þriðjudagur, október 21, 2008

Ég sé það á fréttum þessa dagana að ég hef greinilega verið að undirbúa mig undir kreppu dálítið lengi, ég frysti afganga af mat, ég frysti grænmeti þegar það er farið að styttast í að það verði lint, ég hef tekið slátur og ég kaupi bæði hjörtu og lifur.

en en en......það er ekki bara það að ég geri þessa hluti heldur borða ég líka afgangana og nota grænmetið í hina ýmsu rétti(æðislegt að eiga það tilbúið niðurskorið), mér finnst lifrapylsa eitt það besta sem er til, ég elda hjörtu reglulega og lifrabuffin mín eru sko með þeim bestu í heimi

ég á samt ekki 400 lítra frystikistu og þarf þess barasta ekki - ég borða bara visst mikið og enginn matur þolir að vera að eilífu í frysti

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

.....jiiiii átt´ekki frystikistu. Verðu að splæsa í hana í kreppunni, það er víst voða inn.

Kringlukreppan....samt engin kreppa hér.

22 október, 2008 10:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já einmitt, kreppa speppa. Engin helvítis kreppa. Fólk er að haga sér eins og fífl, hvað borðaði þetta "kreppufólk"áður en það neyddist til að borða slátur, innmat og eins og maður les íslenskan mat!!!
Spes
Við erum greinilega aldar upp á kreppufæðu....

22 október, 2008 12:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

steinunn

22 október, 2008 12:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim