þriðjudagur, september 05, 2006

punktar úr lífi mínu

ég var að lesa bloggið mitt yfir og sá þar að ég hef gleymt að segja frá ýmsu...ákvað að bæta aðeins úr því....í ágúst gerðist ýmislegt og ég komst að ýmsu


*ég tók að mér einkakennslu og kvaddi vel fólk á leið til útlanda

*það er hrikalega léleg þjónusta á ónefndum stað sem er við hliðina á Galileo í miðbæ reykjavíkur

*vodki og skot í ómældu magni hafa örvandi áhrif á neikvæða líðan

*ég get vakað í tvo sólarhringa og verið hress allan tímann

*kokkurinn á laugabæ er mjög góður

*ég aðstoðaði þóruna við að elda fyrir stóran hóp af útlendingum - þeir borðuðu allt og fannst kjötsúpan sem sauð aldrei hrikalega góð

*unglingurinn minn flúði að heiman og býr nú í gömlu húsi í reykjavíkinni og lærir að prjóna og sauma á fullu

*bróðir minn malbikunarmaðurinn í heimsókn í nokkra daga

*ég fíla hrokagikki

*það er gott að sofa á akureyri

*það er átak að fara af stað í ræktinni eftir langt sumarfrí

*hef ekki unnið heila vinnuviku síðan skólinn byrjaði en ég held að næsta vika verði frídagalaus

*það er erfitt að koma á rútínu eftir regluleysi sumarsins

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim