fimmtudagur, janúar 18, 2007

óðinsdagur og þórsdagur- byrjar ekki þorrinn á morgun

MIÐVIKUDAGUR

Þvílíkur munur....ég er komin norður og ég er ekki pirruð, ekki með hnút í maganum og ekki illt í augunum....það var hálka alla leið en ég þurfti ekki að hugsa um það því ég svaf mest alla leið....fór með rútunni og það kostaði minna heldur en að keyra sjálf!!!!

Gott að vera komin hingað í björtu og fara út í búð og kaupa í matinn og hafa virkilega tíma til að elda eitthvað en ekki bara finna brauð og salat því það tekur stystan tíma!! Núna er nógur tími og ég sé fram á að geta farið að sofa á eðlilegum tíma, að vísu er smá spurning hvað mér finnst vera eðlilegur svefntími:oD

Náði líka að fara á ljósritunarstofuna og sækja greinar sem kennarinn skildi eftir þar sem er gott þá þarf ég ekki að hugsa um það á morgun

Komst að því í gær að bókasafnið í Borgarnesi er fínt...þar voru til 2 bækur sem mig vantaði þannig að það sparaði mér 6000 kr, reikna með að geta náð í hinar 2 bækurnar sem mig vantar í gegnum klíku....gott að hafa sambönd við fólk sem hefur sambönd við konur sem þekkja einhvern sem getur reddað því sem mann vantar.....eða eitthvað svoleiðis:o)

Í dag er góður dagur og hér á Akureyri var víst 20°C heitara í dag en í gær....þegar ég kom var -3°C en á svipuðum tíma í gær var víst -23°C


FIMMTUDAGUR

Í dag snjóar...mikið...ég ákvað þess vegna að skella mér í gönguferð í rúman klukkutíma í morgun:o)

Er núna í skólanum og læri um það hvernig maður hagar sér í skólum....

Langar mest að vera úti að leika mér í snjónum....það er svo sjaldan sem einstaklingur sem býr á Vesturlandi upplifi snjó sem kemur að ofan og fellur niður og er kyrr þar...var örugglega orðin 18 ára þegar ég sá þetta fyrst því svona lagað tíðkast ekki upp undir Eiríksjökli;oD

Jæja best að hlusta aðeins meira


Ps) Málfræðingurinn í mér er að eyðileggja ýmislegt fyrir mér....ég þoli ekki fólk sem fallbeygir ekki nöfn rétt og ég þoli ekki fólk sem setur vitlausar áherslur á orð og ég þoli ekki "ef sé" setningar (verð að hætta að horfa á fréttir og útsendingar frá Alþingi)

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Verð að byrja á að segja að núna finnst mér liturinn á síðunni þinni vera eitthvað svo þú-legur.(góð íslenska!). Vona að þú njótir Akureyrar í botn því nú styttist þetta nám þitt!!
Sjáumst síðar

18 janúar, 2007 14:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

halló aftur, búin að fá Menntakerfi í mótun, hvað heitir aftur hin? (búin að týna miðanum!)

18 janúar, 2007 14:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Brautryðjendur í uppeldis og menntamálum. 2004. Ritstj. Börkur Hansen, Jóhanna Einarsdóttir, Ólafur H. Jóhannesson. Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands

Auðvitað er þessi litur meira ég heldur en þetta bleika:o)

18 janúar, 2007 15:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst liturinn mjög framsóknarlegur mín kæra.....hvað ætli þeir bláu í sjávarþorpinu segi við því, þú sem ást og drakkst hjá þeim á hverjum degi í kosningabaráttunni.
Kannski heimabær kóka-kóla í gleri verði þinn staður í framtíðinni. Fínt að geyma Valgerði á Akureyri...kæmi til þín í sólina á sumrin.....er ekki annars alltaf sól á Akureyris á sumrin????
Við sjáumst svo á landsbyggðinni í næstu viku.

18 janúar, 2007 16:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Búin að redda því. Fer í bíltúr á eftir.

19 janúar, 2007 10:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim