laugardagur, september 30, 2006

akureyris í lok september:o)

sit hér á Akureyri og hlusta á allskonar merkilega fyrirlestra um skólaþróun, mannréttindi, börn og ýmislegt þessu tengt...ég er alltaf að læra e-ð nýtt!!

hér á akureyri er rigning og ágætlega svalt...samt ekkert eins og í fyrra þegar búið var að opna skíðalyftuna á þessum tíma árs...vonandi er að fara í hönd betri vetur veðurfarslega séð!!!

Ég er ekki búin að ákveða hvort ég fer heim eftir skóla í dag eða bara í fyrramálið...finn fyrir vissum þrýstingi að fara heim í kvöld frá ónefndri eiginkonu....merkilegt með þessa konu að hún getur látið sig hverfa í fleiri daga oft í mánuði og ekki má ég segja bofs yfir því....en ef ég voga mér að reyna að mennta mig aðeins þá verður allt vitlaust....

það er annars búið að vera ósköp rólegt það sem af er þessari dvöl minni...búin að sofa yfir sjónvarpinu að venju og auðvitað læra aðeins...það er ótrúlegt hvað lífið gengur alveg þó maður komist ekki á netið!!!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessi ónefnda eiginkona er nú meiri leiðindarherfan. Farðu samt að koma þér heim.

30 september, 2006 12:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa. Keyptu svo nokkrar bleikar töflur handa Möggunni næst þegar þú leggur land undir fót, ef þær duga ekki skaltu dæla í hana bláum og grænum - snarvirkar og mun betur heldur en þessar hvítu sem hún dælir í sig!!

01 október, 2006 11:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig er þetta eiginlega, þú ert varla ennþá að jafna þig eftir ferðina til "Akureyris" ???
Hertekur konan þig svona að þú færð ekki einu sinni að blogga þegar þú kemur heim í sveitina ???
Sakna ykkar, sjáumst vonandi fljótlega.
Kv. úr "the capital"

03 október, 2006 23:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim