!!
Hann kom stundum með fullan kassa af harðfisk sem við deildum með kisunum okkar því þetta var nú eiginlega bara afskurður og mylsna - við sátum við kassann með amk einni kisu og hámuðum í okkur fiskinn:o)
Næsta sorglega árstal er 1992 þegar elsku amma Gunnvör dó úr krabbameini.
Þegar ég fékk að vita að hún væri veik varð ég svo sorgmædd því ég var alveg viss um að hún myndi deyja.
Amma var sterk í veikindum sínum og hafði tíma til að knúsa krakkaorma sem voru of fullorðin til að leggjast á gólfið og gráta yfir örlögunum og hún talaði um lífið sitt og sagði marga skemmtilega hluti.
Ég var alltaf montin af henni ömmu minni því hún vann hjá útvarpinu - þegar ég var yngri fannst mér eins og hún stjórnaði því:o)
Ég man eftir að hafa heimsótt hana í vinnuna á Skúlagötu, ég var dáleidd af snúningshurðinni þar:o) Við fengum líka stundum litla miða sem við gátum farið með í mötuneytið og fengið morgunmat fyrir - sennilega fengum við líka eitthvað annað þar en ég man svo vel eftir linsoðnu eggjunum!!!
Amma Gunnvör var blíð og góð en samt ströng og lét mann ekki komast upp með neitt bull:o)
Afi Björn dó í byrjun árs 1993. Hann saknaði ömmu Gunnvarar mikið og var ekki hræddur um að segja okkur frá því!!
Hann var mjúkur maður sem grét þegar hann kvaddi mann og hann sagði okkur endalaust frá því hvað hann elskaði okkur mikið.
Ég er svo þakklát fyrir að hann hafi eytt seinustu jólunum sínum hjá okkur - það var dásamlegur tími og hann var glaður.
Hann var strangur afi og skammaði okkur ef honum fannst við eiga það skilið en hann var líka svo fljótur að hrósa okkur ef honum fannst þörf á því.
Árið 1995 var erfitt ár!!!
Í janúar 1995 dó afi Einar, Einar var ekki alvöru afi minn en mér fannst hann það samt!!
Hann var svo góður við okkur og hann var svo góður við ömmu - afi Einar var frekar hljóðlátur maður en hann var með frábæran húmor og hann var svo traustur.
Hann átti alltaf fallega bónaða bíla og hugsaði vel um þá - hann hristir örugglega hausinn yfir kæruleysi mínu í að þvo og bóna bílinn minn:o)
Í júlí sama ár dó amma Ásta, elsku amma Ásta sem var veik í svo mörg ár.
Hún varð veik á undan öllum hinum en samt lifði hún lengst.
Hún var dama fram í fingurgóma - varaliturinn var alltaf óaðfinnanlegur!!
Hún vann hörðum höndum og var alltaf stolt af vinnunni sinni þegar hún talaði við okkur. Hún mætti snemma í vinnuna á hverjum degi og ekki veit ég til þess að hún hafi nokkurn tíma fengið neitt greitt fyrir það en hún gerði það með gleði sem ég öfunda hana af þegar ég er þreytt á vinnunni minni!!
Hún var ákveðin kona sem sagði okkur að þegja ef við hefðum ekkert að segja og samt hvatti hún okkur til að segja henni allt sem við vildum.
Hún var alltaf að gera vel við okkur, hún laumaði peningi í vasann hjá manni og hvíslaði að best væri að afi vissi ekki af þessu því þetta væru hennar peningar. Hún fór í bíó með okkur og virtist alltaf skemmta sér vel, svo tókum við strætó heim því Einar átti að hvíla sig en ekki ná í okkur, stundum tókum við leigubíl en það var nú samt oftar þegar við vorum að fara í bíóið, amma Ásta keyrði ekki!!
Ég held stundum að henni hafi þótt það karlmannsverk að keyra þó hún hafi aldrei minnst á það en alltaf talaði hún um að pabbi keyrði miklu betur en mamma:o)
Það sem er sárast við að hugsa um ömmu Ástu er það að hún eyddi seinustu árunum sínum á dvalarheimili að miklu leyti út úr heiminum, hún fékk Alzheimer, sjúkdóminn sem eyddi meira og meira úr heila hennar með hverjum deginum.
Fyrst af öllu hurfu öll ævintýrin og sögurnar sem hún sagði okkur svo oft þegar við vorum lítil. Það var samt sorglegast af öllu þegar minningin um okkur hvarf úr huga hennar.
Þegar hún hætti að þekkja okkur brast eitthvað í hjartanu.
Það voru tímar þegar hún virtist þekkja mann en þar sem málið var nánast horfið úr minninu þá var erfitt að vita hvort hún þekkti mann í alvöru eða hvort það væri bara einhver óljós minning sem hún væri að brosa að.
Oft heimsótti ég hana og stundum í þeim heimsóknum strauk hún mér um hendur og kinnar og kallaði mig barnið sitt og þá vissi ég að hún var að hugsa um mömmu mína en þekkti hana ekki þó elsku mamma mín sæti hinu megin við hana.
Það er svo erfitt að kveðja ástvin í svona mörg ár og lengi vel gat ég ekki hugsað um hana því það var einfaldlega of sárt.
Ef það er einhver sem nennti að lesa í gegnum þetta allt þá vil ég bara segja - mundu að segja þeim sem þér þykir vænt um það í hvert skipti sem tækifærið gefst því þetta gæti verið seinasta tækifærið til þess!
Knús og kossar á ykkur öll og sérstaklega til þín Þóra Magga - mundu að ég er með breiðar axlir og hef alltaf tíma til að tala við þig!!
Lífið er oft á tíðum erfitt en á sama tíma er það svo dásamlegt!!
Ég er mikið búin að hugsa um horfna ástvini seinustu daga, ég er búin að missa svo marga í gegnum tíðina að stundum finnst mér að ég sé orðin ónæm fyrir sorginni en það er ekki svo.
Það er samt búið að vera ótrúlega ljúft að rifja upp allar minningarnar sem hafa skotið upp kollinum!
Að vissu leyti glataði ég sakleysi barnæskunnar í mars 1990 þegar afi Steini dó.
Vissulega hafði ýmislegt sorglegt gerst fram að þeim tíma en þarna uppgötvaði ég að fólk yfirgæfi mann!!!
Elsku afi Steini sem kom alltaf með fulla kassa af góðgæti þegar hann kom í heimsókn - ég get ekki séð pakka af Frón kremkexi nema hugsa til hans!!! Afi Steini hafði stóran faðm og nógan tíma til að tala við okkur krakkana. Mér fannst hann að vissu leyti spes í afa og ömmu flórunni því hann átti engan nema okkur að mínu mati. Hann var bara afi okkar!!!!
Hann kom stundum með fullan kassa af harðfisk sem við deildum með kisunum okkar því þetta var nú eiginlega bara afskurður og mylsna - við sátum við kassann með amk einni kisu og hámuðum í okkur fiskinn:o)
Næsta sorglega árstal er 1992 þegar elsku amma Gunnvör dó úr krabbameini.
Þegar ég fékk að vita að hún væri veik varð ég svo sorgmædd því ég var alveg viss um að hún myndi deyja.
Amma var sterk í veikindum sínum og hafði tíma til að knúsa krakkaorma sem voru of fullorðin til að leggjast á gólfið og gráta yfir örlögunum og hún talaði um lífið sitt og sagði marga skemmtilega hluti.
Ég var alltaf montin af henni ömmu minni því hún vann hjá útvarpinu - þegar ég var yngri fannst mér eins og hún stjórnaði því:o)
Ég man eftir að hafa heimsótt hana í vinnuna á Skúlagötu, ég var dáleidd af snúningshurðinni þar:o) Við fengum líka stundum litla miða sem við gátum farið með í mötuneytið og fengið morgunmat fyrir - sennilega fengum við líka eitthvað annað þar en ég man svo vel eftir linsoðnu eggjunum!!!
Amma Gunnvör var blíð og góð en samt ströng og lét mann ekki komast upp með neitt bull:o)
Afi Björn dó í byrjun árs 1993. Hann saknaði ömmu Gunnvarar mikið og var ekki hræddur um að segja okkur frá því!!
Hann var mjúkur maður sem grét þegar hann kvaddi mann og hann sagði okkur endalaust frá því hvað hann elskaði okkur mikið.
Ég er svo þakklát fyrir að hann hafi eytt seinustu jólunum sínum hjá okkur - það var dásamlegur tími og hann var glaður.
Hann var strangur afi og skammaði okkur ef honum fannst við eiga það skilið en hann var líka svo fljótur að hrósa okkur ef honum fannst þörf á því.
Árið 1995 var erfitt ár!!!
Í janúar 1995 dó afi Einar, Einar var ekki alvöru afi minn en mér fannst hann það samt!!
Hann var svo góður við okkur og hann var svo góður við ömmu - afi Einar var frekar hljóðlátur maður en hann var með frábæran húmor og hann var svo traustur.
Hann átti alltaf fallega bónaða bíla og hugsaði vel um þá - hann hristir örugglega hausinn yfir kæruleysi mínu í að þvo og bóna bílinn minn:o)
Í júlí sama ár dó amma Ásta, elsku amma Ásta sem var veik í svo mörg ár.
Hún varð veik á undan öllum hinum en samt lifði hún lengst.
Hún var dama fram í fingurgóma - varaliturinn var alltaf óaðfinnanlegur!!
Hún vann hörðum höndum og var alltaf stolt af vinnunni sinni þegar hún talaði við okkur. Hún mætti snemma í vinnuna á hverjum degi og ekki veit ég til þess að hún hafi nokkurn tíma fengið neitt greitt fyrir það en hún gerði það með gleði sem ég öfunda hana af þegar ég er þreytt á vinnunni minni!!
Hún var ákveðin kona sem sagði okkur að þegja ef við hefðum ekkert að segja og samt hvatti hún okkur til að segja henni allt sem við vildum.
Hún var alltaf að gera vel við okkur, hún laumaði peningi í vasann hjá manni og hvíslaði að best væri að afi vissi ekki af þessu því þetta væru hennar peningar. Hún fór í bíó með okkur og virtist alltaf skemmta sér vel, svo tókum við strætó heim því Einar átti að hvíla sig en ekki ná í okkur, stundum tókum við leigubíl en það var nú samt oftar þegar við vorum að fara í bíóið, amma Ásta keyrði ekki!!
Ég held stundum að henni hafi þótt það karlmannsverk að keyra þó hún hafi aldrei minnst á það en alltaf talaði hún um að pabbi keyrði miklu betur en mamma:o)
Það sem er sárast við að hugsa um ömmu Ástu er það að hún eyddi seinustu árunum sínum á dvalarheimili að miklu leyti út úr heiminum, hún fékk Alzheimer, sjúkdóminn sem eyddi meira og meira úr heila hennar með hverjum deginum.
Fyrst af öllu hurfu öll ævintýrin og sögurnar sem hún sagði okkur svo oft þegar við vorum lítil. Það var samt sorglegast af öllu þegar minningin um okkur hvarf úr huga hennar.
Þegar hún hætti að þekkja okkur brast eitthvað í hjartanu.
Það voru tímar þegar hún virtist þekkja mann en þar sem málið var nánast horfið úr minninu þá var erfitt að vita hvort hún þekkti mann í alvöru eða hvort það væri bara einhver óljós minning sem hún væri að brosa að.
Oft heimsótti ég hana og stundum í þeim heimsóknum strauk hún mér um hendur og kinnar og kallaði mig barnið sitt og þá vissi ég að hún var að hugsa um mömmu mína en þekkti hana ekki þó elsku mamma mín sæti hinu megin við hana.
Það er svo erfitt að kveðja ástvin í svona mörg ár og lengi vel gat ég ekki hugsað um hana því það var einfaldlega of sárt.
Ef það er einhver sem nennti að lesa í gegnum þetta allt þá vil ég bara segja - mundu að segja þeim sem þér þykir vænt um það í hvert skipti sem tækifærið gefst því þetta gæti verið seinasta tækifærið til þess!
Knús og kossar á ykkur öll og sérstaklega til þín Þóra Magga - mundu að ég er með breiðar axlir og hef alltaf tíma til að tala við þig!!
2 Ummæli:
Takk fyrir að deila þessum minningum með mér. Ég sat og las og grét og hló því þegar maður leyfir sér að hugsa um sorglega og erfiða hluti komu skemmtilegu stundirnar líka oft upp í minningunni. Steini afi og stóru harðfisk kassarnir, trixið, kóngabróstsykurinn og allt hitt. Amma Ásta og endalausu leyndarmálin, ævintýralegu ævintýrin (þið fenguð að heyra sömu og ég heyrði einhverjum árum og áratugum áður). Amma Gunnvör og afi Björn úti í afabúð og allir alltaf að skreppa í kaffi og spjall. Afi Einar sem var svo góður við alla og alltaf með harmónikkutónlist í kasettutækinu. Og hann var svo einmanna eftir að mamma fór á Hrafnistu.
æ, ég varð eitthvað svo meyr að lesa þetta, enda farin að sakna allra heima á Íslandi svo mikið. Mér finnst alltaf svo gaman að lesa um afa björn og ömmu gunnvöru, mér þykir svo leiðinlegt að hafa ekki kynnst þeim betur, ég veit ég hefði haft svo gaman að því að spjalla við þau. Ég man svo lítið eftir þeim en þó man ég að einu sinni, eftir að þau voru bæði orðin veik, voru þau að passa mig og amma sendi mig út í sjoppu (líklega afabúð) til að kaupa nammi og vídjóspólu... MEÐ 5000 KALL!!!
Takk fyrir að deila þessu með okkur!
Kolbrún Inga litla frænka.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim