laugardagur, september 30, 2006

akureyris í lok september:o)

sit hér á Akureyri og hlusta á allskonar merkilega fyrirlestra um skólaþróun, mannréttindi, börn og ýmislegt þessu tengt...ég er alltaf að læra e-ð nýtt!!

hér á akureyri er rigning og ágætlega svalt...samt ekkert eins og í fyrra þegar búið var að opna skíðalyftuna á þessum tíma árs...vonandi er að fara í hönd betri vetur veðurfarslega séð!!!

Ég er ekki búin að ákveða hvort ég fer heim eftir skóla í dag eða bara í fyrramálið...finn fyrir vissum þrýstingi að fara heim í kvöld frá ónefndri eiginkonu....merkilegt með þessa konu að hún getur látið sig hverfa í fleiri daga oft í mánuði og ekki má ég segja bofs yfir því....en ef ég voga mér að reyna að mennta mig aðeins þá verður allt vitlaust....

það er annars búið að vera ósköp rólegt það sem af er þessari dvöl minni...búin að sofa yfir sjónvarpinu að venju og auðvitað læra aðeins...það er ótrúlegt hvað lífið gengur alveg þó maður komist ekki á netið!!!

miðvikudagur, september 27, 2006

örfréttir

ákvað að henda inn einni snöggri færslu...mikið að gera hér að venju...lifi samt nett kæruleysislega - hef td ekkert gert eftir kennslu í dag nema tala um málfræði og stafsetningarreglur...verð bara miklu duglegri á morgun...fer norður á fimmtudag og það verður örugglega gaman....

er að hugsa um að fara að lúlla núna....

mánudagur, september 25, 2006

spurning + ábending

AF HVERJU FYLGIR FÓLK EKKI FYRIRMÆLUM????


LESTU LEIÐBEININGARNAR ÁÐUR EN ÞÚ BIÐUR UM HJÁLP!!!!

sunnudagur, september 24, 2006

urr

það er mannréttindabrot að eiga nágranna sem hlusta á leiðinlega tónlist!!!!!

sólardagur

af einhverjum orsökum þarf kattarkvölin alltaf að leggjast ofan á það sem ég er að nota...núna liggur hún efst á bókastaflanum sem ég er að reyna að fletta í gegnum...

síðan kisa kom hefur einn kertastjaki látið lífið en hann var ljótur hvort eð er

í gær hélt ég heimilisbreytingunum áfram og þetta er allt að taka á sig rétta mynd

best að skella sér í að velta kisu af bókastaflanum og halda áfram að vinna

fimmtudagur, september 21, 2006

óþekkur kisi....

í dag fékk ég gest...gestur þessi er hinn mesti meinvaldur...fer um alla íbúðina og þefar af hlutum...veltir niður hlutum sem eru í gluggakistum...étur eitt blómið mitt...fer undir allt og finnur ryk og færir það fram á mitt gólf....klórar húsgögnin eins og ekkert sé sjálfsagðara...núna kúrir gesturinn við hliðina á mér og sefur....enda er maður þreyttur eftir 5 klst skoðunarferð!!!

ég hef ekkert sagt um Nick Cave tónleikana sem ég fór á seinasta laugardag....það er eiginlega vegna þess að ég er enn orðlaus...tónleikarnir voru frábærir...ég var í vímu eftir tónleikana og gat ekki þurrkað af mér brosið í marga daga og er varla búin af því ennþá...plöturnar með Cave eru góðar en ég væri til í að eiga fullt fullt af tónleikaplötum með honum!!!

annars er svo sem ekki margt að frétta...ég vinn og vinn og vinn...sem betur fer hef ég gaman af vinnunni minni annars væri ég búin að hoppa fram af svölum...

foreldrar mínir fara til danmerkur á morgun og verða þar í 2 vikur...einar og gugga fara til usa og kanada í byrjun október og verða þar í 2 vikur....siggi og iðunn fara til danmerkur í byrjun október og verða í 1 viku...ég fer til danmerkur 11. október - ég hef ekki verið í danmörku síðan mánaðarmótin mars/apríl 2005....ég hlakka svo til!!!!!!!

mánudagur, september 18, 2006

hallú

Setti inn nokkrar myndir af skrifborðsinnpökkun í myndaalbúmið mitt.


hef ekkert að segja annars...búin að vera hrikalega dugleg að vinna í kvöld...líka búin að breyta aðeins í eldhúsinu hjá mér á meðan ég eldaði kvöldmatinn

lenti annars í smá rökræðum í dag um menntun og valfrelsi í störfum...stundum er ekki hægt að leyfa fólki að vera í friði í sápukúlunni sinni....þoli ekki þegar fólk heldur að það geti "sigrað" í rökræðum með að hækka röddina...en kann sko að beita hörku röddinni í þeim aðstæðum!!!!

föstudagur, september 15, 2006

helgina að skella á

seinustu viku hef ég talað mikið við karlmenn, alveg frá því að ræða daginn og veginn yfirborðslega yfir í það að ræða kynlíf þeirra...nú gæti einhver haldið að ég væri á daðrinu en það er langt frá því...mér gafst einfaldlega tækifæri til að kíkja inn í hugarheim karlmanna og auðvitað greip ég tækifærið....að þessu komst ég meðal annars:

...karlmenn ræða ALLT við hvern annan (sögusagnir um að þeir geri það ekki eru einmitt bara sögusagnir!!!)
...karlar eru miklu grófari í lýsingum á kynlífi en konur (kannski erum við konur enn og aftur farnar að hugsa með hjartanu og viðurkennum td. ekki ef kynlífið var ekki fullkomið???)
...alltof margir karlmenn eru alveg til í framhjáhald (ætli það sé af því að þetta er bara dráttur í þeirra huga???)
...karlmenn segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja!!!!!
...karlmönnum er það eðlislægt að skrökva þegar við spyrjum þá að því hvað þeir eru að hugsa (standardsvarið virðist vera...hvað það er yndislegt að vera með þér!!)


ýmisleg annað var rætt og aðalniðurstaðan virðist vera að:

....karlmenn eru bara skíthælar ef við konur höfum of háar væntingar til þeirra...
...við konur erum ótrúlega vitlausar á köflum og látum stundum spila ótrúlega mikið með okkur....



við stöllurnar dunduðum okkur í gærkvöldi við að pakka inn gjöfum handa fjármálstjóranum - ótrúlega skemmtilegt!!! sjaldan séð skemmtilegra skrifborð!!!!





þriðjudagur, september 12, 2006

seint skrifa sumir...

veit ekkert hvað ég á að skrifa...er að vinna vinna vinna og vinna...mér finnst einhvern veginn að einhver hafi stolið lífi mínu og ákveðið hvað ég á að gera og hvenær og þetta er frekar þétt dagskrá!!!!

það gengur vel að byrja í ræktinni aftur...ekki alveg búin að ná þolinu upp í það sem það var en það kemur á næstu 2 vikum...vona ég;o)

næstu helgi eru tónleikar með Nick Cave...ég hlakka mikið til!!!!

enn hef ég ekki verið heima hjá mér heila helgi...næsta helgi verður 7unda helgin í röð sem ég er eitthvað að þvælast...búin að skoða dagatalið og ég ætti að vera laus helgina 23.-24. sept þannig að þá er stefnan sett á heimilisstörf....

í gærkvöldi eldaði ég lærisneiðar fyrir þóruna...ætlunin var að við myndum funda e-ð yfir matnum...svo fór nú ekki....við tókum létt hlutverkjaskipta leikrit og öskruðum á hvor aðra í biturleika meðan ég eldaði og hún horfði á fréttir...hahahaha...mjög gaman alltaf hjá okkur....annars eyddum við kvöldinu í að horfa á sjónvarp og hlægja og gráta til skiptis..

seinasta föstudag fór ég í leikhús með samstarfsfólki mínu...við fórum að sjá Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu í borgarnesi...þetta leikrit er stórkostlegt og ég skemmti mér mjög vel

á laugardaginn var ball og við auðvitað skelltum okkur þangað með smá viðkomu á hótelinu þar sem við kíktum á tjörustráka...mikið fjör og mikið gaman....

á sunnudaginn fór ég í afmæli hjá litla frænda sem kyssti mig og knúsaði mig þegar ég kom og tilkynnti mér síðan að hann ætlaði að slást við mig.....

á sunnudaginn var vibba veður!!!!!

þriðjudagur, september 05, 2006

punktar úr lífi mínu

ég var að lesa bloggið mitt yfir og sá þar að ég hef gleymt að segja frá ýmsu...ákvað að bæta aðeins úr því....í ágúst gerðist ýmislegt og ég komst að ýmsu


*ég tók að mér einkakennslu og kvaddi vel fólk á leið til útlanda

*það er hrikalega léleg þjónusta á ónefndum stað sem er við hliðina á Galileo í miðbæ reykjavíkur

*vodki og skot í ómældu magni hafa örvandi áhrif á neikvæða líðan

*ég get vakað í tvo sólarhringa og verið hress allan tímann

*kokkurinn á laugabæ er mjög góður

*ég aðstoðaði þóruna við að elda fyrir stóran hóp af útlendingum - þeir borðuðu allt og fannst kjötsúpan sem sauð aldrei hrikalega góð

*unglingurinn minn flúði að heiman og býr nú í gömlu húsi í reykjavíkinni og lærir að prjóna og sauma á fullu

*bróðir minn malbikunarmaðurinn í heimsókn í nokkra daga

*ég fíla hrokagikki

*það er gott að sofa á akureyri

*það er átak að fara af stað í ræktinni eftir langt sumarfrí

*hef ekki unnið heila vinnuviku síðan skólinn byrjaði en ég held að næsta vika verði frídagalaus

*það er erfitt að koma á rútínu eftir regluleysi sumarsins

mánudagur, september 04, 2006

!?%&$#"!

Umsókn mín um fleiri klst í sólarhringinn - HAFNAÐ

Umsókn mín um fleiri daga í vikuna - HAFNAÐ

Umsókn mín um dvalarleyfi á Plútó - HAFNAÐ

Allt þetta leiðir af sér að ég verð víst að sinna 150% vinnu og 50% námi og 250% félagslífi alveg sjálf...þess vegna vantar mig skipuleggjanda...einhvern til að skipuleggja líf mitt og segja mér hvað ég á að gera og hvenær...ef ég samþykki umsækjanda þá mun ég gera ALLT sem hann/hún segir mér að gera!!!

föstudagur, september 01, 2006

pistill frá Akureyri

er á Akureyri þar sem stuðið að fara af stað, hlakka til að takast á við verkefnin í vetur...fyrsta fagið sem ég fer í heitir Skólar og skólaþróun og ég held það sé spennandi

kom hingað í gærkvöldi og lenti í því á leiðinni að þurfa að nota bæði þokuljós og háu ljósin í fyrsta skipti á nýja fína bílnum mínum...hingað til hefur hann bara verið sumarbíll en núna er hann að verða að heilsársbíl;o)

það er enn mikið að gera hjá mér - ekkert nýtt svo sem við það:oD

hef ekki verið heima hjá mér heila helgi síðan í júlí...sakna þess að hanga heila helgi í sófanum og gera ekkert


Mig vantar mann/konu til að þvo bílinn minn reglulega - býður einhver sig fram?? Launin eru 3 rétta kvöldverður amk einu sinni í viku!!!!