mánudagur, júlí 16, 2007

Helgin hjá mér

Föstudagur:
vinna í tólf tíma, náði í þvottinn minn og fór í sturtu í íbúðinni minni og skellti mér svo í hina íbúðina mína og við tók stíf drykkja og skemmtilegt spjall hjá skemmtilegum stelpum....við löbbuðum niður í bæ einhvern tíma eftir miðnætti, fórum á ölstöfuna og svo fór ég heim...ég var orðin svo þreytt að ég hefði getað sofnað standandi....af hverju ég labbaði heim hef ég ekki hugmynd um en blöðrur og sár eru sönnun þess að það var slæm hugmynd...vaknaði um miðja nótt við það að rúmfélaginn var að borða franskar.....

Laugardagur:
vaknaði hrikalega hress!!!! klukkan 10, pakkaði niður og skellti mér í borgarfjörðinn...þar var ættarmót í uppsiglingu....dagurinn leið við spjall, hlátur, leiki og góðan mat....ótrúlegt hvað ég á mikið af ættingjum....var úti nánast allan daginn sem endaði í hlátri og sannleikanum eða kontor í hópi skemmtilegs fólks...fór alltof seint að sofa og var orðið ótrúlega kalt!!!!

Sunnudagur:
vaknaði kl 10 og kjaftaði við ættingja í uþb 4 tíma áður en ég lagði af stað til Grundarfjarðar...kom reyndar við hjá vinum á leiðinn en var komin hingað um kvöldmatarleytið. Er búin að vera að laga heimilið til og gera sætt hjá mér....já og þvo þvott...fullt af þvotti!!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim