miðvikudagur, október 15, 2008

Loksins búin að eiga afmæli....hehehehe

Dagurinn var ósköp ljúfur fyrir utan eins og einn fund sem pirraði mig og bilun í Fs-netinu sem gerði mig algerlega brjál - fyrir þá sem ekki vita það þá er Fs-netið framhaldsskólanetið - ef það er úti virka heimasíður framhaldsskólanna ekki og ekkert sem er vistað hjá skólunum.

Í gærkvöldi eldaði ég fiskisúpu sem var ekki síðri í dag...

Var búin að lofa einhverjum að skrifa lofræðu hér en er að undirbúa PowerPoint sýningu í staðinn og ætla að halda loffyrirlestur þann 7. nóvember á leynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu - hvað finnst þér um það????

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Miklu betra að fá lofræðuna á leyndum stað á höfuðborgarsvæðinu.
Gott að fiskisúpan bragðaðist vel á afmælisdaginn.

Hlakka til að hitta þig á leynilegum stað, með leynilega lofræðu um leynileg málefni.

Leyninefndin

15 október, 2008 09:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

enn og aftur til hamingju með 28 ára afmælið! Mátti til með að kíkja á þig fyrst ég er að þykjast vinna verkefnið ógurlega. kv. mamma

15 október, 2008 21:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey annar hóskólameni sem er ekki í krísu segir að hinn neminn hljóti að vera klikk því ef þú ert 28 þá má ég ekki versla í ríkinu... hmmmm annars er ég að klára að læra og er að fara sofa

16 október, 2008 01:15  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim