þriðjudagur, september 12, 2006

seint skrifa sumir...

veit ekkert hvað ég á að skrifa...er að vinna vinna vinna og vinna...mér finnst einhvern veginn að einhver hafi stolið lífi mínu og ákveðið hvað ég á að gera og hvenær og þetta er frekar þétt dagskrá!!!!

það gengur vel að byrja í ræktinni aftur...ekki alveg búin að ná þolinu upp í það sem það var en það kemur á næstu 2 vikum...vona ég;o)

næstu helgi eru tónleikar með Nick Cave...ég hlakka mikið til!!!!

enn hef ég ekki verið heima hjá mér heila helgi...næsta helgi verður 7unda helgin í röð sem ég er eitthvað að þvælast...búin að skoða dagatalið og ég ætti að vera laus helgina 23.-24. sept þannig að þá er stefnan sett á heimilisstörf....

í gærkvöldi eldaði ég lærisneiðar fyrir þóruna...ætlunin var að við myndum funda e-ð yfir matnum...svo fór nú ekki....við tókum létt hlutverkjaskipta leikrit og öskruðum á hvor aðra í biturleika meðan ég eldaði og hún horfði á fréttir...hahahaha...mjög gaman alltaf hjá okkur....annars eyddum við kvöldinu í að horfa á sjónvarp og hlægja og gráta til skiptis..

seinasta föstudag fór ég í leikhús með samstarfsfólki mínu...við fórum að sjá Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu í borgarnesi...þetta leikrit er stórkostlegt og ég skemmti mér mjög vel

á laugardaginn var ball og við auðvitað skelltum okkur þangað með smá viðkomu á hótelinu þar sem við kíktum á tjörustráka...mikið fjör og mikið gaman....

á sunnudaginn fór ég í afmæli hjá litla frænda sem kyssti mig og knúsaði mig þegar ég kom og tilkynnti mér síðan að hann ætlaði að slást við mig.....

á sunnudaginn var vibba veður!!!!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bara ef þú ert búin að gleyma þá vil ég minna þig á að þú verður barnfóstra þessa helgi sem þú þykist ætla að vera í húsmóðurleik!(og reyndar í rúml. 14 daga). Hafðu það gott í ræktinni og mundu að taka smá á fyrir mig líka. Ég sæki svo vöðvabúntin mín síðar.

12 september, 2006 17:09  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim