laugardagur, febrúar 10, 2007

næturbrölt

klukkan 8 í fyrramálið á ég að vera vöknuð og tilbúin að taka rútu í hvalfjörðinn....af hverju er ég þá vakandi að ganga 2 um nótt???? ég er nefnilega svona líka sniðug að ég "lagði" mig milli 19 og 21 í kvöld...andskotans vitleysa....

ég er samt síðan ég vaknaði búin að þvo þvott og hengja upp, pakka niður fyrir morgundaginn og skipuleggja ýmislegt....og auðvitað brjóta saman þvottinn sem var búinn að hanga á grindinni í dálítinn tíma...

held ég ætti að reyna að svæfa mig núna svo ég verði allaveganna semikurteis fram að hádegi á morgun...ekki hægt að vera urrandi pirruð af svefnleysi eins og alla hina dagana í þessari viku...


passar líka fínt að fara að sofa núna því ipodinn var akkúrat að klára að hlaðast...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim