þriðjudagur, janúar 30, 2007

árás geimvera

Í gærkvöldi fundu geimverurnar loksins Snæfellsnes og lentu...þetta olli rafmagnsleysi þar sem þær þurftu að hlaða skipin sín rafmagni....þegar geimverugreyin komust að því að hér væri til skiptis rok og rigning þá fóru þær heim aftur og eyddu nesinu af kortunum hjá sér....þessar geimverur voru subbur þannig að núna er rarik búið að vera að síðan í gærkvöldi að líma saman rafmagnskapla eftir þær...ég fór bara að sofa þegar rafmagnið fór og svaf af mér allt ljósa blikk og rafmagnsskömmtun....fór samt ekki að sofa fyrr en ég var búin að hræða þóruna smá -má alveg..

Í kvöld er tekin stefnan á ákveðið sjúkrahús sem hefur lofað að sýna mér drama og skemmtilegheit - takk Helga

Á sunnudaginn keypti ég miða á þorrablót og fékk fín sæti þrátt fyrir að hafa ekki staðið í röð nema 20 mín....það verður mikið stuð á laugardaginn næsta þegar maður prúðbúinn sprangar á vit hrútspunga og sviðasultu....





powered by performancing firefox

sunnudagur, janúar 28, 2007

Tíminn líður víst endalaust.....

Það er allt í einu að koma sunnudagur en seinast þegar ég leit á klukkuna var miðvikudagsmorgun...

...ég var einmitt að tala um að vinnulega séð væri vikan alveg að verða búin þegar miðvikudagurinn er búinn því ég kenni næstum 100% stöðu mánudag, þriðjudag og miðvikudag(kenni 15 tíma þessa daga og 16 er 100%).....fimmtudagur og föstudagur eru sem sagt aukavinna í raun og veru...ég er líka í fríi í seinasta tímanum báða dagana...

.....seinasta fimmtudag var ball í skólanum og ég var í gæslu...bara til að koma því á hreint þá er ég hundleiðinleg og ógeðslega frek þegar ég er í gæslu...eða það finnst krökkunum alla veganna.......allt gekk vel að venju og ég held að allir hafi farið heim sáttir...

...föstudag var ég frekar þreytt og gerði nánast ekkert allan daginn...hugsaði og skipulagði reyndar MIKIÐ....og svo auðvitað spjallaði ég heilmikið við nemendur mína....mér finnst svo gaman að tala við þau!!!

...föstudagskvöld fórum við landsbyggðardrottningarnar á krákuna og sýndum okkur og sáum aðra...stórskemmtilegt og mikið hlegið....enduðum kvöldið dansandi í heimahúsi...

...í dag fór ég svo til Reykjavíkur...skildu þóruna eftir heima hjá foreldrum hennar og fór svo í afmælið hennar Guggu....og fór í smá karate við skæruliðafrænda minn...hann er krútt!!!....nú er best að fara að hvíla sig þar sem seinasta nótt var frekar stutt!!!

mánudagur, janúar 22, 2007

dagurinn í dag

komin heim



ætti að laga til....nenni ekki



ætti að vaska upp eftir kvöldmatinn...nenni ekki



er samt búin að elda, ganga frá afgöngum, setja í þvottavél, hengja upp þvottinn og blunda yfir sjónvarpinu:o)



já og svo horfði ég á handbolta - ég var sko búin að ákveða þessi úrslit...hehehe...



á morgun verður skemmtilegur dagur









powered by performancing firefox

laugardagur, janúar 20, 2007

Akureyris

Er búin að vera í ágætis "fríi" hérna fyrir norðan þrátt fyrir það að vera frá morgni til kvölds. Ógurleg viska hefur pressast inn í heila minn og ég er eiginlega búin að skipuleggja öll verkefnin sem eftir eru - það eru 5,5 verkefni eftir en seinustu 2 eru eiginlega eitt verkefni þannig að ég á í raun og veru bara eftir 4,5 verkefni eftir....ekki mikið og ég er strax farin að hugsa um það hvað ég eigi að læra næst!!! þori samt ekki að deila námshugmyndum mínum með ykkur eftir að fyrrverandi fjármálastjóri hló að mér og kallaði mig súpernörd;o)



Í gærkvöldi brá ég mér í bíó og aðeins út á lífið - ég mæli hiklaust með myndinni Children of men.



Þó ég hlakki til að koma heim þá er ég nokkuð ánægð með það að vera ekki á leiðinni heim í dag því það verður ágætt að fá smá tíma í viðbót í rólegheitunum...veit samt alveg að vinnan bíður eftir mér þegar ég kem heim en ég neita að láta það hafa neikvæð áhrif og ætla að taka því rólega í kvöld...ætla að horfa á handbolta frá því að skóli klárast og svo verður maður að horfa á söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld:o)





powered by performancing firefox

fimmtudagur, janúar 18, 2007

óðinsdagur og þórsdagur- byrjar ekki þorrinn á morgun

MIÐVIKUDAGUR

Þvílíkur munur....ég er komin norður og ég er ekki pirruð, ekki með hnút í maganum og ekki illt í augunum....það var hálka alla leið en ég þurfti ekki að hugsa um það því ég svaf mest alla leið....fór með rútunni og það kostaði minna heldur en að keyra sjálf!!!!

Gott að vera komin hingað í björtu og fara út í búð og kaupa í matinn og hafa virkilega tíma til að elda eitthvað en ekki bara finna brauð og salat því það tekur stystan tíma!! Núna er nógur tími og ég sé fram á að geta farið að sofa á eðlilegum tíma, að vísu er smá spurning hvað mér finnst vera eðlilegur svefntími:oD

Náði líka að fara á ljósritunarstofuna og sækja greinar sem kennarinn skildi eftir þar sem er gott þá þarf ég ekki að hugsa um það á morgun

Komst að því í gær að bókasafnið í Borgarnesi er fínt...þar voru til 2 bækur sem mig vantaði þannig að það sparaði mér 6000 kr, reikna með að geta náð í hinar 2 bækurnar sem mig vantar í gegnum klíku....gott að hafa sambönd við fólk sem hefur sambönd við konur sem þekkja einhvern sem getur reddað því sem mann vantar.....eða eitthvað svoleiðis:o)

Í dag er góður dagur og hér á Akureyri var víst 20°C heitara í dag en í gær....þegar ég kom var -3°C en á svipuðum tíma í gær var víst -23°C


FIMMTUDAGUR

Í dag snjóar...mikið...ég ákvað þess vegna að skella mér í gönguferð í rúman klukkutíma í morgun:o)

Er núna í skólanum og læri um það hvernig maður hagar sér í skólum....

Langar mest að vera úti að leika mér í snjónum....það er svo sjaldan sem einstaklingur sem býr á Vesturlandi upplifi snjó sem kemur að ofan og fellur niður og er kyrr þar...var örugglega orðin 18 ára þegar ég sá þetta fyrst því svona lagað tíðkast ekki upp undir Eiríksjökli;oD

Jæja best að hlusta aðeins meira


Ps) Málfræðingurinn í mér er að eyðileggja ýmislegt fyrir mér....ég þoli ekki fólk sem fallbeygir ekki nöfn rétt og ég þoli ekki fólk sem setur vitlausar áherslur á orð og ég þoli ekki "ef sé" setningar (verð að hætta að horfa á fréttir og útsendingar frá Alþingi)

mánudagur, janúar 15, 2007

mándudagskvöld

Ég er að þykjast vera að pakka....er að færa mig aðeins nær akureyris á morgun en mér finnst hundleiðinlegt að pakka:D

Er að reyna að pakka ekki of miklu...þetta er alltaf áskorun....

Læt heyra frá mér þegar ég verð orðin merkilegur háskólanemi enn og aftur...

sunnudagur, janúar 14, 2007

smá fréttir

Ég er að prufa mig aðeins áfram við að breyta til...var orðin pínu þreytt á þessu bleika...er pínu að spá í hvað ég geti gert í staðinn fyrir myndasíðuna sem var rænt...er að skoða safnið og hvernig það virki...verð að hafa myndasíðu!!!


jæja best að fara út í snjóinn að leika

föstudagur, janúar 12, 2007

það hefur verið framið rán

Myndaalbúminu mínu var rænt....það er farið fram á lausnarfé en ég er ekki viss um að ég borgi...ég er komin með nýtt og að ég held miklu betra myndasvæði þar sem ég get ráðið því hverjir sjá myndirnar og alls konar svoleiðis...þarf bara að taka mér tíma í að setja myndirnar allar inn á nýja svæðið og setja inn nöfn og svoleiðis...læt ykkur vita hvernig gengur

var aðeins að laga til í linkunum hjá mér og færa til og breyta aðeins....tók út linkinn á myndaalbúmið sem er horfið:o)

er komin með ákveðnar hugmyndir sem kæta mig þó nokkuð...held ég leyfi þeim kæta mig eina aðeins lengur.....læt ykkur vita þegar ég veit meira

Veðrið er vibbi...alger vibbi

fimmtudagur, janúar 11, 2007

sjúklega sæt er syndin

ég er enn í smá krísu en ég er að vinna í þessu og ég þarf ekkert að vera búin að finna út úr þessu fyrr en í kringum páska þannig að vogin í mér hefur nógan tíma til að vega og meta kosti og galla og velta fyrir mér alls konar möguleikum...

Vinnan er komin á fullt mér finnst það gott...mér finnst gaman í vinnunni.....svo gaman að ég gleymi mér oft klukkutímum saman við að gera verkefni og semja áætlanir....það ergir mig óendanlega mikið þegar mér finnst tæknin stoppa mig af og það gerir mig algerlega brjál þegar tæknin virkar ekki eins og hún á að gera - urrrrrrrrrrrrr

ég er búin að vera dugleg að fara í ræktina og borða nokkuð hollt...allaveganna þangað til í kvöld þegar ég borðaði pasta löðrandi í sósu:o/


mér finnst að það eigi að banna kulda og snjó....mér finnst svona veður hvorki passa lífsstíl mínum né klæðastíl....

sunnudagur, janúar 07, 2007

hmm ég gleymdi mér aðeins...

þögn seinust viku stafar af því að ég veit barasta ekkert hvað ég á að segja...ég er búin að vera í dálítilli framtíðarkrísu...ég er vog svo ég skipti um skoðun reglulega...ég er eiginlega enn í framtíðarkrísu en hún hlýtur að líða hjá og þá skrifa ég eitthvað gáfulegra





powered by performancing firefox

mánudagur, janúar 01, 2007

2007

það er fyrsti dagur í nýju ári og þetta er búið að vera sannkallaður letidagur....við ákváðum að fara ekki heim í dag sökum þreytu og leti....

er samt orðin frekar þreytt á vælandi ketti og verð að viðurkenna að ég mæli ALLS EKKI með því að nokkur fái sér læðu sem ekki er búið að gelda...það er samt svo gott að vera hjá Fjólunni sem eldaði heila veislu máltíð fyrir okkur þrjár í gærkvöldi

eftir matinn skelltum við okkur í gleði í vesturbænum og horfðum á skaupið...mér fannst það nokkuð gott...þegar við vorum búnar að horfa á eftir rakettum skelltum við okkur í bæinn þar sem var mikið stuð og góð stemming

við dönsuðum við útlendinga...plötuðum íslendinga...sungum...hlógum og skemmtum okkur rosalega vel...alveg þangað til það var kominn tími til að fara heim...þá var orðið kalt úti

nokkur áramótaheit voru strengd og þema ársins var ákveðið: hlátur og gleði!!!