mánudagur, janúar 01, 2007

2007

það er fyrsti dagur í nýju ári og þetta er búið að vera sannkallaður letidagur....við ákváðum að fara ekki heim í dag sökum þreytu og leti....

er samt orðin frekar þreytt á vælandi ketti og verð að viðurkenna að ég mæli ALLS EKKI með því að nokkur fái sér læðu sem ekki er búið að gelda...það er samt svo gott að vera hjá Fjólunni sem eldaði heila veislu máltíð fyrir okkur þrjár í gærkvöldi

eftir matinn skelltum við okkur í gleði í vesturbænum og horfðum á skaupið...mér fannst það nokkuð gott...þegar við vorum búnar að horfa á eftir rakettum skelltum við okkur í bæinn þar sem var mikið stuð og góð stemming

við dönsuðum við útlendinga...plötuðum íslendinga...sungum...hlógum og skemmtum okkur rosalega vel...alveg þangað til það var kominn tími til að fara heim...þá var orðið kalt úti

nokkur áramótaheit voru strengd og þema ársins var ákveðið: hlátur og gleði!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það ar virkilega ánægjulegt að ganga inn í árið með ykkur Gullunum, alltaf velkomnar í orlof til Fjólunnar!

02 janúar, 2007 01:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár elsku kjellingin mín!
Vonandi byrjar árið vel.
Farðu vel með þig.....knús.......helga frænka!

04 janúar, 2007 01:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim