fimmtudagur, janúar 11, 2007

sjúklega sæt er syndin

ég er enn í smá krísu en ég er að vinna í þessu og ég þarf ekkert að vera búin að finna út úr þessu fyrr en í kringum páska þannig að vogin í mér hefur nógan tíma til að vega og meta kosti og galla og velta fyrir mér alls konar möguleikum...

Vinnan er komin á fullt mér finnst það gott...mér finnst gaman í vinnunni.....svo gaman að ég gleymi mér oft klukkutímum saman við að gera verkefni og semja áætlanir....það ergir mig óendanlega mikið þegar mér finnst tæknin stoppa mig af og það gerir mig algerlega brjál þegar tæknin virkar ekki eins og hún á að gera - urrrrrrrrrrrrr

ég er búin að vera dugleg að fara í ræktina og borða nokkuð hollt...allaveganna þangað til í kvöld þegar ég borðaði pasta löðrandi í sósu:o/


mér finnst að það eigi að banna kulda og snjó....mér finnst svona veður hvorki passa lífsstíl mínum né klæðastíl....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim