þriðjudagur, október 20, 2009

ég var að skoða bloggið mitt aðeins aftur í tímann og er búin að komast að því hvernig ég bregst við álagi.....ég kvefast.........tek samt fullt af c vítamíni og borða ávexti eins og ég fái borgað fyrir það
síðasta árið hef ég verið með hor í ca 3,5 mánuð - grín laust í þrjá og hálfan mánuð!!!! ég haf samt ekki orðið neitt alvarlega veik bara hor og snýt og hnerrar

af hverju var ég að skoða þetta??? Af því að ég er komin með hnerra, hor og rautt nef - vildi bara vita hvað vinur minn ætlaði að vera hjá mér lengi í þetta sinn


var samt að spá í einu....Margrét getur verið að þú hafir týnt kvefinu þínu fyrir ca 1,5 ári síðan???? Ég fann það og vil ekki hafa lengur hjá mér!!!!

var að spá í öðru....er einhver til í að borga mér fyrir að borða ávexti???

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já sælll!!!!
Hvaða hvaða ertu alltaf með hor greyið :o)
SE

20 október, 2009 19:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Valgerður mín, ég einmitt týndi kvefinu mínu viljandi og hef því ekki verið að sækjast eftir því að finna það. Þú mátt alveg eiga allt mitt kvef og það hor sem ég fylgdi því. Eins og staðan er í dag þá hef ég aðgang að 16 litlum hornösum sem hnerra, hósta og klína í mig grænum slummum. HRESSSSSSANNNNDDDIIII.

Margrét hin kvef og horlausa

20 október, 2009 20:24  
Blogger VallaÓsk sagði...

ég einmitt varð fyrst vör við þennan kveffjanda eftir að þú og Fjóla komuð hingað norður...mér finnst ljótt að koma og borða matinn minn og drekka vínið mitt og sofa á gólfinu mínu og skilja svo eftir þennan kveffjanda!!!! ljótt ljótt ljótt ljótt ljótt ljótt ljótt ég er alls ekki viss um að ég vilji nokkurn tíma hafa þig á gólfinu hjá mér aftur.
Mínar hornasir eru ca 70 og þau lærðu ekki öll í leikskóla að halda fyrir nebbann þegar þau hnerra.

20 október, 2009 21:30  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim