fimmtudagur, júlí 12, 2007

busy woman

Tíminn líður frekar hratt um þessar mundir....ég vinn og versla og knúsa köttinn og tala...ég tala svo mikið að dagarnir nægja mér ekki....er mér sagt.....ég virðist halda uppi samræðum á nóttunni á einhverju óskiljanlegu máli...ég hef bara svo mikið að segja!!! Annars er ég bara fegin að það er óskiljanlegt þetta næturmál miðað við draumfarirnar stundum...

í dag og morgun er vinna, 12 tíma vaktir....svo er 4 daga frí sem ég ætla að nýta til þess að skreppa á ættarmót og fara heim til mín!!! langt síðan ég kom þangað seinast og ég er farin að sakna heimilisins...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim