þriðjudagur, febrúar 27, 2007

athyglisvert

held ég hafi gleymt að monta mig af því að á föstudaginn lagaði ég til á skrifborðinu mínu í vinnunni....það hefur sko ekki gerst síðan...man ekki alveg hvenær en það er langt síðan - ég pakkaði sko öllu draslinu niður í maí þegar við þurftum að tæma vinnuherbergið og tók svo draslið upp aftur seinasta haust:o) Reyndar tók ég þónokkurn skurk þegar pappírstætarinn mætti á svæðið en eins og allir þeir sem þekkja mig vita þá er það mér ekki eðlislægt að taka til!!!! er ekki að grínast það stríðir gegn mínu innsta eðli!!!!

ef það er búið að stjaksetja einhvern er hann eða hún þá stjaksetningur???? af einhverjum orsökum hefur stjaksetning verið mér ofalega í huga í dag:oD

Þóran úrskurðaði mig stórfurðulega í dag þegar ég játaði það að ég hefði heftað te!!!! nenni ekki að reyna að útskýra þetta nákvæmlega en það er mjög góð ástæða fyrir því að hefta te...og það er sko ekki teið sem ég hefta heldur tepokinn!!!!


er að hugsa um að finna nokkrar mýs hérna til að taka með í vinnuna (tippexmýs) og svo auðvitað heftarann sem er á sínum stað í eldhúsinu - hvar annars staðar

sunnudagur, febrúar 25, 2007

sunnudagur

Alger letihelgi að baki...er búin að elda...skoða myndir....horfa á dvd....kjafta....þvo fullt fullt af þvotti....hef varla farið út úr húsi og ég hef notið þess.....

næsta vika er ekki alveg hefðbundin...mánudag er kennsla hjá mér....þriðjudag og miðvikudag-fara yfir verkefni og ganga frá námsmati.....fimmtudag-prófyfirseta....föstudag-helst klára námsmat....á laugardaginn er grímuball hér við sjávarsíðuna...mér dettur enginn grímubúningur í hug og er opin fyrir hugmyndum frá ykkur...

smá mont...það er meira en eitt og hálft ár síðan ég hætti að borða sykur...nánar tiltekið 543 dagar!!!

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

sko já einmitt eða þú'st ég held það

ætlaði að skrifa eitthvað hrikalega sniðugt hér...man ekki alveg hvað það var...ef ég man það seinna þá gleymi ég því samt örugglega aftur áður en ég næ að skrifa það hér...hahahahahahahaha

er að gera tilraunir með spelt um þessar mundir...er búin að gera pizza úr spelti og í kvöld gerði ég speltbollur með graskersfræum....þær líta vel út og er mjög góðar á bragðið...allir sem koma í heimsókn fá að smakka

er búin að eyða hluta af deginum í að spá í hvaða hluti maður tekur nærri sér...hvað gerir mann reiðan og annað slíkt...ef einhver gerir þig þig brjál hvað gerir þú þá?? gargaru? græturu? eða skrifar þú kannski reiðibréf og úthúðar hinni manneskjunni? ætla að halda áfram að hugsa um þetta

ps) ef þú vilt að fólk sýni þér athygli skaltu sýna því athygli, sjálfselskt fólk er ekki spennandi og ef þú vilt að ég sýni þínu dóti áhuga skaltu sýna mínu dóti áhuga!!!

best að ganga frá brauði og fara að lúlla

en kort en lang

einhvern veginn virðist hver vika bara vera ca 3 dagar um þessar mundir - mánudagur, miðvikudagur og rest.....á morgun er miðvikudagur og vikan þar með alveg að verða búin...febrúar byrjaði í gær og er búinn á morgun....

staðan er góð hér...nóg að gera en samt ekki of mikið...lotuskipti í næstu viku....akureyri eftir 3 vikur...þarf að skila verkefni 5. mars og uppkasti af verkefni 12. mars og svo er bara lokaverkefni sem ég flyt á ráðstefnu 5. maí og þá er námið búið!!!

þarf að finna mér hobbý til að hafa eitthvað að gera þegar námið er búið....eða þá bara sækja um eitthvað annað nám...þarf alvarlega að spá í hvað mig langi til að gera og hvenær ég vilji gera það...held að það sé kominn tími á skriflega áætlun með öllu tilheyrandi...

laugardagur, febrúar 17, 2007

þreyttur dagur..

Búin að vera úber þreytt í allan dag...árshátíð og ball í gær...það tók á en allt fór vel fram...í gær kláruðust líka þemadagarnir í skólanum og þar með er mikilli vinnu lokið...ég er mjög sátt við þemadagana en verðlaun vikunnar fær árshátíðarnefndin sem var skipuð eintómum snillingum...þessir strákar stóðu sig svo vel og hugsuðu fyrir öllu.

Nenni ekki neinu akkúrat núna en er að hugsa um að skvera mér í betri föt og horfa á söngvakeppnina í góðum félagsskap...ætla bara að borða fyrst...

powered by performancing firefox

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

hahahaha

Your results:
You are Spider-Man
























Spider-Man
65%
Supergirl
65%
Catwoman
60%
Wonder Woman
60%
Iron Man
60%
Hulk
60%
Superman
60%
The Flash
55%
Green Lantern
50%
Robin
45%
Batman
40%
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.


Click here to take the Superhero Personality Quiz

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

aðeins 5 einingar eftir.....

var aðeins að færa til linka hjá mér...finnst eins og ég hafi gleymt einhverju...hvað var það aftur sem ég ætlaði að gera????

ég held að ég sé að verða lasin...verst að það er ENGINN tími til þess

skilaði seinasta verkefninu í Kennari í starfi áðan og er þar með búin með þennan áfanga...einn áfangi eftir og þá er ég orðin löggiltur kennari....

á morgun og föstudag eru þemadagar í skólanum og á föstudagskvöld er árshátíð hjá nemendafélaginu

næsta vika er seinasta vikan í þessari lotu svo er námsmat...það segir mér að næsta vika verði fjörug....

allt þetta væri frábært ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að ég er búin að vera með höfuðverk í 2 vikur....ég er að verða klikkuð...nenni þessu engan veginn...

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

jahá

í dag glataði ég skopskyninu...það glataðist ásamt ca 13 word skjölum sem hurfu úr tölvunni minni örfáum sekúndubrotum á undan skopskyninu...

búin að endurvinna skjölin en gengur ekki eins vel að endurfinna húmorinn...finnst þetta ekki enn fyndið...kannski ég hlægi af þessu þegar ég verð komin á elliheimili????

um þessar mundir er frekar mikið að gera vinnulega og skólalega séð en ég er búin að komast að því að gleymska auðveldar manni ýmislegt...eða þannig

laugardagur, febrúar 10, 2007

næturbrölt

klukkan 8 í fyrramálið á ég að vera vöknuð og tilbúin að taka rútu í hvalfjörðinn....af hverju er ég þá vakandi að ganga 2 um nótt???? ég er nefnilega svona líka sniðug að ég "lagði" mig milli 19 og 21 í kvöld...andskotans vitleysa....

ég er samt síðan ég vaknaði búin að þvo þvott og hengja upp, pakka niður fyrir morgundaginn og skipuleggja ýmislegt....og auðvitað brjóta saman þvottinn sem var búinn að hanga á grindinni í dálítinn tíma...

held ég ætti að reyna að svæfa mig núna svo ég verði allaveganna semikurteis fram að hádegi á morgun...ekki hægt að vera urrandi pirruð af svefnleysi eins og alla hina dagana í þessari viku...


passar líka fínt að fara að sofa núna því ipodinn var akkúrat að klára að hlaðast...

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

miðvikudagslíf

ætlaði að skrifa eitthvað svo hrikalega sniðugt en það er allt horfið í svartholinu sem er í höfðinu á mér....ég er búin að vera með höfuðverk í 6 daga vegna aukinnar birtu (helvítis andskotans birta alltaf hreint)...ég hlýt samt að fara að venjast þessari birtu og losna við verkinn...vona það allaveganna því að þráður þolinmæðinnar er eiginlega algerlega búinn...ég verð pirraðri með hverri mínútunni sem líður...

þemadagaundirbúningur er í fullum gangi...árshátíðarundirbúningur er í fullum gangi og það er óhuggnanlega stutt í lotuskiptin....en ég er kát og nokkuð kærulaus....

Af hverju er ekki föstudagur á morgun...af hverju þarf ég að vinna á laugardaginn....

mánudagur, febrúar 05, 2007

hér og þar og allsstaðar

hmmm þegar maður ætlar að vista eitthvað á maður víst ekki að velja CLEAR CONTENT...merkilegt nokk...er eitthvað þreytt eftir helgina og geri núna tilraun 2 að skrifa eitthvað smá hér..





um helgina var þorrablót í sjávarþorpinu...ég skemmti mér vel og vona að aðrir hafi gert það líka...held ég hafi ekki ofboðið neinum en maður veit aldrei.....



næstu helgi er stefnan sett á hótel glym í hvalfirði....verður spennandi að sjá staðinn þar sem stjörnurnar hanga....









powered by performancing firefox

föstudagur, febrúar 02, 2007

sybbinn kisi

þar sem ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Söngvakeppni sjónvarpsins 2007 er ég farin að leita á önnur mið....Danir eru bara með 2 undanúrslitakvöld og svo úrslitakvöld þannig að úrslitin ráðast þar í næstu viku...lögin eru kannski ekki súper góð en þau eru samt ekki verri en lögin sem eru með hér...það eru engin lög sem eru svo slæm - vona ég!!!! Í undanúrslitunum í kvöld er sylvía nótt í dragi...og annar ólsen bróðirinn...já og dúo sem var súper vinsælt 1995 með svona one hit wonder lag...þetta verður spennandi.

Þegar ég verð búin að horfa á þáttinn í kvöld ætla ég að horfa á fyrri þáttinn á netinu svo ég viti hvaða lög verða með í úrslitunum í næstu viku...





fólk hefur kvartað yfir því að geta ekki skrifað komment hjá mér...ef þið lendið í því nennið þið að skilja eftir komment til að láta mig vita...hahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha

nei mér þykir það leiðinlegt ef þið fáið ekki að tjá ykkur til fulls en ég finn ekkert að síðunni og þetta virkar hjá mér...



það er mömmuhelgi núna...





powered by performancing firefox