laugardagur, janúar 20, 2007

Akureyris

Er búin að vera í ágætis "fríi" hérna fyrir norðan þrátt fyrir það að vera frá morgni til kvölds. Ógurleg viska hefur pressast inn í heila minn og ég er eiginlega búin að skipuleggja öll verkefnin sem eftir eru - það eru 5,5 verkefni eftir en seinustu 2 eru eiginlega eitt verkefni þannig að ég á í raun og veru bara eftir 4,5 verkefni eftir....ekki mikið og ég er strax farin að hugsa um það hvað ég eigi að læra næst!!! þori samt ekki að deila námshugmyndum mínum með ykkur eftir að fyrrverandi fjármálastjóri hló að mér og kallaði mig súpernörd;o)



Í gærkvöldi brá ég mér í bíó og aðeins út á lífið - ég mæli hiklaust með myndinni Children of men.



Þó ég hlakki til að koma heim þá er ég nokkuð ánægð með það að vera ekki á leiðinni heim í dag því það verður ágætt að fá smá tíma í viðbót í rólegheitunum...veit samt alveg að vinnan bíður eftir mér þegar ég kem heim en ég neita að láta það hafa neikvæð áhrif og ætla að taka því rólega í kvöld...ætla að horfa á handbolta frá því að skóli klárast og svo verður maður að horfa á söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld:o)





powered by performancing firefox

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þó við segjum nú ekki "súpernörd" þá ertu allavega löngu orðin "NÖRD" hehehehe.
Sakna þín, hafðu það gott og hlakka til að sjá þig.

Kv. úr höfuðborginni

20 janúar, 2007 23:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ja vá þu klár, en vá hvað löginn voru leim! þetta var svo leiðilegt að eg dó næstum! en ja verður að fa tölvuna mína i heimsókn i skólan, langar i einhver skemmtileg forrit ;)

21 janúar, 2007 18:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þetta var ásdís

21 janúar, 2007 18:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim