sunnudagur, janúar 28, 2007

Tíminn líður víst endalaust.....

Það er allt í einu að koma sunnudagur en seinast þegar ég leit á klukkuna var miðvikudagsmorgun...

...ég var einmitt að tala um að vinnulega séð væri vikan alveg að verða búin þegar miðvikudagurinn er búinn því ég kenni næstum 100% stöðu mánudag, þriðjudag og miðvikudag(kenni 15 tíma þessa daga og 16 er 100%).....fimmtudagur og föstudagur eru sem sagt aukavinna í raun og veru...ég er líka í fríi í seinasta tímanum báða dagana...

.....seinasta fimmtudag var ball í skólanum og ég var í gæslu...bara til að koma því á hreint þá er ég hundleiðinleg og ógeðslega frek þegar ég er í gæslu...eða það finnst krökkunum alla veganna.......allt gekk vel að venju og ég held að allir hafi farið heim sáttir...

...föstudag var ég frekar þreytt og gerði nánast ekkert allan daginn...hugsaði og skipulagði reyndar MIKIÐ....og svo auðvitað spjallaði ég heilmikið við nemendur mína....mér finnst svo gaman að tala við þau!!!

...föstudagskvöld fórum við landsbyggðardrottningarnar á krákuna og sýndum okkur og sáum aðra...stórskemmtilegt og mikið hlegið....enduðum kvöldið dansandi í heimahúsi...

...í dag fór ég svo til Reykjavíkur...skildu þóruna eftir heima hjá foreldrum hennar og fór svo í afmælið hennar Guggu....og fór í smá karate við skæruliðafrænda minn...hann er krútt!!!....nú er best að fara að hvíla sig þar sem seinasta nótt var frekar stutt!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim