miðvikudagur, febrúar 14, 2007

aðeins 5 einingar eftir.....

var aðeins að færa til linka hjá mér...finnst eins og ég hafi gleymt einhverju...hvað var það aftur sem ég ætlaði að gera????

ég held að ég sé að verða lasin...verst að það er ENGINN tími til þess

skilaði seinasta verkefninu í Kennari í starfi áðan og er þar með búin með þennan áfanga...einn áfangi eftir og þá er ég orðin löggiltur kennari....

á morgun og föstudag eru þemadagar í skólanum og á föstudagskvöld er árshátíð hjá nemendafélaginu

næsta vika er seinasta vikan í þessari lotu svo er námsmat...það segir mér að næsta vika verði fjörug....

allt þetta væri frábært ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að ég er búin að vera með höfuðverk í 2 vikur....ég er að verða klikkuð...nenni þessu engan veginn...

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey þú getur komið til mín að vera veik, er enn heima með Einar... Þið getið bara legið saman.

15 febrúar, 2007 08:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér hefur alltaf fundist þú vera líkari Schefferhundi en labrador (er þetta ekki annars labrador) en þú hefur sál hvolps. En þar sem ég á nú meirihlutann í þér þá læt ég bara breyta þér í schefferhund.

15 febrúar, 2007 17:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Steinunn:
Held ég sé barasta ekkert að verða veik núna;o) Þarf nú samt að fara að kíkja í heimsókn til ykkar

Margrét þetta er ekki labrador þetta er golden retriver!!! annars þá vil ég ekki vera schefferhundur en auðvitað geri ég það sem meirihlutaeigandi minn segir!!

15 febrúar, 2007 18:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað er málið með þetta comment kerfi hjá þér, lendi alltaf í vandræðum ef ég ætla að bjarga heiminum og commenta eitthvað sniðugt.

15 febrúar, 2007 18:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

commenta kerfið hjá mér er eins og restin af mér...dyntótt og hundleiðinlegt og alls ekki á mína ábyrgð þar sem einhver annar á það:o)
Skil ekki þetta vesen endalaust núna en tengi það eitthvað þessu nýja bloggerdæmi sem var neytt yfir höfuðið á manni!!!! Lendi samt aldrei í vandræðum sjálf þannig að ég get ekki einu sinni sent kvörtun á blogger/google dæmið

15 febrúar, 2007 20:12  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim