föstudagur, október 10, 2008

Ég hef alltaf öðru hvoru skammast mín örlítið fyrir hvað ég er utangátta í hinum ýmsu hlutum....ég er td alger jólasveinn þegar kemur að fjármálum - hef aldrei haft vit á því að spara pening eða safna auðæfum. Ég safna bókum og minningum og á sko mikið af hvoru tveggja en sem betur fer fleiri minningar en bækur.

En núna kemur í ljós að ég er ekki jólasveinn í fjármálum - ég var bara að tryggja stöðu mína fyrir kreppuna - þegar maður á enga sjóði þá tapar maður engum sjóðum!!!! Ég meira að segja leysti út peningabréfin mín í ágúst og keypti mér föt í Danmörku fyrir þau þannig að ég hef amk tvöfalda gleði um þessar mundir, ég á ekki sjóði sem hverfa og ég á fullt af fallegum fötum.

Veit einhver um skemmtilegar bækur sem maður verður að lesa????  og eiga....

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hmm? ísfólkið??? they are awesome!!! er a no 5 langar að læsa mig inni svo eg get bara verið að lesa bókina mina!!!! síðan eru íslensku bækurnar!!! mjög spenno. síðan er nýjasta bókinn kreppan !!! heyri að hun se góð :P

10 október, 2008 23:51  
Blogger Syneta sagði...

hmmm ... alls konar bækur, íslenskar eða enskar? ég kann ekkert á þær dönsku:)

ég er einmitt búin að skammast mín fyrir að vera fjármálalúði í lengri tíma, ég á ekkert nema það sem ég á og nota, engvir sjóðir sem hafa brunnið upp hjá mér ;)

12 október, 2008 10:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hei!! valgerður mín.
Það er árlegt "bæna-frænku-frænda-partý" hjá mér 14. nóvember.
Við hljótum að stefna á að toppa síðasta partý!!
Nennir þú að láta systur þínar og bræður vita og draga þau með þér í ruglið??
kv.Helga frænka.

12 október, 2008 12:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ásdís og Syneta
íslenskar bækur eða enskar bækur - alls konar...nei annars ekki svona geimveru eða hifi, sience fiction bækur en allt mögulegt annað.

Helga:
Ég byrja strax að safna saman biblíum og sálmabókum saman fyrir partýið (biblía fallega fólksins og kynlífsbiblían)

moi

12 október, 2008 14:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

KRINGLUSTELPA Í ÚTSÖLUGÍR

14 október, 2008 08:46  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim