Á fimmtudag kíkti mamma í heimsókn svo ég eldaði eðalfisk handa henni - rauðspretta stendur alltar fyrir sínu - með fullt af grænmeti. Á föstudaginn eldaði mamma svo fyrir mig það sem mig minnir að heiti mexikósk tómat/kjúklingasúpa...hrikalega gott.
Helgin fór svo í að fara yfir verkefni, semja verkefni og skipuleggja kennslu - ég reyndar horfði á gamlar íslenskar myndir líka og lék mér við Patrek í nokkra tíma meðan mamma hans útréttaði aðeins. Patrek var hress og kátur og tætti vel og vandlega hjá mér og þegar ég ætlaði eitthvað að skamma hann eitthvað sendi hann mér bara fingurkoss og sagði nei nei hahahaha algert krútt
Vikan verður eins og aðrar vikur....nóg að gera og sem viðbót við allt hitt ætla ég að bregða mér í smá skálaferð um miðja viku.
Hjá mér er ekki kreppa - blómin mín elska að búa á Akureyri, hjá einu þeirra erþvílík þensla í gangi að í dag fór ég og keypti RISA stóran blómapott og 20 lítra af mold, var sko eitt blóm að sprengja utan af sér einn pott og núna eru þetta 3 blóm að sprengja utan af sér 3 potta.
Og fýlupoka-alparósin mín sem hefur ekki gert annað en að fella blöð og vera leiðinleg síðan 2005 blómstrar nú sem aldrei fyrr - hún var svo nálægt því að lenda í ruslinu 2006 en þá skipti ég um mold og reyndi að dekstra hana og svona en ekkert gekk - 2007 klippti ég alla auðu angana af greyinu og spáði enn og aftur í að henda draslinu;o) en gerði það ekki - var líka að spá í að henda henni áður en ég flutti í sumar en enn og aftur gerði ég það ekki - ég umpottaði og skipti um mold eins og ég hef gert á hverju ári fyrir þetta fýlublóm en núna blómstrar greyið og er svo sæt!!!!
Langar að kaupa mér fleiri blóm....