sunnudagur, júlí 29, 2007

Á góðri stundu...

Skemmtileg helgi að baki.....þjófstartsball, grill á hafnarsvæði, kraftakeppni, sundferð í Stykkishólm, ég hef aldrei, brenna, skemmtiatriði, hverfagrill, ball, mikil gleði og hrikalegt fjör er meðal annars það sem gerðist um helgina....
Hér var fullt hús af fólki alla helgina og það var mikið fjör. Það hafa aldrei verið svona margir gestir hjá mér og ég held að ísskápurinn hafi aldrei verið eins troðinn. Er ánægð eftir helgina og hrikalega þreytt þrátt fyrir að hafa sofið meira og minna í allt kvöld yfir sjónvarpinu


Powered by ScribeFire.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

I spoke out too soon...

Ég hringdi á lögguna í gær....ég réðst á "innbrotsmann" og hann réðst á mig....ég kom honum út með brögðum og bíð nú eftir því að vita hvort ég verði kærð.....gáfulegt!!!! Bara til að hafa það á hreinu þá eigið þið ekki að gera neitt þegar á ykkur er ráðist svo að þið verðið ekki kærð!!!! Annars er að sjálfsögðu löng saga bak við þetta sem ég nenni ekki að rekja hér en rakti fyrir lögregluna í skýrslutöku í gær...held reyndar að ég hafi gleymt einu eða tveimur atriðum en maður getur ekki munað allt high á adrenalíni og hræðslu!!!
Ætla að klára að pakka hérna í hálfsveitinni og skella mér á skrautveiðar og stoppa aðeins í einni ákveðinni búð og svo er það landsbyggðin... knús og skemmtið ykkur vel og fallega Valla glæpur!


Powered by ScribeFire.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

21...

Það gengur mikið á hérna í vinnunni suma dag og aðeins minna aðra...í gær þurfti 2 að hringja eftir lögvaldinu þar sem ungir drengir voru með stæla, leiðindi og læti!!!! Ég hringi auðvitað ekki sjálf á lögguna heldur er ég með fólk í vinnu við það...hehe
Annars er þessari sumarvinnu hérna í Hafnarfirði að ljúka...aðeins dagurinn í dag og svo þriðjudagurinn í næstu viku eftir!! Þetta er búið að vera gaman og allt öðru vísi en það sem ég geri venjulega en ég verð ósköp fegin að fara "bara" að vinna í skólanum!!! Mikill undirbúningur eftir eða kannski er ég bara að mikla þetta fyrir mér!!!!
Fer til Grundarfjarðar á morgun og skreyti hús hýbýli með bláu!!!!

mánudagur, júlí 23, 2007

36 klst left and still counting

Ég hef mikið verið í því að plana þessa dagana....mikið að gera og mikil fjölbreytni í gangi:oD
Langtímaplanið er meðal annars svona
...morgun og hinn - vinna
...næsta helgi - grundódagar
...þriðjudagur - vinna
...verslunarmannahelgi - akureyri
...8. ágúst - vestfirðir
...10. ágúst Álftanes
...11-15. ágúst eru óráðnir en mikil plön eru í gangi
...16-17. ágúst fyrsta lota hjá endurmenntun
...18. ágúst brúðkaup og ég er veislustjóri
...20-21. ágúst - vinnudagar
...22. ágúst - 1 kennsludagur
Best að skella sér í næsta lið í skammtímaplaninu sem er freyðibað og snemma að sofa



Powered by ScribeFire.

föstudagur, júlí 20, 2007

nokkrir punktar það sem af er degi...

...af einhverjum orsökum þá vorkenni ég köllunum sem eru búnir að vera að tala í símann hérna í dagl þeir hljóma alltaf eins og þeir séu sorgmæddir og alveg að fara að gráta
...ef peningarnir þínir eiga að vera sléttir.....hættu þá að krumpa þá í vasanum
....nei ég veit ekki hvar pósthúsið er, hversu lengi kaffihúsið er opið eða hvaða læknir er bestur hér....já og NEI ég bóka ekki tíma fyrir læknana á st jósefs!!!!!!

sem betur fer er þessi vinnudagur farinn að styttast...þegar honum er lokið, öllum 14 klst á ég bara eftir 4 daga!!!!

er búin að ákveða að fara á Halló Akureyri með öllum hinum vilingunum:oD er samt of fín með mig til að sofa í tjaldi svo ég er líka búin að redda hlýju rúmi og sætum strák til að knúsa!!! hahahahahahahaha



Powered by ScribeFire.

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Mér finnst rigningin góð...

Í morgun þegar ég fór fætur var svo fersk og góð lykt úti....rigningarúði en samt ekki svo kalt...lovely!!
Var í vinnunni í 12 tíma í dag og fór svo í mat til Jónu og dætra...yndislegt. Verð svo líka að vinna á morgun en svo er frí um helgina!!!
Veit ekki alveg hvað ég ætlaði eiginlega að segja í þessu bloggi svo ég ætla bara að hætta og fara að sofa því það er ótrúlega stutt í að klukkan verði 6 og ég þurfi að vakna


Powered by ScribeFire.

mánudagur, júlí 16, 2007

Helgin hjá mér

Föstudagur:
vinna í tólf tíma, náði í þvottinn minn og fór í sturtu í íbúðinni minni og skellti mér svo í hina íbúðina mína og við tók stíf drykkja og skemmtilegt spjall hjá skemmtilegum stelpum....við löbbuðum niður í bæ einhvern tíma eftir miðnætti, fórum á ölstöfuna og svo fór ég heim...ég var orðin svo þreytt að ég hefði getað sofnað standandi....af hverju ég labbaði heim hef ég ekki hugmynd um en blöðrur og sár eru sönnun þess að það var slæm hugmynd...vaknaði um miðja nótt við það að rúmfélaginn var að borða franskar.....

Laugardagur:
vaknaði hrikalega hress!!!! klukkan 10, pakkaði niður og skellti mér í borgarfjörðinn...þar var ættarmót í uppsiglingu....dagurinn leið við spjall, hlátur, leiki og góðan mat....ótrúlegt hvað ég á mikið af ættingjum....var úti nánast allan daginn sem endaði í hlátri og sannleikanum eða kontor í hópi skemmtilegs fólks...fór alltof seint að sofa og var orðið ótrúlega kalt!!!!

Sunnudagur:
vaknaði kl 10 og kjaftaði við ættingja í uþb 4 tíma áður en ég lagði af stað til Grundarfjarðar...kom reyndar við hjá vinum á leiðinn en var komin hingað um kvöldmatarleytið. Er búin að vera að laga heimilið til og gera sætt hjá mér....já og þvo þvott...fullt af þvotti!!!!

fimmtudagur, júlí 12, 2007

busy woman

Tíminn líður frekar hratt um þessar mundir....ég vinn og versla og knúsa köttinn og tala...ég tala svo mikið að dagarnir nægja mér ekki....er mér sagt.....ég virðist halda uppi samræðum á nóttunni á einhverju óskiljanlegu máli...ég hef bara svo mikið að segja!!! Annars er ég bara fegin að það er óskiljanlegt þetta næturmál miðað við draumfarirnar stundum...

í dag og morgun er vinna, 12 tíma vaktir....svo er 4 daga frí sem ég ætla að nýta til þess að skreppa á ættarmót og fara heim til mín!!! langt síðan ég kom þangað seinast og ég er farin að sakna heimilisins...

föstudagur, júlí 06, 2007

hættið að naga neglur af spennu

ég sit ekki enn heima í miðri ruslahrúgu og skæli...
ég skveraði mér auðvitað í tiltekt og shænaði heimilið þvílíkt...að vísu þykist ég vita að það verði allt orðið rykugt aftur næst þegar ég kem heim eftir rúma viku en svona er nú það

ég er búin að vera að vinna 12 tíma vaktir í þessari viku og það er ósköp þægilegt þar sem ég þarf þá aðeins að vinna 14 vaktir í mánuðinum...nógur tími til að fara á ættarmót og á grundarfjarðardagana!!!!!

ef ég gæti klónað mig gæti ég búið á mörgum stöðum....

sunnudagur, júlí 01, 2007

status

þegar ég kom inn á heimili mitt í gær féllust mér hendur...ég hef ekki lagað til síðan um miðjan apríl eða var það kannski í byrjun apríl????....allaveganna þá ber heimilið þess merki að vera vanrækt....blaðastaflar um allt...sumt er rusl og sumt eru mjög mikilvæg og/eða merkileg skjöl....frystirinn er tómur og ísskápurinn inniheldur 1 hvítvín, 3 bjóra og 2 hálfar sultukrukkur...SORGLEGT...allaveganna þá snýst ég í hringi og færi til hluti en einhvern veginn þá veit ég ekki alveg hvernig ég á að fara af þessu....en ég reyni:oD

Ég er semsagt í fríi um helgina og ákvað að koma mér heim og vinna aðeins og taka á móti gestum og svoleiðis...vinnan gengur fínt en ég er hrædd um að gestirnir neiti að koma inn hjá mér:o)

Sumarfríið mitt er um það bil hálfnað....ótrúlegt en satt!!! þarf að fara að gera eitthvað af öllu því sem ég ætlaði að gera í sumar...