laugardagur, október 31, 2009

ég hef náð miklum árangri í lífinu......ég hef unnið fleiri FreeCell en ég hef tapað!!! tók bara næstum 1400 spil - sorglegt eða hvað???


bara svo þið haldið ekki að ég hafi endanlega farið yfir um þá vil ég ítreka að þetta hefur tekið tæplega 2 ár svo þetta eru ekki svo margir kaplar á dag að meðaltali....

búin að vera með hita....sem þýðir að ég er ógurlega þreytt...svaf í fleiri klukkutíma í kvöld...þess vegna er ég vakandi á þessum tíma nætur.....vitiði það er fátt jafn gott og nokkra klukkutíma blundur með hlýja góða (samt ekki mjúka) tölvu í fanginu

mánudagur, október 26, 2009

ég hef svo mikinn tíma að ég er búin að finna mér nýja tómstundaiðju....af því ég hef svo mikinn tíma þá fann ég síðu sem sendir mér daglega uppskriftaþætti í podcasti - hrein dásemd....

Annars bara allt við það sama...vinna, skóli, vinna, skóli, vinna

held ég sé búin að hrista af mér mesta hitann og stóran hluta af kvefinu....þykist samt vita að snýtipappír verði hluti af standardútbúnaði í nokkra daga í viðbót....hmm Ásdís myndi nú segja að hann sé alltaf hluti af standardútbúnaði hjá mér....nokkuð til í því - það er alveg sama hvað jakka ég fer í þá er pappír í vösunum

Annars er haustfrí í báðum skólum hjá mér um þessar mundir...á öðrum stað var það föstudag og í dag og á hinum staðnum er það í dag og á morgun....í dag og á morgun er ég í lotu í skólanum...svo sem nóg að gera á öllum vígstöðvum svo það er eins gott að ég fari að horfa á nokkra uppskriftaþætti...

þriðjudagur, október 20, 2009

ég var að skoða bloggið mitt aðeins aftur í tímann og er búin að komast að því hvernig ég bregst við álagi.....ég kvefast.........tek samt fullt af c vítamíni og borða ávexti eins og ég fái borgað fyrir það
síðasta árið hef ég verið með hor í ca 3,5 mánuð - grín laust í þrjá og hálfan mánuð!!!! ég haf samt ekki orðið neitt alvarlega veik bara hor og snýt og hnerrar

af hverju var ég að skoða þetta??? Af því að ég er komin með hnerra, hor og rautt nef - vildi bara vita hvað vinur minn ætlaði að vera hjá mér lengi í þetta sinn


var samt að spá í einu....Margrét getur verið að þú hafir týnt kvefinu þínu fyrir ca 1,5 ári síðan???? Ég fann það og vil ekki hafa lengur hjá mér!!!!

var að spá í öðru....er einhver til í að borga mér fyrir að borða ávexti???

mánudagur, október 19, 2009

mér finnst ótrúlega gott að vera bara heima hjá mér og gera ekkert....

og þetta var lýgi!!!

ég held ég kunni ekki að gera ekki neitt.....er síðan á fimmtudag búin að fara yfir 4563892 verkefni (með svona tölu þá er eins og ég hafi talið verkefnin) ok þá ég er búin að fara yfir ógeðslega mörg verkefni og á alltof mörg eftir - eins og alltaf.

en aftur að þessu fyrsta - mér finnst ótrúlega gott að vera heima hjá mér og held að ég gæti alveg hugsað mér að vera hér í nokkrar vikur án þess að fara út úr húsi....sem er reyndar ekki alveg satt því mér finnst alltof gaman að kaupa í matinn til að leyfa einhverjum gera það fyrir mig

í föstudaginn eða kannski var það laugardaginn bjó ég til konfekt:) mmmmmmmmm svo gott að eiga í frystinum!! og nei ég er ekki að rugla ég geymi það í frystinum því ég borða ekki mikið af því og það geymist best þar!!!

ég nenni ekki að mæta í vinnuna - ég skal fara yfir verkefni og svona ef ég get gert það heima hjá mér......það er svo mikið mál að fara að heiman!!! hahahahahaha

stefni enn að því að mæta í borg óttans á fimmtudag en að sjálfsögðu er komin horror veðurspá á fimmtudaginn - AÐ SJÁLFSÖGÐU
Ef þið viljið vera viss um slæma veðurspá skulið þið láta mig plana ferð einhvert!!!! það er alls ekki víst að spáin rætist en það gerist samt stundum - seinast var óveðrið að vísu hálfum sólarhring á eftir áætlun, sem var ágætt því ég komst á leiðarenda áður en það byrjaði:o)


well must sleep


PS) er hægt að kalla eitthvað samkomulag ef annar aðilinn fær öllu sínu framgengt með frekju og beitingu risa handrukkara og hinn aðilinn er barinn til hlýðni?????????????????

miðvikudagur, október 14, 2009

hún á afmæli í dag...

það er kominn tími á vikulegt lífsmark......

ég er þreytt, ég get sofið endalaust.....reyndar bara vegna þess að ég sef ekki nóg á nóttunni - ótrúlegustu hluti þarf að gera á kvöldin!!!

Annars er þetta búinn að vera fínn dagur - 15°c hiti í dag og fínt veður....þegar ég kom út í morgun með trefil í þykkum jakka og í vettlingum fann ég að ég var ofklædd:D

Annars eru kveðjurnar búnar að velta inn í dag svo það eru ekki margir sem hverfa af jólakortalistanum vegna gleymsku....hahahahahaha

miðvikudagur, október 07, 2009

það er mikið að gera....það mikið að í dag átti ég eins og 10 mínútna panik kast þar sem ég bölvaði sjálfri mér fyrir að vinna of mikið og vera í námi og þykjast geta allt....
ég meina ég er að vera 28 bráðum og ekkert unglamd lengur hahahahahahahahaha ég held einmitt að ég hafi verið 28 þegar mér var bent á að ég yrði að drífa mig í barneignum því ég væri orðin svo gömul.....og það eru ein 6 ár síðan!!!!

en eftir 10 mínútna sjálfsvorkun sparkaði ég í mig (andlega) reif mig upp á hnakkanum (aftur andlega) og skipaði mér að halda áfram (bókstaflega)....restina af vinnudeginum náði ég að ljúka fullt af hlutum sem voru að stressa mig áður. Það er mér mjög mjög mjög mikilvægt að fylla út í dagbókina mína og skipuleggja mig fram í tímann.....núna er ég búin að skipuleggja hverja klósettferð til 27. október!!! og líður svo miklu betur hahahahahahaha

best að hita kjúklinginn sem ég eldaði í gær og reyna að vinna mér til hita....er að frjósa úr kulda!!!!!