það er auðvitað margt sem er búið að gerast síðan ég skrifaði einhverjar fréttir af mér seinast...ætli það sé ekki um að gera að koma með smá update af lífi mínu...
*búin að nördast í angel í marga klukkutíma - vakti heila nótt um daginn að nördast...
*fór á opnun á listasýningu og fékk fiskisúpu þar...
*ég hjálpaði pabba í vinnunni og var rosa dugleg...
*las fullt en ekki búin klára neina bók....hálfnuð með nokkrar;o)
*búin að fá milljón hugmyndir af verkefnum fyrir veturinn...
*búin að spjalla mikið við alls konar fólk...ætli það sé hægt að spjalla yfir sig??
*varð vitni að heimiliserjum í gula gettóinu...er ekkert smá fegin að búa í rólegu bláu hverfi;o)
*búin að halda matarboð og fylla matargestinn...
*búin að djamma á mánudegi og fara í picknic á þyrlupallinum
*endurheimti mann, konu, ungling og ástmann öll heim sama daginn - hvað á það að þýða að skilja mig eftir aleina!!!!
...það er pottþétt e-ð meira markvert búið að gerast en ég man það ekki í bili...
á morgun ætla ég að skella mér í sumarbústað og vera í rólegheitum...bústaðurinn er á mörkum hins byggilega heims þannig að þar er ekki netsamband, enginn skjár 1, næstum ekki gsm samband og sennilega bara 2 útvarpsstöðvar....þar er samt rafmagn og rennandi vatn þannig að mér er sama....ég ætla að klippa tré, tína rabbabara og fíla grasið þar sem það grær...kannski ég misþyrmi líka lúpínu!!!
læt vita af mér þegar ég kem aftur í menninguna...farið vel með ykkur þangað til og ef þú saknar sveitasælu og fuglasöngs þá ert þú velkomin/n í heimsókn...sendu bara sms eða hringdu og fáðu staðsetninguna á hreint