miðvikudagur, október 07, 2009

það er mikið að gera....það mikið að í dag átti ég eins og 10 mínútna panik kast þar sem ég bölvaði sjálfri mér fyrir að vinna of mikið og vera í námi og þykjast geta allt....
ég meina ég er að vera 28 bráðum og ekkert unglamd lengur hahahahahahahahaha ég held einmitt að ég hafi verið 28 þegar mér var bent á að ég yrði að drífa mig í barneignum því ég væri orðin svo gömul.....og það eru ein 6 ár síðan!!!!

en eftir 10 mínútna sjálfsvorkun sparkaði ég í mig (andlega) reif mig upp á hnakkanum (aftur andlega) og skipaði mér að halda áfram (bókstaflega)....restina af vinnudeginum náði ég að ljúka fullt af hlutum sem voru að stressa mig áður. Það er mér mjög mjög mjög mikilvægt að fylla út í dagbókina mína og skipuleggja mig fram í tímann.....núna er ég búin að skipuleggja hverja klósettferð til 27. október!!! og líður svo miklu betur hahahahahahaha

best að hita kjúklinginn sem ég eldaði í gær og reyna að vinna mér til hita....er að frjósa úr kulda!!!!!

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu búin að skipuleggja klósettferðirnar þegar þú kemur til mín. Annars ertu snillingur og þér eru allir vegir færir. Mundu bara að þetta er allt spurning um helvítis hugarfar.

P.s Svo ertu líka helvíti hress og alls ekki leiðinleg eins og sumir sem við þekkjum......hahahhahah

Hin hressa í Vesturbænum

09 október, 2009 23:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hahahahha snilld ;)

Heyrðu hvenær kemuru til RVK???

Skemmtilega systir þín :) hehe

12 október, 2009 09:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hugsa að ég komi 22 okt - ef einhver vill eiga mig þá!

12 október, 2009 10:38  
Blogger Syneta sagði...

Hurðu þú mátt alveg eiga þig en mig langar til að hitta þig :)

12 október, 2009 13:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er sko líka til í að hitta þig og get alveg átt mig:)

12 október, 2009 14:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn :o)
Langar að hitta þig þegar þú kemur... getur fengið gistingu ef þig vantar :o)
OG aftur
TIL hamingju með daginn

Steinunn

14 október, 2009 11:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Við sendum þér innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn, eins gott að þessi bankakreppa kom og gerði það að verkum að þú tapar árum í hlutfalli við ungan aldur,
knús og hnús
mamma og pabbi

14 október, 2009 16:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim